Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2025 22:30 Mike Evans hafði fjögur hundruð milljón ástæður til að fagna þegar hann greip síðustu sendingu leiksins á móti Carolina Panthers í gær. AP/Jason Behnken Lokaumferðin í deildarkeppni NFL fór fram um síðustu helgi og þar voru nokkrir leikmenn liðanna ekki bara á eftir sigri. Sumir gátu tryggt sér veglega bónusa. Mike Evans, útherji Tampa Bay Buccaneers, var einn þeirra og hann hafi ástæðu til að brosa í leikslok. Það munaði þó ekki miklu að hann missti af bónusnum sínum. Evans missti af þremur og hálfum leik á leiktíðinni vegna meiðsla og var því ekki öruggur um að ná yfir þúsund jardana. Þegar leiktíminn var að renna út og sigur Buccaneers í höfn áttuðu menn sig á því að honum vantaði aðeins fimm jarda til að komast yfir þúsund. Þjálfarar og leikmenn Buccaneers tóku þá smá áhættu með því að reyna sendingu á Evans í stað þess að leyfa tímanum renna út. Evans brást ekki því trausti heldur greip boltann og náði átta jördum í viðbót. Hann fór þar með yfir þúsund jarda á ellefta tímabilinu i röð. Evans fagnaði vel en ekki síður liðsfélagarnir hans og áhorfendurnir því leikurinn fór fram á heimavelli Tampa Bay Buccaneers. Úr varð frábært augnablik fyrir Evans og liðið. Það má sjá það með því að fletta hér fyrir neðan. Bónusinn er heldur ekki slæmur því hann fékk þrjár milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að ná þúsund jördum á þessu tímabili en það gera meira en 420 milljónir íslenskra króna. Evans náði með þessu að jafna afrek goðsagnarinnar Jerry Rice sem fór líka yfir þúsund jarda á ellefu tímabilum í röð. Næst á dagskrá hjá Buccaneers er úrslitakeppnin um næstu helgi þar sem liðið mætir Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs) NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira
Mike Evans, útherji Tampa Bay Buccaneers, var einn þeirra og hann hafi ástæðu til að brosa í leikslok. Það munaði þó ekki miklu að hann missti af bónusnum sínum. Evans missti af þremur og hálfum leik á leiktíðinni vegna meiðsla og var því ekki öruggur um að ná yfir þúsund jardana. Þegar leiktíminn var að renna út og sigur Buccaneers í höfn áttuðu menn sig á því að honum vantaði aðeins fimm jarda til að komast yfir þúsund. Þjálfarar og leikmenn Buccaneers tóku þá smá áhættu með því að reyna sendingu á Evans í stað þess að leyfa tímanum renna út. Evans brást ekki því trausti heldur greip boltann og náði átta jördum í viðbót. Hann fór þar með yfir þúsund jarda á ellefta tímabilinu i röð. Evans fagnaði vel en ekki síður liðsfélagarnir hans og áhorfendurnir því leikurinn fór fram á heimavelli Tampa Bay Buccaneers. Úr varð frábært augnablik fyrir Evans og liðið. Það má sjá það með því að fletta hér fyrir neðan. Bónusinn er heldur ekki slæmur því hann fékk þrjár milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að ná þúsund jördum á þessu tímabili en það gera meira en 420 milljónir íslenskra króna. Evans náði með þessu að jafna afrek goðsagnarinnar Jerry Rice sem fór líka yfir þúsund jarda á ellefu tímabilum í röð. Næst á dagskrá hjá Buccaneers er úrslitakeppnin um næstu helgi þar sem liðið mætir Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs)
NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira