Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2025 14:28 Magnus Carlsen og Ella Victoria Malone virtust hamingjusöm fyrir utan kirkjuna. EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen og Ella Victoria Malone létu gefa sig saman í náinni athöfn í Holmenkollen-kapellunni í Osló síðdegis í gær. Norska ríkisútvarpið greinir frá því að snjór, frost og heiðskír himinn hafi einkennt daginn og brúðkaupsveislan svo tekið við á Grand Hotel. Einungis nokkrir dagar séu frá því að hjónin gáfu út að þau ætluðu að gifta sig um helgina og þau hafi kosið að halda upp á daginn í ró og næði. Magnus Carlsen giftist Ellu Victoria Malone í Holmenkollen-kapellunni í Osló.Epa/AMANDA PEDERSEN GISKE Magnus sem er margfaldur heimsmeistari í skák fæddist í Tønsberg í suðurhluta Noregs en ólst upp í Lommedalen. Ella kemur frá Osló og á norska móður og bandarískan föður en takmarkaðar upplýsingar er að finna um líf hennar. Hún hefur nokkrum sinnum sést á skákmótum með Magnusi, nú síðast á HM í at- og hraðskák í New York í desember. Engar gallabuxur var að sjá á Magnusi í gær, enda regluverði FIDE hvergi að finna.EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE Ella lýsti því í viðtali við norsku sjónvarpstöðina TV 2 í maí að hún kjósi oft að láta lítið á sér bera þrátt fyrir að hún geti verið virk í félagslífi. Stundum sé erfitt að vera með Magnusi á skákmótum en hún kjósi að gera það samt þar sem hún vilji styðja hann og vera honum góð kærasta. Brúðkaupið fór fram nokkrum dögum eftir viðburðaríkt heimsmeistaramót í skák þar sem Magnus var sektaður fyrir að brjóta reglur Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) með því að mæta í gallabuxum til keppni. Hann gagnrýndi ákvörðunina harðlega og dró sig úr mótinu. Hann skipti síðar um skoðun og sneri aftur til keppni en nú í öðrum gallabuxum. Endaði hann á því að deila heimsmeistaratitlinum í hraðskák árið 2024 með Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí eftir hafa gert þrjú jafntefli í bráðabana. Þessi niðurstaða mótsins var umdeild en þetta er í fyrsta skipti sem tveir deila heimsmeistaratitlinum í skák. Engar gallabuxur var að sjá á Magnusi fyrir utan kirkjuna í gær. Skák og mát.EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE Ástin og lífið Noregur Skák Tengdar fréttir Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE), hefur nú tjáð sig um þá ákvörðun að leyfa jafntefli í úrslitaleik HM í hraðskák og um ummæli Norðmannsins Magnusar Carlsen í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli. 2. janúar 2025 16:33 Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01 Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Norska ríkisútvarpið greinir frá því að snjór, frost og heiðskír himinn hafi einkennt daginn og brúðkaupsveislan svo tekið við á Grand Hotel. Einungis nokkrir dagar séu frá því að hjónin gáfu út að þau ætluðu að gifta sig um helgina og þau hafi kosið að halda upp á daginn í ró og næði. Magnus Carlsen giftist Ellu Victoria Malone í Holmenkollen-kapellunni í Osló.Epa/AMANDA PEDERSEN GISKE Magnus sem er margfaldur heimsmeistari í skák fæddist í Tønsberg í suðurhluta Noregs en ólst upp í Lommedalen. Ella kemur frá Osló og á norska móður og bandarískan föður en takmarkaðar upplýsingar er að finna um líf hennar. Hún hefur nokkrum sinnum sést á skákmótum með Magnusi, nú síðast á HM í at- og hraðskák í New York í desember. Engar gallabuxur var að sjá á Magnusi í gær, enda regluverði FIDE hvergi að finna.EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE Ella lýsti því í viðtali við norsku sjónvarpstöðina TV 2 í maí að hún kjósi oft að láta lítið á sér bera þrátt fyrir að hún geti verið virk í félagslífi. Stundum sé erfitt að vera með Magnusi á skákmótum en hún kjósi að gera það samt þar sem hún vilji styðja hann og vera honum góð kærasta. Brúðkaupið fór fram nokkrum dögum eftir viðburðaríkt heimsmeistaramót í skák þar sem Magnus var sektaður fyrir að brjóta reglur Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) með því að mæta í gallabuxum til keppni. Hann gagnrýndi ákvörðunina harðlega og dró sig úr mótinu. Hann skipti síðar um skoðun og sneri aftur til keppni en nú í öðrum gallabuxum. Endaði hann á því að deila heimsmeistaratitlinum í hraðskák árið 2024 með Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí eftir hafa gert þrjú jafntefli í bráðabana. Þessi niðurstaða mótsins var umdeild en þetta er í fyrsta skipti sem tveir deila heimsmeistaratitlinum í skák. Engar gallabuxur var að sjá á Magnusi fyrir utan kirkjuna í gær. Skák og mát.EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE
Ástin og lífið Noregur Skák Tengdar fréttir Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE), hefur nú tjáð sig um þá ákvörðun að leyfa jafntefli í úrslitaleik HM í hraðskák og um ummæli Norðmannsins Magnusar Carlsen í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli. 2. janúar 2025 16:33 Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01 Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE), hefur nú tjáð sig um þá ákvörðun að leyfa jafntefli í úrslitaleik HM í hraðskák og um ummæli Norðmannsins Magnusar Carlsen í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli. 2. janúar 2025 16:33
Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01
Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03