Erlent

John­son endur­kjörinn þing­for­seti með naumum meiri­hluta

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Atkvæði greidd Johnson voru 218 gegn 215 atvæðum greiddum Demókratanum Hakeem Jeffries. 
Atkvæði greidd Johnson voru 218 gegn 215 atvæðum greiddum Demókratanum Hakeem Jeffries.  AP

Mike Johnson var endurkjörinn þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær með naumum meirihluta.

Við setningu nýs Bandaríkjaþing í gær kusu þingmenn sér nýjan þingforseta. Fulltrúi minnihlutans,  Hakeem Jeffries, hlaut öll atkvæði Demókrata, eða 215 af 434. 

Í frétt AP kemur fram að til að ná endurkjöri hafi Johnson mátt ekki missa fleiri en eitt atkvæði úr sínum flokki en þrír þingmenn Repúblikanaflokksins kusu upprunalega Tom Emmer, flokksbróður sinn og mótframbjóðanda. Tveir þeirra breyttu síðar atkvæðinu sínu og tryggðu þar með nauman sigur Johnson. 

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti birti á dögunum stuðningsyfirlýsingu við Johnson eftir margra daga viðræður milli Trumps og ráðgjafa hans um hvort forsetinn verðandi ætti að koma Johnson til bjargar eða finna nýjan þingforseta.

Johnson hafði þá samið um bráðabirgðafjárlög við Demókrata, sem þá voru enn með meirihluta í öldungadeildinni. Trump ásamt Elon Musk kollvarpaði þinginu í framhaldinu og stöðvaði framgang laganna. 

Óreiðan sem þeir ollu og deilurnar sem henni fylgdu grófu verulega undan Johnson í aðdraganda kosninga þingsins á nýjum þingforseta. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins lýstu því yfir að þeir hygðust ekki kjósa hann aftur í embættið. 


Tengdar fréttir

Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks

Mike Johnson, nýr forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mun koma að því að staðfesta úrslit forsetakosninga sem haldnar verða í nóvember á næsta ári. Það er þrátt fyrir að hann hafi hjálpað til við að reyna að snúa úrslitum síðustu forsetakosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×