Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. janúar 2025 17:55 Leikskólinn verður rekinn af Reykjavíkurborg. Róbert Reynisson Nýr leikskóli mun rísa við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal og stefnt er á að hann verði tilbúinn til notkunar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Reykjavíkurborg mun reka leikskólann. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að samþykkt hafi verið í borgarráði í dag að ganga til viðræðna við fasteignafélagið Laka fasteignir ehf. um byggingu leikskólans. Reykjavíkurborg auglýsti í október síðastliðnum eftir húsnæði og lóð fyrir leikskóla, 800 til 2000 fermetra húsnæði ásamt 1400 til 1800 fermetra aðliggjandi útileiksvæði. Fasteignafélagið Laki fasteignir ehf. festi nýlega kaup á Rafstöðvarvegi 7 með kaupum á félaginu Rafkletti ehf. en Reykjavíkurborg hefur leigt húsnæðið undanfarin ár undir starfsemi Hins hússins. Rafklettur ehf. er jafnframt eigandi byggingarréttar upp á rúmlega 1000 fermetra við hliðina á Rafstöðvarvegi 7. Í innsendu erindi Laka fasteigna til borgarinnar lýsir félagið sig reiðubúið að byggja leikskóla á þessari lóð, sem geti verið tilbúinn til notkunar innan tólf mánaða frá undirritun leigusamnings. Hitt húsið verður áfram á sínum stað. „Til að tryggja afhendingartíma leikskólans yrði notuð sama byggingaraðferð og notuð var við stækkun Hótels Akureyrar á síðasta ári. Þá var gert samkomulag við Qmodular í Póllandi og voru starfsmenn Laka ráðgjafar í ferlinu. Hótelið var byggt á fimm mánuðum með stálgrindarfyrirkomulagi, siglt með það til Akureyrar og reist þar á fimm dögum. Lokafrágangur tók síðan tvo mánuði eftir að byggingin var reist. Laki fasteignir er í lokahönnun á verkefni á Höfn í Hornafirði þar sem 70 herbergja hótelviðbygging verður gerð með sama hætti,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að samþykkt hafi verið í borgarráði í dag að ganga til viðræðna við fasteignafélagið Laka fasteignir ehf. um byggingu leikskólans. Reykjavíkurborg auglýsti í október síðastliðnum eftir húsnæði og lóð fyrir leikskóla, 800 til 2000 fermetra húsnæði ásamt 1400 til 1800 fermetra aðliggjandi útileiksvæði. Fasteignafélagið Laki fasteignir ehf. festi nýlega kaup á Rafstöðvarvegi 7 með kaupum á félaginu Rafkletti ehf. en Reykjavíkurborg hefur leigt húsnæðið undanfarin ár undir starfsemi Hins hússins. Rafklettur ehf. er jafnframt eigandi byggingarréttar upp á rúmlega 1000 fermetra við hliðina á Rafstöðvarvegi 7. Í innsendu erindi Laka fasteigna til borgarinnar lýsir félagið sig reiðubúið að byggja leikskóla á þessari lóð, sem geti verið tilbúinn til notkunar innan tólf mánaða frá undirritun leigusamnings. Hitt húsið verður áfram á sínum stað. „Til að tryggja afhendingartíma leikskólans yrði notuð sama byggingaraðferð og notuð var við stækkun Hótels Akureyrar á síðasta ári. Þá var gert samkomulag við Qmodular í Póllandi og voru starfsmenn Laka ráðgjafar í ferlinu. Hótelið var byggt á fimm mánuðum með stálgrindarfyrirkomulagi, siglt með það til Akureyrar og reist þar á fimm dögum. Lokafrágangur tók síðan tvo mánuði eftir að byggingin var reist. Laki fasteignir er í lokahönnun á verkefni á Höfn í Hornafirði þar sem 70 herbergja hótelviðbygging verður gerð með sama hætti,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent