Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2025 11:14 Slysið varð síðdegis þann 30. október 2023. Vísir/Vilhelm Ökumaður vörubifreiðar sem ók á átta ára dreng á hjóli á Ásvöllum í Hafnarfirði í október 2023, með þeim afleiðingum að drengurinn lést, veitti umferð hjólandi vegfarenda ekki athygli áður en slysið varð. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa. Slysið varð 30. október 2023, þegar hinn átta ára Ibrahim Shah Uz-Zaman var að hjóla heim af fótboltaæfingu og beygði reiðhjóli sínu inn á bílastæði á milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka. Ökumaður steypubíls sem kom úr sömu átt og beygði inn á stæðið og ók á Ibrahim, sem lést samstundis. Erindi ökumannsins var að fara að vinnusvæði við íþróttamiðstöð austan Ásvalla. Yfirlitsmynd af slysstað. Gular örvar sýna leiðir vegfaranda á reiðhjóli og vörubifreiðarinnar.Rannsóknarnefnd samgönguslysa „Fyrir mistök var vörubifreiðinni ekið inn Ásvelli að vinnusvæðum við suðurenda götunnar en öll umferð vinnutækja til og frá þeim vinnusvæðum var um Ásvelli.“ Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að hvorki Ibrahim né ökumaður steypubílsins hafi verið á mikilli ferð þegar slysið varð. Niðurstaða áfengis- og lyfjarannsóknar á ökumannin hafi verið neikvæð. Biluð bremsuaðstoð hafi ekki skipt máli Í skýrslunni er útsýni úr steypubílnum sérstaklega tekið fyrir, og tekið fram að ekkert hafi skert útsýni úr ökumannssæti fram á við eða til hliða. Fjórir baksýnisspeglar hafi verið á bílnum, og þrír þeirra gefið vítt sjónsvið en sá fjórði þrengra, en þó gefið góða útsýn aftur með bifreiðinni og festivagninum allt að hægra afturhorni hans. Þegar slysið varð hafi gult viðvörunarljós logað í mælaborði bílsins, til þess að vara við því að ratsjá framan á bílnum væri óvirk. Um hafi verið að ræða „Active Brake Assist“ kerfi, eða virka hemlunaraðstoð. Bilanagreining leiddi í ljós sambandsleysi við stýribúnað ratsjárinnar, en að sögn umboðsaðila hafi kerfið ekki verið hannað til þess að skynja óvarða vegfarendur, heldur ökutæki eða kerrur fyrir framan bílinn. Virkt kerfi hefði því að öllum líkindum ekki haft áhrif í slysinu. Rætt var við systur Ibrahims í október í fyrra, þegar ár var liðið frá slysinu. Bíllinn virkaði eðlilega Daginn eftir slysið var það sviðsett af lögreglu og rannsóknarnefndinni. Steypubíllinn var fluttur á slysstað og hliðsjón höfð af upptöku eftirlitsmyndavélar af slysinu við staðsetningu hans. Þrír þættir voru skoðaðir sérstaklega: Hvort eitthvað óeðlilegt eða óvenjulegt kæmi fram við stjórn ökutækisins þegar ekin var sama leið og beygja tekin af Ásvöllum inn á bifreiðastæðið. Hvernig útsýn var úr fjórum speglum á hægri hlið bifreiðarinnar sem og útsýn um rúður að framan og á hægri hlið þegar bifreiðin var staðsett á Ásvöllum norðan við syðri innkeyrslu inn á bifreiðastæðið. Hvort stefnuljós bifreiðarinnar væru greinileg í upptökum sömu eftirlitsmyndavélar og hafði tekið fyrirliggjandi upptöku af slysinu. Samkvæmt skýrslunni kom ekkert í ljós sem benti til þess að bíllinn hefði virkað óeðlilega við akstur áfram eða í beygju inn á bílastæðið. Hvarf í nokkrar sekúndur fyrir slysið Speglastaða bílsins var sú sama við prófunina og þegar slysið varð. Í skýrslunni segir að spegill á hægra framhorni bílsins hafi gefið góða útsýn niður með nánast allri framhlið bílsins, talsverða vegalengd fram fyrir bílinn og út að hægri hlið hennar. Göngustígur meðfram Ásvöllum hafi ekki verið sýnilegur, heldur aðeins kantsteinn og lítill hluti grassins á milli göngustígsins og götunnar. „Spegill ofan við hægri hliðarglugga gaf góða útsýn niður með hægri hliðinni á stýrishúsi bifreiðarinnar en göngustígurinn sást ekki, aðeins kantsteinn og hluti grassins á milli göngustígs og akbrautar. Hliðarspeglar gáfu góða útsýn yfir göngustíginn alla leið að Tjarnartorgi (hringtorgi) til norðurs aftur við ökutækin.“ Samsett mynd af speglum á hægri hlið vörubifreiðarinnar. Á vinstri mynd sjást hliðarspeglar og spegill ofan hliðarglugga. Á hægri mynd sést spegill staðsettur út frá hægra framhorni.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Vegfarandi á göngustígnum hafi verið sýnilegur í hliðarspeglinum allt þar til hann hafi verið því sem næst samsíða hægra afturhorni á stýrishúsi bílsins, ef hann var staðsettur á miðju göngustígsins. „Útsýn úr hliðar- og framrúðu var eðlileg og virtist í samræmi við hönnun bifreiðarinnar. Ekkert var á rúðum eða fyrir þeim sem truflaði útsýn. Með hliðsjón af upptökum af slysinu er áætlað að sennilega hafi hjólandi vegfarandinn verið sýnilegur í hliðarspeglum í rúmar tuttugu sekúndur fyrir slysið en hafi horfið úr sjónsviði ökumanns og allra spegla tveimur til þremur sekúndum fyrir slysið.“ Notaði líklega ekki stefnuljós Í skýrslunni kemur fram að ekki hafi verið unnt að greina á upptöku úr eftirlitsmyndavél af slysinu hvort stefnuljós hafi verið notuð áður en bílnum var beygt af Ásvöllum og inn á bílastæðið. Við prófun í sviðsetningu hafi komið í ljós að stefnuljós sáust greinilega blikka með eðlilegum hætti á upptöku úr sömu myndavél. Því sé sennilegt að stefnuljós hafi ekki verið notað þegar slysið varð. „Sviðsetningin var unnin kl. 13:00 til 15:30 daginn eftir slysið. Staða sólar, þegar slysið varð, var því önnur og vestari en við sviðsetninguna. Staðsetning sólar var að hægri hlið vörubifreiðarinnar áður en henni var beygt til hægri inn á innkeyrslu bifreiðastæðisins. Lág ský voru hins vegar á himni fyrir sólinni þegar slysið varð eins og sést á hægri mynd 5 og ber því saman við framburð ökumanns að sólskin hafi ekki truflað hann við aksturinn.“ Vinnusvæðin ekki fyllilega girt af Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um öryggisráðstafanir við slysstað, og tekið fram að samkvæmt reglugerð um merkingar og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda á og við veg skuli gera öryggisáætlun vegna framkvæmda og skipa eftirlitsmann sem fylgi henni eftir. Slík áætlun hafi verið unnin af verktaka þegar framkvæmdir hófust og eftirlitsmaður skipaður. Afmarkanir gagnvart umferð óviðkomandi óvarinna vegfarenda við vinnusvæðin, eins og þær voru settar upp, hafi verið unnar í samráði við Hafnarfjarðarbæ. Vinstri myndin sýnir afmörkun tveggja vinnusvæða fyrir slys með gulum línum. Hægri myndin sýnir breytta afmörkun eftir slysið með gulum línum sem eitt vinnusvæði með aðgangshliði. Grænar örvar á myndum sýna hjóla- og gönguleiðir við svæðið fyrir slysið og breyttar leiðir eftir slysið.Rannsóknarnefnd samgönguslysa „Í öryggisáætluninni eru öryggisráðstafanir fyrir verkþáttinn „Umferð inn og út af vinnusvæði“ skilgreindar. Þar kemur meðal annars fram að girða eigi vinnusvæði af og setja hlið. Vinnusvæðin tvö voru aðskilin og girt af að mestu leyti en ekki var afmarkað eða lokað fyrir akstursleið né hjóla- og gönguleið um Ásvelli milli vinnusvæða. Ekki voru sett upp hlið inn á eystra vinnusvæðið þar sem byggingarframkvæmdir voru hafnar.“ Eftir slysið hafi verið gerðar breytingar, í samráði við bæjaryfirvöld, gagnvart lokun á umferð ökutækja um Ásvelli og leiðum gangandi og hjólandi vegfarenda um Ásvelli að íbúðarhverfinu sunnan og vestan við slysstað. Viðbótargirðingar hafi verið settar upp, vinnusvæðin sameinuð og stækkuð með aðgangshliði og nýr stígur malbikaður vestan bílastæðisins, fjarri vinnusvæðinu. Athyglisleysi og illa afmarkað svæði Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að meginorsök slyssins sé sú að ökumaður bílsins hafi ekki veitt athygli óvörðum vegfaranda á reiðhjóli. Þá er tekið fram að til annarra orsaka teljist að aðkoma vinnutækja og umferð óvarinna vegfarenda við vinnusvæðin á Ásvöllum hafi ekki verið nægjanlega afmörkuð. „Í upphaflegri öryggisáætlun fyrir vinnusvæðið, sem unnin var í samráði við Hafnarfjarðarbæ, var aðkoma vinnutækja og umferð óvarinna vegfarenda um syðri hluta Ásvalla ekki afmörkuð, né takmörkuð.“ Banaslys á Ásvöllum Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ Fjölmenni kom saman í Hafnarfirði síðdegis í dag til minningar um Ibrahim Shah, átta ára dreng sem lést þegar steypubíl var ekið yfir hann á leið heim af fótboltaæfingu. Í dag, 30. október, er nákvæmlega ár frá slysinu. 30. október 2024 19:57 Íhuga að fara í skaðabótamál vegna andláts Ibrahims Fjölskylda Ibrahim Shah Uz-Zaman íhuga að fara í skaðabótamál vegna andláts hans. Hann lést 30. október á síðasta ári í umferðarslysi á Ásvöllum í Hafnarfirði. Rannsókn lögreglu lauk í janúar á þessu ári en enn er málið hjá ákærusviði og ekki verið tekin ákvörðun um hvort gefa eigi út ákæru. 25. september 2024 21:10 „Ég elska hann svo mikið“ Faðir drengs sem lést af slysförum á síðasta ári segir síðustu mánuði hafa verið erfiða. Drengsins var minnst á veitingastað fjölskyldunnar en í dag hefði hann orðið níu ára. 9. janúar 2024 19:16 Minnast Ibrahims á Shalimar Ibrahim Shah Uz-Zaman, drengurinn sem lést í hræðilegu slysi á Ásvöllum þann 30. október síðastliðinn, hefði orðið níu ára í dag. Af því tilefni verða uppáhaldsréttir hans á Shalimar í Austurstræti á afmælistilboði. 9. janúar 2024 07:00 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Slysið varð 30. október 2023, þegar hinn átta ára Ibrahim Shah Uz-Zaman var að hjóla heim af fótboltaæfingu og beygði reiðhjóli sínu inn á bílastæði á milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka. Ökumaður steypubíls sem kom úr sömu átt og beygði inn á stæðið og ók á Ibrahim, sem lést samstundis. Erindi ökumannsins var að fara að vinnusvæði við íþróttamiðstöð austan Ásvalla. Yfirlitsmynd af slysstað. Gular örvar sýna leiðir vegfaranda á reiðhjóli og vörubifreiðarinnar.Rannsóknarnefnd samgönguslysa „Fyrir mistök var vörubifreiðinni ekið inn Ásvelli að vinnusvæðum við suðurenda götunnar en öll umferð vinnutækja til og frá þeim vinnusvæðum var um Ásvelli.“ Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að hvorki Ibrahim né ökumaður steypubílsins hafi verið á mikilli ferð þegar slysið varð. Niðurstaða áfengis- og lyfjarannsóknar á ökumannin hafi verið neikvæð. Biluð bremsuaðstoð hafi ekki skipt máli Í skýrslunni er útsýni úr steypubílnum sérstaklega tekið fyrir, og tekið fram að ekkert hafi skert útsýni úr ökumannssæti fram á við eða til hliða. Fjórir baksýnisspeglar hafi verið á bílnum, og þrír þeirra gefið vítt sjónsvið en sá fjórði þrengra, en þó gefið góða útsýn aftur með bifreiðinni og festivagninum allt að hægra afturhorni hans. Þegar slysið varð hafi gult viðvörunarljós logað í mælaborði bílsins, til þess að vara við því að ratsjá framan á bílnum væri óvirk. Um hafi verið að ræða „Active Brake Assist“ kerfi, eða virka hemlunaraðstoð. Bilanagreining leiddi í ljós sambandsleysi við stýribúnað ratsjárinnar, en að sögn umboðsaðila hafi kerfið ekki verið hannað til þess að skynja óvarða vegfarendur, heldur ökutæki eða kerrur fyrir framan bílinn. Virkt kerfi hefði því að öllum líkindum ekki haft áhrif í slysinu. Rætt var við systur Ibrahims í október í fyrra, þegar ár var liðið frá slysinu. Bíllinn virkaði eðlilega Daginn eftir slysið var það sviðsett af lögreglu og rannsóknarnefndinni. Steypubíllinn var fluttur á slysstað og hliðsjón höfð af upptöku eftirlitsmyndavélar af slysinu við staðsetningu hans. Þrír þættir voru skoðaðir sérstaklega: Hvort eitthvað óeðlilegt eða óvenjulegt kæmi fram við stjórn ökutækisins þegar ekin var sama leið og beygja tekin af Ásvöllum inn á bifreiðastæðið. Hvernig útsýn var úr fjórum speglum á hægri hlið bifreiðarinnar sem og útsýn um rúður að framan og á hægri hlið þegar bifreiðin var staðsett á Ásvöllum norðan við syðri innkeyrslu inn á bifreiðastæðið. Hvort stefnuljós bifreiðarinnar væru greinileg í upptökum sömu eftirlitsmyndavélar og hafði tekið fyrirliggjandi upptöku af slysinu. Samkvæmt skýrslunni kom ekkert í ljós sem benti til þess að bíllinn hefði virkað óeðlilega við akstur áfram eða í beygju inn á bílastæðið. Hvarf í nokkrar sekúndur fyrir slysið Speglastaða bílsins var sú sama við prófunina og þegar slysið varð. Í skýrslunni segir að spegill á hægra framhorni bílsins hafi gefið góða útsýn niður með nánast allri framhlið bílsins, talsverða vegalengd fram fyrir bílinn og út að hægri hlið hennar. Göngustígur meðfram Ásvöllum hafi ekki verið sýnilegur, heldur aðeins kantsteinn og lítill hluti grassins á milli göngustígsins og götunnar. „Spegill ofan við hægri hliðarglugga gaf góða útsýn niður með hægri hliðinni á stýrishúsi bifreiðarinnar en göngustígurinn sást ekki, aðeins kantsteinn og hluti grassins á milli göngustígs og akbrautar. Hliðarspeglar gáfu góða útsýn yfir göngustíginn alla leið að Tjarnartorgi (hringtorgi) til norðurs aftur við ökutækin.“ Samsett mynd af speglum á hægri hlið vörubifreiðarinnar. Á vinstri mynd sjást hliðarspeglar og spegill ofan hliðarglugga. Á hægri mynd sést spegill staðsettur út frá hægra framhorni.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Vegfarandi á göngustígnum hafi verið sýnilegur í hliðarspeglinum allt þar til hann hafi verið því sem næst samsíða hægra afturhorni á stýrishúsi bílsins, ef hann var staðsettur á miðju göngustígsins. „Útsýn úr hliðar- og framrúðu var eðlileg og virtist í samræmi við hönnun bifreiðarinnar. Ekkert var á rúðum eða fyrir þeim sem truflaði útsýn. Með hliðsjón af upptökum af slysinu er áætlað að sennilega hafi hjólandi vegfarandinn verið sýnilegur í hliðarspeglum í rúmar tuttugu sekúndur fyrir slysið en hafi horfið úr sjónsviði ökumanns og allra spegla tveimur til þremur sekúndum fyrir slysið.“ Notaði líklega ekki stefnuljós Í skýrslunni kemur fram að ekki hafi verið unnt að greina á upptöku úr eftirlitsmyndavél af slysinu hvort stefnuljós hafi verið notuð áður en bílnum var beygt af Ásvöllum og inn á bílastæðið. Við prófun í sviðsetningu hafi komið í ljós að stefnuljós sáust greinilega blikka með eðlilegum hætti á upptöku úr sömu myndavél. Því sé sennilegt að stefnuljós hafi ekki verið notað þegar slysið varð. „Sviðsetningin var unnin kl. 13:00 til 15:30 daginn eftir slysið. Staða sólar, þegar slysið varð, var því önnur og vestari en við sviðsetninguna. Staðsetning sólar var að hægri hlið vörubifreiðarinnar áður en henni var beygt til hægri inn á innkeyrslu bifreiðastæðisins. Lág ský voru hins vegar á himni fyrir sólinni þegar slysið varð eins og sést á hægri mynd 5 og ber því saman við framburð ökumanns að sólskin hafi ekki truflað hann við aksturinn.“ Vinnusvæðin ekki fyllilega girt af Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um öryggisráðstafanir við slysstað, og tekið fram að samkvæmt reglugerð um merkingar og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda á og við veg skuli gera öryggisáætlun vegna framkvæmda og skipa eftirlitsmann sem fylgi henni eftir. Slík áætlun hafi verið unnin af verktaka þegar framkvæmdir hófust og eftirlitsmaður skipaður. Afmarkanir gagnvart umferð óviðkomandi óvarinna vegfarenda við vinnusvæðin, eins og þær voru settar upp, hafi verið unnar í samráði við Hafnarfjarðarbæ. Vinstri myndin sýnir afmörkun tveggja vinnusvæða fyrir slys með gulum línum. Hægri myndin sýnir breytta afmörkun eftir slysið með gulum línum sem eitt vinnusvæði með aðgangshliði. Grænar örvar á myndum sýna hjóla- og gönguleiðir við svæðið fyrir slysið og breyttar leiðir eftir slysið.Rannsóknarnefnd samgönguslysa „Í öryggisáætluninni eru öryggisráðstafanir fyrir verkþáttinn „Umferð inn og út af vinnusvæði“ skilgreindar. Þar kemur meðal annars fram að girða eigi vinnusvæði af og setja hlið. Vinnusvæðin tvö voru aðskilin og girt af að mestu leyti en ekki var afmarkað eða lokað fyrir akstursleið né hjóla- og gönguleið um Ásvelli milli vinnusvæða. Ekki voru sett upp hlið inn á eystra vinnusvæðið þar sem byggingarframkvæmdir voru hafnar.“ Eftir slysið hafi verið gerðar breytingar, í samráði við bæjaryfirvöld, gagnvart lokun á umferð ökutækja um Ásvelli og leiðum gangandi og hjólandi vegfarenda um Ásvelli að íbúðarhverfinu sunnan og vestan við slysstað. Viðbótargirðingar hafi verið settar upp, vinnusvæðin sameinuð og stækkuð með aðgangshliði og nýr stígur malbikaður vestan bílastæðisins, fjarri vinnusvæðinu. Athyglisleysi og illa afmarkað svæði Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að meginorsök slyssins sé sú að ökumaður bílsins hafi ekki veitt athygli óvörðum vegfaranda á reiðhjóli. Þá er tekið fram að til annarra orsaka teljist að aðkoma vinnutækja og umferð óvarinna vegfarenda við vinnusvæðin á Ásvöllum hafi ekki verið nægjanlega afmörkuð. „Í upphaflegri öryggisáætlun fyrir vinnusvæðið, sem unnin var í samráði við Hafnarfjarðarbæ, var aðkoma vinnutækja og umferð óvarinna vegfarenda um syðri hluta Ásvalla ekki afmörkuð, né takmörkuð.“
Banaslys á Ásvöllum Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ Fjölmenni kom saman í Hafnarfirði síðdegis í dag til minningar um Ibrahim Shah, átta ára dreng sem lést þegar steypubíl var ekið yfir hann á leið heim af fótboltaæfingu. Í dag, 30. október, er nákvæmlega ár frá slysinu. 30. október 2024 19:57 Íhuga að fara í skaðabótamál vegna andláts Ibrahims Fjölskylda Ibrahim Shah Uz-Zaman íhuga að fara í skaðabótamál vegna andláts hans. Hann lést 30. október á síðasta ári í umferðarslysi á Ásvöllum í Hafnarfirði. Rannsókn lögreglu lauk í janúar á þessu ári en enn er málið hjá ákærusviði og ekki verið tekin ákvörðun um hvort gefa eigi út ákæru. 25. september 2024 21:10 „Ég elska hann svo mikið“ Faðir drengs sem lést af slysförum á síðasta ári segir síðustu mánuði hafa verið erfiða. Drengsins var minnst á veitingastað fjölskyldunnar en í dag hefði hann orðið níu ára. 9. janúar 2024 19:16 Minnast Ibrahims á Shalimar Ibrahim Shah Uz-Zaman, drengurinn sem lést í hræðilegu slysi á Ásvöllum þann 30. október síðastliðinn, hefði orðið níu ára í dag. Af því tilefni verða uppáhaldsréttir hans á Shalimar í Austurstræti á afmælistilboði. 9. janúar 2024 07:00 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ Fjölmenni kom saman í Hafnarfirði síðdegis í dag til minningar um Ibrahim Shah, átta ára dreng sem lést þegar steypubíl var ekið yfir hann á leið heim af fótboltaæfingu. Í dag, 30. október, er nákvæmlega ár frá slysinu. 30. október 2024 19:57
Íhuga að fara í skaðabótamál vegna andláts Ibrahims Fjölskylda Ibrahim Shah Uz-Zaman íhuga að fara í skaðabótamál vegna andláts hans. Hann lést 30. október á síðasta ári í umferðarslysi á Ásvöllum í Hafnarfirði. Rannsókn lögreglu lauk í janúar á þessu ári en enn er málið hjá ákærusviði og ekki verið tekin ákvörðun um hvort gefa eigi út ákæru. 25. september 2024 21:10
„Ég elska hann svo mikið“ Faðir drengs sem lést af slysförum á síðasta ári segir síðustu mánuði hafa verið erfiða. Drengsins var minnst á veitingastað fjölskyldunnar en í dag hefði hann orðið níu ára. 9. janúar 2024 19:16
Minnast Ibrahims á Shalimar Ibrahim Shah Uz-Zaman, drengurinn sem lést í hræðilegu slysi á Ásvöllum þann 30. október síðastliðinn, hefði orðið níu ára í dag. Af því tilefni verða uppáhaldsréttir hans á Shalimar í Austurstræti á afmælistilboði. 9. janúar 2024 07:00