Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2025 10:00 Kattaeigendur eru beðnir um að hafa strax samband við dýralækni verði þeir varir við einkenni í dýrunum sínum. Getty Kettlingur sem barst tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum til krufningar greindist með skætt afbrigði fuglainflúensu (H5N5). Um er að ræða sama afbrigði og greinst hefur í villtum fuglum hér á landi og á einu alifuglabúi. Frá þessu er greint á heimasíðu Matvælastofnunar en þar segir að stofnuninni hafi verið tilkynnt um málið á mánudag. Um var að ræða tíu vikna gamlan kettling sem drapst 22. desember eftir veikindi en læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust tveimur dögum áður. „Önnur gotsystkini kettlingsins voru farin af heimilinu áður en veikindi komu upp og eru í dag öll einkennalaus. Kettirnir eru frá Ísafirði en kettlingurinn sem sýkingin greindist í var kominn til Reykjavíkur. Samband hefur verið haft við eigendur allra kattanna,“ segir á vef MAST. Talið er að kettirnir hafi smitast af sýktum villtum fugli en unnið er að því að rekja smitið. MAST biðlar til kattaeigenda og dýralækna að vera á verði gagnvart sjúkdómseinkennum. Einkenni kettlingsins sem um ræðir voru slappleiki, lystarleysi, stífleiki, skjálfti, krampar og önnur taugaeinkenni. „Nokkuð hefur verið um greiningar í villtum fuglum undanfarna mánuði og því einhver hætta til staðar að kettir geti smitast við veiðar eða af hræjum sem þeir komast í. Matvælastofnun telur þó hættuna ekki það mikla að ástæða sé til að vara við útigöngu katta. Fólk er þó minnt á að gæta ávallt almenns hreinlætis í umgengni við dýr og umhirðu þeirra,“ segir MAST. Fá tilfelli H5N5 hafa greinst hjá spendýrum og engin greining í heimilisdýri verið tilkynnd til Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar. MAST minnir fólk enn á að tilkynna stofnuninni um villta fugla og villt spendýr sem finnast dauð. Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Dýr Gæludýr Kettir Fuglar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Frá þessu er greint á heimasíðu Matvælastofnunar en þar segir að stofnuninni hafi verið tilkynnt um málið á mánudag. Um var að ræða tíu vikna gamlan kettling sem drapst 22. desember eftir veikindi en læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust tveimur dögum áður. „Önnur gotsystkini kettlingsins voru farin af heimilinu áður en veikindi komu upp og eru í dag öll einkennalaus. Kettirnir eru frá Ísafirði en kettlingurinn sem sýkingin greindist í var kominn til Reykjavíkur. Samband hefur verið haft við eigendur allra kattanna,“ segir á vef MAST. Talið er að kettirnir hafi smitast af sýktum villtum fugli en unnið er að því að rekja smitið. MAST biðlar til kattaeigenda og dýralækna að vera á verði gagnvart sjúkdómseinkennum. Einkenni kettlingsins sem um ræðir voru slappleiki, lystarleysi, stífleiki, skjálfti, krampar og önnur taugaeinkenni. „Nokkuð hefur verið um greiningar í villtum fuglum undanfarna mánuði og því einhver hætta til staðar að kettir geti smitast við veiðar eða af hræjum sem þeir komast í. Matvælastofnun telur þó hættuna ekki það mikla að ástæða sé til að vara við útigöngu katta. Fólk er þó minnt á að gæta ávallt almenns hreinlætis í umgengni við dýr og umhirðu þeirra,“ segir MAST. Fá tilfelli H5N5 hafa greinst hjá spendýrum og engin greining í heimilisdýri verið tilkynnd til Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar. MAST minnir fólk enn á að tilkynna stofnuninni um villta fugla og villt spendýr sem finnast dauð.
Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Dýr Gæludýr Kettir Fuglar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira