Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2025 10:31 Halldór Óli Hjálmarsson björgunarsveitarmaður kom að leitinni að fjölmörgum Súðvíkingum. Sólahringarnir í kringum flóðið hverfa aldrei úr minningu Halldórs. Þann 16. janúar árið 1995 féll mannskætt snjóflóð á sjávarþorpið Súðavík. Heimildarmyndin Fjallið það öskrar var sýnd á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Í myndinni eru sagðar sögur þriggja einstaklinga sem upplifðu hamfarirnar frá mismunandi sjónarhornum. Fjallið það öskrar er heiður til Vestfirðinga, minning um þau líf þeirra sem fórust og vitnisburður um styrk samfélags sem stóð saman á myrkum tímum. Leikstjóri myndarinnar er Daníel Bjarnason, framleiðandi er Þórunn Guðlaugsdóttir og meðframleiðsla í höndum Arons Guðmundssonar. „Það eru hlutir sem maður sér sem minna mann alltaf á eitthvað sem maður sá þarna,“ segir Halldór Óli Hjálmarsson björgunarsveitarmaður. „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á. Þetta er eitthvað sem býr með manni og á eftir að gera það,“ segir Hjálmar. Föstudaginn 16. janúar árið 1995 féll snjóflóð í Súðavík. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða, eins og fram kemur í myndinni. Hér að neðan má sjá brot úr myndinni en hægt er að horfa á hana í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á“ Óstjórnlegur grátur „Í sjónvarpinu er verið að renna nöfnunum sem létust og ég sit bara með pabba og Elínu og þeim og ég sit bara inni í stofu og er að horfa á sjónvarpið. Síðan bara krassa ég algjörlega, í algjörlega óstjórnlegan grát,“ segir Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn á Ísafirði árið 1995. „Eftir að ég flutti til Reykjavíkur og ég veit alveg að það er ekki að koma snjóflóð hér. En þegar það er rok og rigning og það glymur í öllu þá líður mér bara illa. Þetta er bara tilfinning sem ég get bara ekki hent í burtu,“ segir Elma Dögg Frostadóttir sem varð undir í snjóflóðinu sem barn en var bjargað. Elma hafði legið undir fataskáp í margar klukkustundir. Það varð henni til happs að hún öskraði ítrekað á móður sína þar til að björgunarsveitarmaður heyrði í henni, og bjargaði. Elma var þarna 14 ára. Snjóflóðin í Súðavík Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
Í myndinni eru sagðar sögur þriggja einstaklinga sem upplifðu hamfarirnar frá mismunandi sjónarhornum. Fjallið það öskrar er heiður til Vestfirðinga, minning um þau líf þeirra sem fórust og vitnisburður um styrk samfélags sem stóð saman á myrkum tímum. Leikstjóri myndarinnar er Daníel Bjarnason, framleiðandi er Þórunn Guðlaugsdóttir og meðframleiðsla í höndum Arons Guðmundssonar. „Það eru hlutir sem maður sér sem minna mann alltaf á eitthvað sem maður sá þarna,“ segir Halldór Óli Hjálmarsson björgunarsveitarmaður. „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á. Þetta er eitthvað sem býr með manni og á eftir að gera það,“ segir Hjálmar. Föstudaginn 16. janúar árið 1995 féll snjóflóð í Súðavík. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða, eins og fram kemur í myndinni. Hér að neðan má sjá brot úr myndinni en hægt er að horfa á hana í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á“ Óstjórnlegur grátur „Í sjónvarpinu er verið að renna nöfnunum sem létust og ég sit bara með pabba og Elínu og þeim og ég sit bara inni í stofu og er að horfa á sjónvarpið. Síðan bara krassa ég algjörlega, í algjörlega óstjórnlegan grát,“ segir Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn á Ísafirði árið 1995. „Eftir að ég flutti til Reykjavíkur og ég veit alveg að það er ekki að koma snjóflóð hér. En þegar það er rok og rigning og það glymur í öllu þá líður mér bara illa. Þetta er bara tilfinning sem ég get bara ekki hent í burtu,“ segir Elma Dögg Frostadóttir sem varð undir í snjóflóðinu sem barn en var bjargað. Elma hafði legið undir fataskáp í margar klukkustundir. Það varð henni til happs að hún öskraði ítrekað á móður sína þar til að björgunarsveitarmaður heyrði í henni, og bjargaði. Elma var þarna 14 ára.
Snjóflóðin í Súðavík Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira