Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2025 08:55 Steinar B. Sigurðsson. Steinar B. Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Domino’s Pizza á Íslandi. Hann tekur við af Magnúsi Hafliðasyni, sem hefur leitt félagið frá árinu 2021 og var á dögunum ráðinn framkvæmdastjóri N1. Í tilkynningu segir að Steinar sé ekki ókunnur félaginu eða vörumerkinu, en hann hafi hafið störf árið 2006 sem framleiðslustjóri. „Undanfarin ár hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri framleiðslu- og innkaupa ásamt því að koma að stefnumótun og eiga sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Steinar er bakarameistari að mennt og er auk þess með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Hann mun taka formlega við starfinu á næstu vikum.“ Haft er eftir Steinari að hann sé afar þakklátur fyrir það traust sem honum sé sýnt með þessari ráðningu. „Það er mér sérstakt gleðiefni að fá tækifæri til að hlúa áfram að þeirri einstöku menningu sem við höfum skapað hjá Domino’s með öllu því frábæra starfsfólki sem ég þekki svo vel og ber mikla virðingu fyrir. Ég bý vel að því að hafa tekið þátt í stefnumótun og ákvarðanatöku síðastliðin ár ásamt því að vinna náið með öðrum stjórnendum og þá ekki síst Magnúsi. Ég lít því björtum augum til framtíðar og hlakka til þeirrar áskorunar að tryggja áfram stöðu Domino’s sem eitt sterkasta vörumerkið á íslenskum veitingamarkaði.“ segir Steinar. Þá er haft eftir Birgi Bieltvedt, stjórnarformanni Domino’s á Íslandi, að félagið þakki Magnúsi vel unnin störf síðustu ár og þau hartnær 20 ár sem hann hafi starfað fyrir vörumerkið, bæði hér á landi og erlendis. „Á sama tíma bjóðum við Steinar velkominn í nýtt hlutverk. Hann þekkir félagið og reksturinn vel, enda meðal reynslumestu stjórnenda þess og verið ábyrgur m.a. fyrir framleiðslu og vöruþróun í 12 ár ásamt því að hafa setið í framkvæmdastjórn félagsins. Steinar er bakari að mennt og starfaði sem slíkur áður en hann réði sig til Domino’s og þekkir því betur en flestir mikilvægi vörugæða og stöðugleika.“ Veitingastaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Forstjóri Dominos til N1 Magnús Hafliðason, sem hefur verið forstjóri Dominos á Íslandi undanfarin ár hefur verið ráðinn forstjóri N1. 5. desember 2024 16:34 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Sjá meira
Í tilkynningu segir að Steinar sé ekki ókunnur félaginu eða vörumerkinu, en hann hafi hafið störf árið 2006 sem framleiðslustjóri. „Undanfarin ár hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri framleiðslu- og innkaupa ásamt því að koma að stefnumótun og eiga sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Steinar er bakarameistari að mennt og er auk þess með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Hann mun taka formlega við starfinu á næstu vikum.“ Haft er eftir Steinari að hann sé afar þakklátur fyrir það traust sem honum sé sýnt með þessari ráðningu. „Það er mér sérstakt gleðiefni að fá tækifæri til að hlúa áfram að þeirri einstöku menningu sem við höfum skapað hjá Domino’s með öllu því frábæra starfsfólki sem ég þekki svo vel og ber mikla virðingu fyrir. Ég bý vel að því að hafa tekið þátt í stefnumótun og ákvarðanatöku síðastliðin ár ásamt því að vinna náið með öðrum stjórnendum og þá ekki síst Magnúsi. Ég lít því björtum augum til framtíðar og hlakka til þeirrar áskorunar að tryggja áfram stöðu Domino’s sem eitt sterkasta vörumerkið á íslenskum veitingamarkaði.“ segir Steinar. Þá er haft eftir Birgi Bieltvedt, stjórnarformanni Domino’s á Íslandi, að félagið þakki Magnúsi vel unnin störf síðustu ár og þau hartnær 20 ár sem hann hafi starfað fyrir vörumerkið, bæði hér á landi og erlendis. „Á sama tíma bjóðum við Steinar velkominn í nýtt hlutverk. Hann þekkir félagið og reksturinn vel, enda meðal reynslumestu stjórnenda þess og verið ábyrgur m.a. fyrir framleiðslu og vöruþróun í 12 ár ásamt því að hafa setið í framkvæmdastjórn félagsins. Steinar er bakari að mennt og starfaði sem slíkur áður en hann réði sig til Domino’s og þekkir því betur en flestir mikilvægi vörugæða og stöðugleika.“
Veitingastaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Forstjóri Dominos til N1 Magnús Hafliðason, sem hefur verið forstjóri Dominos á Íslandi undanfarin ár hefur verið ráðinn forstjóri N1. 5. desember 2024 16:34 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Sjá meira
Forstjóri Dominos til N1 Magnús Hafliðason, sem hefur verið forstjóri Dominos á Íslandi undanfarin ár hefur verið ráðinn forstjóri N1. 5. desember 2024 16:34