Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 7. janúar 2025 11:53 Kristrún er verulega ánægð með samráðið við almenning. Vísir/Einar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er verulega ánægð með þátttöku almennings í samráðsgátt. Hún segir mikilvægt að virkja almenning og segir ríkisstjórnina mögulega gera það aftur síðar. „Það er heilmikið gott sem kemur út svona samráði,“ segir Kristrún. Ríkisstjórnin muni nota gervigreind til að skoða tillögurnar og skila fyrstu niðurstöðum. Alls hafa um 2.300 tillögur borist í samráðsgáttina þegar fréttin er skrifuð. Samráðinu lýkur 23. janúar. „Þetta er er auðvitað bara einn angi hagræðingarhópsins og við munum þurfa að velja úr hvað hentar hverju sinni. Þetta er bara mjög áhugavert,“ segir Kristrún. Hún segir ekki útilokað að ríkisstjórnin leiti til þjóðarinnar vegna fleiri mála en þetta mál sé þannig að það er öllum aðgengilegt. Það geti allir skilað í samráðsgáttina. „Það er mismikill áhugi á því og mál sem eru almenns eðlis og með opnari spurningar vekja meiri athygli.“ Brotthvarf Bjarna breytir stöðunni Kristrún segir brotthvarf Bjarna úr pólitíkinni stórtíðindi sem breyti pólitíska landslaginu. „Þetta auðvitað breytir stöðunni innan Sjálfstæðisflokksins verulega og stöðunni inni á þinginu.“ Hún segist hafa átt ágætis samstarf við Bjarna. „Ég man varla sjálf eftir pólitík þar sem Bjarni hefur ekki komið við sögu en þetta eru stór tíðindi vissulega.“ Spurð hvort hún muni leita til hans eftir ráðum segir Kristrún aldrei að vita. „Við eigum kannski ekki mörg samtöl okkar á milli en það er þannig að fólk sem eru kollegar í þinginu eiga ágætis samskipti þó þau séu á mismunandi pólitískum skoðunum. Það skiptir máli að geta rætt saman,“ segir Kristrún. Hún hlakki til að sjá hvað hann taki sér næst fyrir hendur. Tilkynnt um þingflokksformann í dag Tilkynnt verður um nýjan þingflokksformann Samfylkingarinnar síðar í dag. Kristrún segir þingflokkinn hittast á fundi klukkan 13 til að greiða atkvæði um stjórn þingflokks í vetur. „Það virkar ekki þannig að fólk eigi tilkall til einhverra embætta. Það eru allir fúsir samstarfsaðilar í þessum flokki. Auðvitað hefur fólk allskonar skoðanir og það hefur ekkert bara með þetta að gera. Það hefur að gera með nefndarsetu og formennsku og fleira og fleira,“ segir Kristrún og að fólk sé áhugasamt. Það þurfi að byrja á því að kjósa um tillöguna. „Ég vonast eftir stuðningi við þeim tillögum sem ég legg fram,“ segir hún en vill ekkert frekar gefa upp um þær. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
„Það er heilmikið gott sem kemur út svona samráði,“ segir Kristrún. Ríkisstjórnin muni nota gervigreind til að skoða tillögurnar og skila fyrstu niðurstöðum. Alls hafa um 2.300 tillögur borist í samráðsgáttina þegar fréttin er skrifuð. Samráðinu lýkur 23. janúar. „Þetta er er auðvitað bara einn angi hagræðingarhópsins og við munum þurfa að velja úr hvað hentar hverju sinni. Þetta er bara mjög áhugavert,“ segir Kristrún. Hún segir ekki útilokað að ríkisstjórnin leiti til þjóðarinnar vegna fleiri mála en þetta mál sé þannig að það er öllum aðgengilegt. Það geti allir skilað í samráðsgáttina. „Það er mismikill áhugi á því og mál sem eru almenns eðlis og með opnari spurningar vekja meiri athygli.“ Brotthvarf Bjarna breytir stöðunni Kristrún segir brotthvarf Bjarna úr pólitíkinni stórtíðindi sem breyti pólitíska landslaginu. „Þetta auðvitað breytir stöðunni innan Sjálfstæðisflokksins verulega og stöðunni inni á þinginu.“ Hún segist hafa átt ágætis samstarf við Bjarna. „Ég man varla sjálf eftir pólitík þar sem Bjarni hefur ekki komið við sögu en þetta eru stór tíðindi vissulega.“ Spurð hvort hún muni leita til hans eftir ráðum segir Kristrún aldrei að vita. „Við eigum kannski ekki mörg samtöl okkar á milli en það er þannig að fólk sem eru kollegar í þinginu eiga ágætis samskipti þó þau séu á mismunandi pólitískum skoðunum. Það skiptir máli að geta rætt saman,“ segir Kristrún. Hún hlakki til að sjá hvað hann taki sér næst fyrir hendur. Tilkynnt um þingflokksformann í dag Tilkynnt verður um nýjan þingflokksformann Samfylkingarinnar síðar í dag. Kristrún segir þingflokkinn hittast á fundi klukkan 13 til að greiða atkvæði um stjórn þingflokks í vetur. „Það virkar ekki þannig að fólk eigi tilkall til einhverra embætta. Það eru allir fúsir samstarfsaðilar í þessum flokki. Auðvitað hefur fólk allskonar skoðanir og það hefur ekkert bara með þetta að gera. Það hefur að gera með nefndarsetu og formennsku og fleira og fleira,“ segir Kristrún og að fólk sé áhugasamt. Það þurfi að byrja á því að kjósa um tillöguna. „Ég vonast eftir stuðningi við þeim tillögum sem ég legg fram,“ segir hún en vill ekkert frekar gefa upp um þær.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira