Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2025 16:41 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ávarpaði franska sendiherra í gær. Ummæli hans hafa vakið reiði í Afríku. AP/Aurelien Morissard Ráðamenn í Senegal og Tjad hafa fordæmt ummæli Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ríki Sahelsvæðisins svokallaða hafi „gleymt að þakka fyrir“ hernaðaraðstoðina gegn víga- og uppreisnarhópum undanfarin ár. Frönskum hermönnum hefur verið gert að hypja sér frá báðum ríkjunum, auk annarra ríkja á undanförnum mánuðum. Macron lét ummælin falla í ræðu fyrir framan sendiherra Frakklands í gær og fjallaði hann þar um hernaðaríhlutun Frakklands í Vestur-Afríku og á Sahelsvæðinu, sem hófst árið 2013. Franskir hermenn voru fyrst sendir til Malí af Francois Hollande, þáverandi forseta, og hafa þeir einnig verið í Búrkína Fasó, Níger og öðrum ríkjum. Að minnsta kosti 58 franskir hermenn hafa fallið í átökum við víga- og uppreisnarmenn síðan þá. Eftir valdarán hermanna í Búrkína Fasó, Malí og Níger á undanförnum árum hafa franskir hermenn verið reknir á brot þaðan og í nóvember var það sama upp á teningnum í Tjad og Senegal en franskir hermenn eru einnig á leið frá Fílabeinsströndinni og yfirgáfu Mið-Afríkulýðveldið árið 2022 eftir valdrán þar. Sjá einnig: Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér „Ég held þeir hafi gleymt að segja takk fyrir en það skiptir ekki máli. Það kemur með tímanum,“ sagði Macron í ræðu sinni í gær. Hann sagði að ákvörðunin um hernaðaríhlutun hefði verið rétt og staðhæfði að án hennar væri ekkert af ríkjum Sahelsvæðisins fullvalda í dag. „Við fórum vegna valdarána, af því við vorum beðnir um að fara af fullvalda ríkjum sem höfðu beðið Frakkland um að koma upprunalega,“ sagði Macron samkvæmt frétt France24. Hann sagði Frakkland ekki lengur hafa hlutverk á svæðinu þar sem Frakkar væru ekki aðstoðarmenn valdaræningja. Þessi ummæli hafa ekki fallið í kramið í Afríku. Sahelsvæðið svokallaða. Þar hefur víga- og uppreisnarhópum vaxið ásmegin á undanförnum árum.Vísir/Grafík Sagði Frakka þurfa að læra að virða Afríkubúa Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad, sagði ummæli Macrons vera tímaskekkju og jaðra við að sýna afríkubúum fyrirlitningu. Abderaman Koulamallah, utanríkisráðherra Tjad, sló á svipaða strengi og sagði leiðtoga Frakklands þurfa að læra að bera virðingu fyrir Afríkubúum. Þeir hefðu spilað stóra rullu fyrir Frakkland í tveimur heimsstyrjöldum og aðkoma þeirra hefði aldrei verið viðurkennd. Hann sagði einnig, samkvæmt frétt CNN, að framlag Frakka til Tjad hefði sjaldan snúist um annað en þeirra eigin hagsmuni og hefði haft lítil áhrif ef einhver á framþróun ríkisins. Ousmane Sonko, forsætisráðherra Senegal, hefur einnig tjáð sig um ummæli Macrons. Hann segir engar viðræður um veru franskra hermanna í landinu hafa farið fram, eins og Macron hélt fram. Þess í stað hafi þjóðin ákveðið að vísa öllum erlendum hermönnum á brott. Versnandi öryggisástand Vígahópar hafa lengi haldið til á Sahelsvæðinu en þar er átt við þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni sem nær yfir þvera Afríku. Þar hafa þeir um árabil hagnast á óskráðum gullnámum, auk þess sem hóparnir skattleggja íbúa á yfirráðasvæðum sínum og fjármagna sig með ránum. Hóparnir fjármagna sig einnig með smygli á fíkniefnum og fólki, svo eitthvað sé nefnt. Frá því herforingjastjórnir Búrkína Fasó, Malí og Níger ráku franska hermenn á brott og leituðu þess í stað á náðir Rússneskra málaliða, sem flestir eru á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands og African Corps, arftaka Wagner, hefur öryggisástandið í þessum ríkjum versnað verulega. Sjá einnig: Felldu tugi og brenndu forsetaflugvélina Sambærileg þróun hefur átt sér stað víða á Sahelsvæðinu, þar sem víga- og uppreisnarhópum hefur vaxið mjög ásmegin á undanförnum árum. Þúsundir hafa fallið í árásum þessara hópa, sem flestir tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu. Sérfræðingar segja mögulegt að á komandi árum geti heilu ríkin fallið hendur þessara hópa. Frakkland Senegal Tjad Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Búrkína Fasó Malí Níger Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Macron lét ummælin falla í ræðu fyrir framan sendiherra Frakklands í gær og fjallaði hann þar um hernaðaríhlutun Frakklands í Vestur-Afríku og á Sahelsvæðinu, sem hófst árið 2013. Franskir hermenn voru fyrst sendir til Malí af Francois Hollande, þáverandi forseta, og hafa þeir einnig verið í Búrkína Fasó, Níger og öðrum ríkjum. Að minnsta kosti 58 franskir hermenn hafa fallið í átökum við víga- og uppreisnarmenn síðan þá. Eftir valdarán hermanna í Búrkína Fasó, Malí og Níger á undanförnum árum hafa franskir hermenn verið reknir á brot þaðan og í nóvember var það sama upp á teningnum í Tjad og Senegal en franskir hermenn eru einnig á leið frá Fílabeinsströndinni og yfirgáfu Mið-Afríkulýðveldið árið 2022 eftir valdrán þar. Sjá einnig: Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér „Ég held þeir hafi gleymt að segja takk fyrir en það skiptir ekki máli. Það kemur með tímanum,“ sagði Macron í ræðu sinni í gær. Hann sagði að ákvörðunin um hernaðaríhlutun hefði verið rétt og staðhæfði að án hennar væri ekkert af ríkjum Sahelsvæðisins fullvalda í dag. „Við fórum vegna valdarána, af því við vorum beðnir um að fara af fullvalda ríkjum sem höfðu beðið Frakkland um að koma upprunalega,“ sagði Macron samkvæmt frétt France24. Hann sagði Frakkland ekki lengur hafa hlutverk á svæðinu þar sem Frakkar væru ekki aðstoðarmenn valdaræningja. Þessi ummæli hafa ekki fallið í kramið í Afríku. Sahelsvæðið svokallaða. Þar hefur víga- og uppreisnarhópum vaxið ásmegin á undanförnum árum.Vísir/Grafík Sagði Frakka þurfa að læra að virða Afríkubúa Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad, sagði ummæli Macrons vera tímaskekkju og jaðra við að sýna afríkubúum fyrirlitningu. Abderaman Koulamallah, utanríkisráðherra Tjad, sló á svipaða strengi og sagði leiðtoga Frakklands þurfa að læra að bera virðingu fyrir Afríkubúum. Þeir hefðu spilað stóra rullu fyrir Frakkland í tveimur heimsstyrjöldum og aðkoma þeirra hefði aldrei verið viðurkennd. Hann sagði einnig, samkvæmt frétt CNN, að framlag Frakka til Tjad hefði sjaldan snúist um annað en þeirra eigin hagsmuni og hefði haft lítil áhrif ef einhver á framþróun ríkisins. Ousmane Sonko, forsætisráðherra Senegal, hefur einnig tjáð sig um ummæli Macrons. Hann segir engar viðræður um veru franskra hermanna í landinu hafa farið fram, eins og Macron hélt fram. Þess í stað hafi þjóðin ákveðið að vísa öllum erlendum hermönnum á brott. Versnandi öryggisástand Vígahópar hafa lengi haldið til á Sahelsvæðinu en þar er átt við þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni sem nær yfir þvera Afríku. Þar hafa þeir um árabil hagnast á óskráðum gullnámum, auk þess sem hóparnir skattleggja íbúa á yfirráðasvæðum sínum og fjármagna sig með ránum. Hóparnir fjármagna sig einnig með smygli á fíkniefnum og fólki, svo eitthvað sé nefnt. Frá því herforingjastjórnir Búrkína Fasó, Malí og Níger ráku franska hermenn á brott og leituðu þess í stað á náðir Rússneskra málaliða, sem flestir eru á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands og African Corps, arftaka Wagner, hefur öryggisástandið í þessum ríkjum versnað verulega. Sjá einnig: Felldu tugi og brenndu forsetaflugvélina Sambærileg þróun hefur átt sér stað víða á Sahelsvæðinu, þar sem víga- og uppreisnarhópum hefur vaxið mjög ásmegin á undanförnum árum. Þúsundir hafa fallið í árásum þessara hópa, sem flestir tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu. Sérfræðingar segja mögulegt að á komandi árum geti heilu ríkin fallið hendur þessara hópa.
Frakkland Senegal Tjad Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Búrkína Fasó Malí Níger Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira