Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar 10. janúar 2025 10:30 Áform Donalds Trump um að gera Grænland að fylki í Bandaríkjunum hafa fengið mikla umfjöllun. Það er greinilegt að Trump sér staðsetningu Grænlands sem mikilvægan þátt í varnarmálum Bandaríkjanna og er ekki ólíklegt að Ísland sé líka á óskalistanum. Í stjórnarsáttmála Valkyrjana er tekið fram að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram fyrir lok ársins 2027 um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þær treysta þjóðinni og segja að það saki ekki að skoða „hvað sé í pakkanum“. Í ljósi aðstæðna liggur í augum uppi að nú er annar „pakki“ sem býðst okkur Íslendingum og hljótum við að fá að kjósa um hann líka? Við vitum öll að það er allt betra í Bandaríkjunum: Dollarinn, lægri vextir, lægri skattar, George Clooney, McDonald’s og Disney. Þjóðsöngurinn fjallar um land hinna frjálsu, ekki eitthvað grátandi blóm, fáninn er miklu flottari og svo eru þau auðvitað með miklu betri mælieiningar. Við gætum loksins losnað við þennan blessaða celsíus-kvarða sem dregur hitastig á Íslandi niður fyrir allar hellur. Ímyndið ykkur að ræsa bílinn á janúar morgni og í stað þess að horfa á -1°C á mælaborðinu stæði 30°F. Veturinn yrði mun bærilegri og myndum við öll keyra í vinnuna með hlýju í hjarta. Valkyrjurnar hljóta að standa við stóru orðin og leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarviðræður við Bandaríkin ekki seinna en fyrir lok ársins 2027! Aðildarviðræður við Bandaríkin væru auðvitað rugl. Staðreyndin er sú að við yrðum bara peð í stærra tafli og veltir maður fyrir sér hversu spenntir ESB-sinnar væru fyrir aðildarviðræðum við ESB ef Trump væri þar við stjórn. Ríkisstjórnin talar mikið um að treysta þjóðinni en kannski ættu ríkisstjórnarflokkarnir að byrja á því að treysta kjósendum sínum fyrir sannleikanum, sem þau földu í kosningabaráttunni. Flokkur Fólksins hefðu getað sagt kjósendum sínum að þau séu í raun ekki á móti Bókun 35 eða ESB ef ráðherrastólar eru í boði. Viðreisn hefði getað frætt kjósendur sína um Maastricht-skilyrðin varðandi Evruna eða að flokkurinn hafi verið stofnaður bókstaflega í því skyni að ganga í Evrópusambandið. Samfylkingin hefði getað sagt kjósendum sínum að þau eru í raun flokkur Evrópusinna, eins og „gamla“ Samfylkingin var stofnuð út frá. Tíminn mun svo leiða í ljós hvaða fleiri upplýsingum okkur var ekki treystandi fyrir áður en við kusum. Sannleikurinn er sá að aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið, Bandaríkin eða annað slíkt eru í grunninn bara spurning um einn hlut: Hversu langt erum við tilbúin að ganga í afsali á fullveldi og sjálfstæði Íslands? Svarið hjá Miðflokknum er einfalt: Við trúum að framtíð Íslands sé best borgið í höndum Íslands. Grasið verður alltaf grænna hinum megin á meðan við vanrækjum það okkar megin. Við erum fullfær um að stýra landinu okkar sjálf, erum rík af auðlindum og eigum því ekkert erindi í Evrópusambandið eða sem fylki í Bandaríkjunum. Það eina sem vantar er alvöru skynsemi í ákvarðanatöku, ekki afsal á ákvarðanatökunni. Höfundur er 3. varaþingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Áform Donalds Trump um að gera Grænland að fylki í Bandaríkjunum hafa fengið mikla umfjöllun. Það er greinilegt að Trump sér staðsetningu Grænlands sem mikilvægan þátt í varnarmálum Bandaríkjanna og er ekki ólíklegt að Ísland sé líka á óskalistanum. Í stjórnarsáttmála Valkyrjana er tekið fram að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram fyrir lok ársins 2027 um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þær treysta þjóðinni og segja að það saki ekki að skoða „hvað sé í pakkanum“. Í ljósi aðstæðna liggur í augum uppi að nú er annar „pakki“ sem býðst okkur Íslendingum og hljótum við að fá að kjósa um hann líka? Við vitum öll að það er allt betra í Bandaríkjunum: Dollarinn, lægri vextir, lægri skattar, George Clooney, McDonald’s og Disney. Þjóðsöngurinn fjallar um land hinna frjálsu, ekki eitthvað grátandi blóm, fáninn er miklu flottari og svo eru þau auðvitað með miklu betri mælieiningar. Við gætum loksins losnað við þennan blessaða celsíus-kvarða sem dregur hitastig á Íslandi niður fyrir allar hellur. Ímyndið ykkur að ræsa bílinn á janúar morgni og í stað þess að horfa á -1°C á mælaborðinu stæði 30°F. Veturinn yrði mun bærilegri og myndum við öll keyra í vinnuna með hlýju í hjarta. Valkyrjurnar hljóta að standa við stóru orðin og leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarviðræður við Bandaríkin ekki seinna en fyrir lok ársins 2027! Aðildarviðræður við Bandaríkin væru auðvitað rugl. Staðreyndin er sú að við yrðum bara peð í stærra tafli og veltir maður fyrir sér hversu spenntir ESB-sinnar væru fyrir aðildarviðræðum við ESB ef Trump væri þar við stjórn. Ríkisstjórnin talar mikið um að treysta þjóðinni en kannski ættu ríkisstjórnarflokkarnir að byrja á því að treysta kjósendum sínum fyrir sannleikanum, sem þau földu í kosningabaráttunni. Flokkur Fólksins hefðu getað sagt kjósendum sínum að þau séu í raun ekki á móti Bókun 35 eða ESB ef ráðherrastólar eru í boði. Viðreisn hefði getað frætt kjósendur sína um Maastricht-skilyrðin varðandi Evruna eða að flokkurinn hafi verið stofnaður bókstaflega í því skyni að ganga í Evrópusambandið. Samfylkingin hefði getað sagt kjósendum sínum að þau eru í raun flokkur Evrópusinna, eins og „gamla“ Samfylkingin var stofnuð út frá. Tíminn mun svo leiða í ljós hvaða fleiri upplýsingum okkur var ekki treystandi fyrir áður en við kusum. Sannleikurinn er sá að aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið, Bandaríkin eða annað slíkt eru í grunninn bara spurning um einn hlut: Hversu langt erum við tilbúin að ganga í afsali á fullveldi og sjálfstæði Íslands? Svarið hjá Miðflokknum er einfalt: Við trúum að framtíð Íslands sé best borgið í höndum Íslands. Grasið verður alltaf grænna hinum megin á meðan við vanrækjum það okkar megin. Við erum fullfær um að stýra landinu okkar sjálf, erum rík af auðlindum og eigum því ekkert erindi í Evrópusambandið eða sem fylki í Bandaríkjunum. Það eina sem vantar er alvöru skynsemi í ákvarðanatöku, ekki afsal á ákvarðanatökunni. Höfundur er 3. varaþingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar