Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar 9. janúar 2025 12:30 Það er enginn vafi á því að með aðild að Evrópusambandinu yrði Ísland betra. Þá skiptir mestu að gæði lífs fólks á Íslandi mundu aukast til muna frá því sem er í dag. Lífsgæði eru flókið fyrirbæri og þýða margt fyrir fullt af fólki. Það sem ég álít vera lífsgæði eru ekki endilega lífsgæði í augum annara. Það sem mundi breytast við aðild Íslands að Evrópusambandinu má setja í þessa flokka. Þetta er ekki tæmandi og ýmislegt getur breyst í framtíðinni frá þeim tíma sem þessi grein er skrifuð í Janúar 2025. Það verður að lesa þennan lista sem mögulegan, þar sem það er engin leið til þess að spá fyrir um framtíðina og ýmislegt getur breytst á skömmum tíma og án fyrirvara. Sjávarútvegur Það yrðu ekki neinar breytingar á sjávarútvegi á Íslandi við aðild að Evrópusambandinu. Aðild Íslands að Evrópusambandinu breytir engu fyrir stóru sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi, sem eru í dag vernduð með undanþágu í EES samningum á þann hátt að erlent eignarhald má ekki fara yfir 49%. Það er nefnilega staðreynd að stóru íslensku sjávarútvegsfyrirtækin hafa starfað innan Evrópusambandsins í marga áratugi. Það að Ísland yrði aðildarríki að Evrópusambandinu mundi þýða ekki neina breytingu fyrir þessi fyrirtæki. Áhrifin þar yrðu engin. Samt berjast þessi fyrirtæki á Íslandi gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Stærsta breytingin hérna yrði hjá litlum fyrirtækjum og sjómönnum. Þar sem þessi fyrirtæki og þessir sjómenn á Íslandi mundu losna við allt vesenið sem fylgir tollareglum á útflutningi til annara ríkja innan Evrópusambandsins. Það þýðir að fiskur veiddur á strandveiði tímabilinu gæti verið kominn á markaðinn í Frakklandi eða Þýskalandi daginn eftir og sölulaun færu beint til þess sem veiddu fiskinn. Í staðinn fyrir að þurfa að fara í gegnum íslenska milliliði, sem eru í eigu stóru fiskveiði fyrirtækjanna á Íslandi. Þetta mundi einnig einfalda íslenskum sjómönnum að eiga viðskipti við fyrirtæki í Evrópu og þannig sniðganga íslensku sjávarútvegsfyrirtækin ef það hentar þeim. Landbúnaður Í íslenskum landbúnaði yrðu einhverjar breytingar. Þær yrðu ekki stórar. Það sem mundi helst breytast er að staða íslenskra bænda mundi batna. Útflutningur á vörum þeirra yrði einfaldari. Ef hann yrði einhver frá því sem er í dag. Kostnaður mundi lækka, þar sem það yrðu engir tollar á þeim vörum sem bændur þurfa að flytja inn til Íslands í sinn rekstur ef þær koma frá öðru ríki innan Evrópusambandsins og flestar landbúnaðarvörur sem eru seldar til Íslands koma þaðan. Það mundi þýða að bara yrði greiddur virðisauki eins og það væri verið að kaupa vöruna á Íslandi. Samgöngumál Evrópusambandið er með mikla áætlun í gangi varðandi samgöngur og gæði vegakerfisins. Þar sem Ísland er ekki með neinar lestir, þá mundi sá hluti falla niður. Hinsvegar mundu íslendingar eiga þess kost að fá styrki til þess að uppfæra vegakerfið Íslandi upp í staðla Evrópusambandsins og bæta vegi í dreifðari byggðum Íslands. Bændur mundu þá loksins losna við þær holur sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn skyldu eftir sig síðustu kjörtímabil á vegum sem þeir nota og höfðu engan áhuga á að laga, það sást á því að viðgerð og viðhald á sumum vegum var sett á dagskrá árið 2030, kannski. Gjaldmiðlar, vextir og verðbólga Við upptöku evrunnar á Íslandi. Þá losna íslendingar við þá þörf og þau fjárútlát að þurfa að eiga gjaldeyrisvarasjóð. Þar sem evran er annar stærsti gjaldmiðill í heiminum. Aðeins bandaríkjadollar er stærri. Það þýðir að viðskipti við umheiminn verða einfaldari, ódýrari og stöðugri. Þar sem gengi evrunnar gagnvart gjaldmiðlum heimsins er miklu stöðugra en íslensku krónunnar. Til þess að taka upp evruna mundi Ísland þurfa að uppfylla fullt af skilyrðum, sem mundi lækka kostnað íslendinga. Þá sérstaklega vaxtakostnað og síðan yrði að koma á fastgengi gagnvart evrunni í tvö ár áður en evran yrði tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi. Þetta er ferli en mundi strax bæta efnahagslega stöðu íslendinga. Ýmis málefni Önnur málefni snúa aðallega að gæðum íslenskrar stjórnsýslu, réttindum íslendinga innan Evrópusambandsins og slíkir hlutir. Ef fólk er að velta því fyrir sér af hverju þetta sé ekki lengra. Þá er það vegna þess að í gegnum EES samninginn. Það þýðir að síðan 1. Janúar 1994 hafa íslendingar lifað með lögum frá Evrópusambandinu. Það eru 31 ár með lögum Evrópusambandsins á Íslandi. Þetta er auðvitað í gegnum EES samninginn sem er EFTA samningur, þannig að það vantar ýmislegt í þetta. Sem dæmi vantar atkvæðisrétt í stofnunum Evrópusambandsins sem er eingöngu fyrir aðildarríkin. Við aðild að Evrópusambandinu. Þá mundi Ísland fá þennan atkvæðisrétt, auk réttinda til þess að koma fram sínum skoðunum í því ferli sem er hjá Evrópusambandinu við lagasetningar. Svo að það sé nefnt á ný, vegna stöðugra blekkinga andstæðinga Evrópusambandsins. Þá starfar Evrópuþingið eftir flokkum, ekki eftir löndum. Eins og þeir gefa í skyn. Síðan eru embættismenn skipaðir af aðildarríkjum og eru síðan samþykktir af Evrópuþinginu eða hafnað ef þeir þykja ekki nógu góðir. Ráðherraráðið starfar eftir málaflokkum ráðherra og þeir eru kosnir eftir reglum viðkomandi aðildarríkis. Ég hef skrifað um það í fyrri greinum sem er hægt að finna hérna á vísir.is. Einnig sem hægt er að kynna sér Evrópusambandið á vefsíðu Evrópusambandsins, auk annara heimilda (Wikipedia). Síðan má benda á það að við aðild að Evrópusambandinu. Þá yrði Íslenska opinbert tungumál Evrópusambandsins og öll lög, vefsíður og slíkt á Íslensku. Það tæki auðvitað talsverðan tíma að þýða öll þessi skjöl, vefsíður og slíkt yfir á Íslensku en það mundi gerast. Höfundur er rithöfundur, búsettur í Evrópusambandinu, Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Það er enginn vafi á því að með aðild að Evrópusambandinu yrði Ísland betra. Þá skiptir mestu að gæði lífs fólks á Íslandi mundu aukast til muna frá því sem er í dag. Lífsgæði eru flókið fyrirbæri og þýða margt fyrir fullt af fólki. Það sem ég álít vera lífsgæði eru ekki endilega lífsgæði í augum annara. Það sem mundi breytast við aðild Íslands að Evrópusambandinu má setja í þessa flokka. Þetta er ekki tæmandi og ýmislegt getur breyst í framtíðinni frá þeim tíma sem þessi grein er skrifuð í Janúar 2025. Það verður að lesa þennan lista sem mögulegan, þar sem það er engin leið til þess að spá fyrir um framtíðina og ýmislegt getur breytst á skömmum tíma og án fyrirvara. Sjávarútvegur Það yrðu ekki neinar breytingar á sjávarútvegi á Íslandi við aðild að Evrópusambandinu. Aðild Íslands að Evrópusambandinu breytir engu fyrir stóru sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi, sem eru í dag vernduð með undanþágu í EES samningum á þann hátt að erlent eignarhald má ekki fara yfir 49%. Það er nefnilega staðreynd að stóru íslensku sjávarútvegsfyrirtækin hafa starfað innan Evrópusambandsins í marga áratugi. Það að Ísland yrði aðildarríki að Evrópusambandinu mundi þýða ekki neina breytingu fyrir þessi fyrirtæki. Áhrifin þar yrðu engin. Samt berjast þessi fyrirtæki á Íslandi gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Stærsta breytingin hérna yrði hjá litlum fyrirtækjum og sjómönnum. Þar sem þessi fyrirtæki og þessir sjómenn á Íslandi mundu losna við allt vesenið sem fylgir tollareglum á útflutningi til annara ríkja innan Evrópusambandsins. Það þýðir að fiskur veiddur á strandveiði tímabilinu gæti verið kominn á markaðinn í Frakklandi eða Þýskalandi daginn eftir og sölulaun færu beint til þess sem veiddu fiskinn. Í staðinn fyrir að þurfa að fara í gegnum íslenska milliliði, sem eru í eigu stóru fiskveiði fyrirtækjanna á Íslandi. Þetta mundi einnig einfalda íslenskum sjómönnum að eiga viðskipti við fyrirtæki í Evrópu og þannig sniðganga íslensku sjávarútvegsfyrirtækin ef það hentar þeim. Landbúnaður Í íslenskum landbúnaði yrðu einhverjar breytingar. Þær yrðu ekki stórar. Það sem mundi helst breytast er að staða íslenskra bænda mundi batna. Útflutningur á vörum þeirra yrði einfaldari. Ef hann yrði einhver frá því sem er í dag. Kostnaður mundi lækka, þar sem það yrðu engir tollar á þeim vörum sem bændur þurfa að flytja inn til Íslands í sinn rekstur ef þær koma frá öðru ríki innan Evrópusambandsins og flestar landbúnaðarvörur sem eru seldar til Íslands koma þaðan. Það mundi þýða að bara yrði greiddur virðisauki eins og það væri verið að kaupa vöruna á Íslandi. Samgöngumál Evrópusambandið er með mikla áætlun í gangi varðandi samgöngur og gæði vegakerfisins. Þar sem Ísland er ekki með neinar lestir, þá mundi sá hluti falla niður. Hinsvegar mundu íslendingar eiga þess kost að fá styrki til þess að uppfæra vegakerfið Íslandi upp í staðla Evrópusambandsins og bæta vegi í dreifðari byggðum Íslands. Bændur mundu þá loksins losna við þær holur sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn skyldu eftir sig síðustu kjörtímabil á vegum sem þeir nota og höfðu engan áhuga á að laga, það sást á því að viðgerð og viðhald á sumum vegum var sett á dagskrá árið 2030, kannski. Gjaldmiðlar, vextir og verðbólga Við upptöku evrunnar á Íslandi. Þá losna íslendingar við þá þörf og þau fjárútlát að þurfa að eiga gjaldeyrisvarasjóð. Þar sem evran er annar stærsti gjaldmiðill í heiminum. Aðeins bandaríkjadollar er stærri. Það þýðir að viðskipti við umheiminn verða einfaldari, ódýrari og stöðugri. Þar sem gengi evrunnar gagnvart gjaldmiðlum heimsins er miklu stöðugra en íslensku krónunnar. Til þess að taka upp evruna mundi Ísland þurfa að uppfylla fullt af skilyrðum, sem mundi lækka kostnað íslendinga. Þá sérstaklega vaxtakostnað og síðan yrði að koma á fastgengi gagnvart evrunni í tvö ár áður en evran yrði tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi. Þetta er ferli en mundi strax bæta efnahagslega stöðu íslendinga. Ýmis málefni Önnur málefni snúa aðallega að gæðum íslenskrar stjórnsýslu, réttindum íslendinga innan Evrópusambandsins og slíkir hlutir. Ef fólk er að velta því fyrir sér af hverju þetta sé ekki lengra. Þá er það vegna þess að í gegnum EES samninginn. Það þýðir að síðan 1. Janúar 1994 hafa íslendingar lifað með lögum frá Evrópusambandinu. Það eru 31 ár með lögum Evrópusambandsins á Íslandi. Þetta er auðvitað í gegnum EES samninginn sem er EFTA samningur, þannig að það vantar ýmislegt í þetta. Sem dæmi vantar atkvæðisrétt í stofnunum Evrópusambandsins sem er eingöngu fyrir aðildarríkin. Við aðild að Evrópusambandinu. Þá mundi Ísland fá þennan atkvæðisrétt, auk réttinda til þess að koma fram sínum skoðunum í því ferli sem er hjá Evrópusambandinu við lagasetningar. Svo að það sé nefnt á ný, vegna stöðugra blekkinga andstæðinga Evrópusambandsins. Þá starfar Evrópuþingið eftir flokkum, ekki eftir löndum. Eins og þeir gefa í skyn. Síðan eru embættismenn skipaðir af aðildarríkjum og eru síðan samþykktir af Evrópuþinginu eða hafnað ef þeir þykja ekki nógu góðir. Ráðherraráðið starfar eftir málaflokkum ráðherra og þeir eru kosnir eftir reglum viðkomandi aðildarríkis. Ég hef skrifað um það í fyrri greinum sem er hægt að finna hérna á vísir.is. Einnig sem hægt er að kynna sér Evrópusambandið á vefsíðu Evrópusambandsins, auk annara heimilda (Wikipedia). Síðan má benda á það að við aðild að Evrópusambandinu. Þá yrði Íslenska opinbert tungumál Evrópusambandsins og öll lög, vefsíður og slíkt á Íslensku. Það tæki auðvitað talsverðan tíma að þýða öll þessi skjöl, vefsíður og slíkt yfir á Íslensku en það mundi gerast. Höfundur er rithöfundur, búsettur í Evrópusambandinu, Danmörku.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun