Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Aron Guðmundsson skrifar 9. janúar 2025 07:32 Jón Daði Böðvarsson er orðinn leikmaður Wrexham í Englandi. Wrexham Jón Daði Böðvarsson stendur á krossgötum og á næstu vikum ræðst hvort hann verði áfram í útlöndum eða komi heim til Íslands eftir stutta dvöl hjá Hollywood liði Wrexham. Jón, hafði verið í ákveðnum hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út síðastliðið sumar þegar að kallið kom frá Wrexham og Selfyssingurinn skrifaði undir stuttan samning. Spilatíminn hefur verið af skornum skammti. „Ég kem hingað og var kannski ekki að búast við því að byrja hvern einasta leik. Það var komið skýrt fram við mig og mér gert það ljóst að ég væri fenginn hingað til að sinna ákveðnu hlutverki til að byrja með. Koma mér aftur til baka í leikform. Það tók kannski tvær til þrjár vikur að koma mér almennilega inn í það. Raunveruleikinn er bara sá að liðið hefur yfir að skipa stórum leikmannahóp. Með mikið af framherjum og liðið er að vinna mikið af leikjum. Þá getur það gerst að maður er ekki eins mikið viðriðinn og maður vill. Það er búið að vera erfitt.“ Jón Daði í leik með Wrexham.Gary Oakley/Getty Images „En ég gerði mér líka alveg grein fyrir því, og það var útskýrt fyrir mér, að maður væri ekki endilega að fara byrja alla leiki. Maður þyrfti að koma sér af stað aftur, komast inn í hlutina þarna, kynnast liðinu og þokkabót koma sér í stand. Ég var búinn að vera lengi samningslaus og þetta hefur verið smá rússíbani. Auðvitað hefði maður viljað vera aðeins meira viðriðinn en raunin hefur verið. Það er bara staðreynd.“ „Miklu betri staða en sú sem ég var í“ Og nú líður að þeim tímapunkti að samningur Jóns Daða rennur sitt skeið. Hvað tekur við? „Ég veit það ekki. Ég held það verði rætt á næstu dögum þar sem að samningum er að fara ljúka núna 23.janúar. Til að byrja með var þetta náttúrulega mjög stuttur samningur. Ég veit ekki hvað framhaldið ber í skauti sér. Maður fær að vita það á næstu dögum. Hvort sem að það verður áfram hér eða annars staðar þá tel ég mig mjög þakklátan fyrir að hafa komið hingað. Þetta er miklu betra en sú staða sem ég var í, að vera samningslaus. Þetta hefur gefið mér aðeins meira sjálfstraust, að komast aftur inn í þennan atvinnumannaheim sem maður hefur verið hluti af í öll þessi ár. Að ná til baka forminu og sjálfstraustinu, fá þessa þekkingu aftur í sjálfan mig að ég er á þessu gæðastigi og vill kannski halda áfram að vera í þessu umhverfi. Það verður að koma í ljós. Hvort sem að það verður hér eða annars staðar hef ég verið virkilega sáttur með dvöl mína hér.“ Opinn fyrir heimkomu Jón Daði var orðaður við heimkomu í sumar. Hann útilokar ekki að snúa heim til Íslands. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég smá á báðum áttum. Ég er opinn fyrir báðu en það sem hvetur mig kannski mest við að koma heim er fjölskyldan aðallega. Fótboltinn spilar náttúrulega alltaf líka hluta af því en dóttir mín fer að verða sex ára gömul og maður vill að hún fari að byrja í skóla á Íslandi sem fyrst frekar heldur en síðar. Það eru alls konar hlutir sem að spila inn í. Á sama tíma er þetta alltaf erfitt, hvort maður vilji halda áfram nokkur ár í viðbót í atvinnumennskunni eða vill maður koma heim. Það er enn smá spurningarmerki hjá mér en það kemur í ljós í núna seinna í janúar, í lok tímans hjá Wrexham, hvort maður verði áfram hér, fari eitthvað annað í atvinnumennskunni eða kem heim til Íslands. Ég veit það ekki.“ Fótbolti Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Jón, hafði verið í ákveðnum hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út síðastliðið sumar þegar að kallið kom frá Wrexham og Selfyssingurinn skrifaði undir stuttan samning. Spilatíminn hefur verið af skornum skammti. „Ég kem hingað og var kannski ekki að búast við því að byrja hvern einasta leik. Það var komið skýrt fram við mig og mér gert það ljóst að ég væri fenginn hingað til að sinna ákveðnu hlutverki til að byrja með. Koma mér aftur til baka í leikform. Það tók kannski tvær til þrjár vikur að koma mér almennilega inn í það. Raunveruleikinn er bara sá að liðið hefur yfir að skipa stórum leikmannahóp. Með mikið af framherjum og liðið er að vinna mikið af leikjum. Þá getur það gerst að maður er ekki eins mikið viðriðinn og maður vill. Það er búið að vera erfitt.“ Jón Daði í leik með Wrexham.Gary Oakley/Getty Images „En ég gerði mér líka alveg grein fyrir því, og það var útskýrt fyrir mér, að maður væri ekki endilega að fara byrja alla leiki. Maður þyrfti að koma sér af stað aftur, komast inn í hlutina þarna, kynnast liðinu og þokkabót koma sér í stand. Ég var búinn að vera lengi samningslaus og þetta hefur verið smá rússíbani. Auðvitað hefði maður viljað vera aðeins meira viðriðinn en raunin hefur verið. Það er bara staðreynd.“ „Miklu betri staða en sú sem ég var í“ Og nú líður að þeim tímapunkti að samningur Jóns Daða rennur sitt skeið. Hvað tekur við? „Ég veit það ekki. Ég held það verði rætt á næstu dögum þar sem að samningum er að fara ljúka núna 23.janúar. Til að byrja með var þetta náttúrulega mjög stuttur samningur. Ég veit ekki hvað framhaldið ber í skauti sér. Maður fær að vita það á næstu dögum. Hvort sem að það verður áfram hér eða annars staðar þá tel ég mig mjög þakklátan fyrir að hafa komið hingað. Þetta er miklu betra en sú staða sem ég var í, að vera samningslaus. Þetta hefur gefið mér aðeins meira sjálfstraust, að komast aftur inn í þennan atvinnumannaheim sem maður hefur verið hluti af í öll þessi ár. Að ná til baka forminu og sjálfstraustinu, fá þessa þekkingu aftur í sjálfan mig að ég er á þessu gæðastigi og vill kannski halda áfram að vera í þessu umhverfi. Það verður að koma í ljós. Hvort sem að það verður hér eða annars staðar hef ég verið virkilega sáttur með dvöl mína hér.“ Opinn fyrir heimkomu Jón Daði var orðaður við heimkomu í sumar. Hann útilokar ekki að snúa heim til Íslands. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég smá á báðum áttum. Ég er opinn fyrir báðu en það sem hvetur mig kannski mest við að koma heim er fjölskyldan aðallega. Fótboltinn spilar náttúrulega alltaf líka hluta af því en dóttir mín fer að verða sex ára gömul og maður vill að hún fari að byrja í skóla á Íslandi sem fyrst frekar heldur en síðar. Það eru alls konar hlutir sem að spila inn í. Á sama tíma er þetta alltaf erfitt, hvort maður vilji halda áfram nokkur ár í viðbót í atvinnumennskunni eða vill maður koma heim. Það er enn smá spurningarmerki hjá mér en það kemur í ljós í núna seinna í janúar, í lok tímans hjá Wrexham, hvort maður verði áfram hér, fari eitthvað annað í atvinnumennskunni eða kem heim til Íslands. Ég veit það ekki.“
Fótbolti Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn