Trudeau segir af sér Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. janúar 2025 16:14 Justin Trudeau hélt blaðamannafund í dag. AP Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sagt af sér. Hann segir af sér bæði sem formaður Frjálslynda flokksins og forsætisráðherra. Hann treysti sér ekki til að leiða flokkinn vegna átaka innan hans. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi fyrir utan heimilið sitt, Rideau Cottage. Hann lýkur þó ekki störfum fyrr en nýr formaður hefur verið valinn. Þinghaldi í Kanada hefur verið frestað til 24. mars. „Ég segi ykkur nú fréttirnar sem ég sagði börnunum mínum við kvöldmatarborðið í gær“ sagði Trudeau bæði á ensku og frönsku í útsendingu fréttastofu BBC. Kosningar eru framundan í Kanada en Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeau, hefur komið illa út úr skoðanakönnunum. Trudeau hefur verið formaður Frjálslynda flokksins frá 2013 og tók við embætti forsætisráðherra árið 2015. „Ég get ekki verið formaður í næstu kosningum vegna átaka innan flokksins,“ segir Trudeau aðspurður af hverju hann hafi ákveðið að segja af sér núna. Mikill ágreiningur var á milli Trudeau og Chrystia Freeland, fyrrum fjármálaráðherra í ríkisstjórn Trudeau. Hún sagði af sér nú í desember og segir ástæðuna vera ágreininginn. Í uppsagnarbréfi sínu sagði Freeland ágreininginn vera vegna hótana Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, um að leggja á 25 prósent innflutningsgjald á kanadískan innflutning. „Ég virkilega vonaði að hún hefði haldið áfram sem varaforsetisráðherrann minn og myndi sjá um þær svívirðingar sem þessi ríkisstjórn stendur frammi fyrir men hún valdi annað. Í tenglsum við hvað gerðist í raun er það ekki minn vani að deila einkasamtölum,“ sagði Trudeau um Freeland á blaðamannafundinum. Fréttin hefur verið uppfærð. Kanada Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi fyrir utan heimilið sitt, Rideau Cottage. Hann lýkur þó ekki störfum fyrr en nýr formaður hefur verið valinn. Þinghaldi í Kanada hefur verið frestað til 24. mars. „Ég segi ykkur nú fréttirnar sem ég sagði börnunum mínum við kvöldmatarborðið í gær“ sagði Trudeau bæði á ensku og frönsku í útsendingu fréttastofu BBC. Kosningar eru framundan í Kanada en Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeau, hefur komið illa út úr skoðanakönnunum. Trudeau hefur verið formaður Frjálslynda flokksins frá 2013 og tók við embætti forsætisráðherra árið 2015. „Ég get ekki verið formaður í næstu kosningum vegna átaka innan flokksins,“ segir Trudeau aðspurður af hverju hann hafi ákveðið að segja af sér núna. Mikill ágreiningur var á milli Trudeau og Chrystia Freeland, fyrrum fjármálaráðherra í ríkisstjórn Trudeau. Hún sagði af sér nú í desember og segir ástæðuna vera ágreininginn. Í uppsagnarbréfi sínu sagði Freeland ágreininginn vera vegna hótana Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, um að leggja á 25 prósent innflutningsgjald á kanadískan innflutning. „Ég virkilega vonaði að hún hefði haldið áfram sem varaforsetisráðherrann minn og myndi sjá um þær svívirðingar sem þessi ríkisstjórn stendur frammi fyrir men hún valdi annað. Í tenglsum við hvað gerðist í raun er það ekki minn vani að deila einkasamtölum,“ sagði Trudeau um Freeland á blaðamannafundinum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kanada Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira