Körfubolti

Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er hel­vítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
DeAndre Kane lætur samherja sína heyra það.
DeAndre Kane lætur samherja sína heyra það. stöð 2 sport

DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, messaði hressilega yfir samherjum sínum í eftir leik gegn Val á síðasta tímabili. 

Ræða Kanes var sýnd í öðrum þætti Grindavíkur, þáttaraðar um jarðhræringarnar á Suðurnesjum og körfuboltalið Grindavíkur.

Í fjórða leik Grindavíkur eftir að rýma þurfti bæinn tapaði liðið illa fyrir Val á Hlíðarenda. Í búningsklefanum eftir leik Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, að tala við sína menn en síðan tók Kane við.

„Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ byrjaði Kane ræðu sína.

Klippa: Grindavík - Þrumuræða DeAndres Kane

„Þetta er kjaftæði. Ég er að spila með brotinn fót en gef allt. Þetta er alltaf sama gamla sagan. Þetta er þreytandi. Við erum fullorðnir menn. Hvað í fjandanum erum við að gera? Við erum eins og menntaskólastrákar. Þetta er ekki atvinnumannalið.“

Grindavík komst alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili þar sem sem liðið tapaði fyrir Val í oddaleik.

Þrumuræðu Kanes úr öðrum þætti Grindavíkur má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

„Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“

Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi.

Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum

Það voru miklar tilfinningar í gær í Smárabíó þegar fyrstu tveir þættirnir af heimildaþáttaröðinni Grindavík voru forsýndir. Fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 Sport sunnudaginn 29. desember en þættirnir eru eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór.

Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“

„Íþróttir skipta okkur ótrúlegu máli. Þetta er eitthvað sem við sækjum okkar identity í og við erum mjög stolt af því að vera íþróttabær,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir aðstoðarþjálfari kvennaliðs Grindavíkur í fyrstu stiklunni úr heimildarþáttunum Grindavík eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×