Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum Lovísa Arnardóttir skrifar 3. janúar 2025 08:28 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins segir alla vilja koma í veg fyrir frekari aðgerðir. Vísir/Anton Brink Verkfall kennara hefst að nýju um næstu mánaðamót verði ekki samið. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir deiluaðila hafa fundað þétt síðan í nóvember desember þegar verkfalli var frestað. Magnús Þór fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann segir að í desember hafi verið farið í mikla bakgrunnsvinnu og rætt við hvert skólastig fyrir sig. Fyrsti formlegi samningafundur eftir þetta hlé hefst í dag klukkan 9. „Verkefnið er flókið og við notuðum desember til að brjóta það niður. Stóra verkefnið er að okkur vantar um fjögur þúsund fagmenntaða kennara í skólana okkar,“ segir Magnús Þór. Það hafi þannig verið stóra verkefnið í þessu deilumálum að sjá til þess að fjárhagslegur hvati til þess að vera sérfræðingur í fræðslugeiranum sé sá sami og að vera sérfræðingur á almennum markaði. Hann segir mikilvægt að það sé rætt almennt í samfélaginu hvort að kennaranámið eigi að vera fimm ár. Af þessum fjögur þúsund sem vantar séu 2.500 þeirra á leikskólastiginu. Rannsóknir sýni að mikilvægi kennarahlutverksins sé jafnvel mest hjá yngstu börnunum. Ef við viljum ná árangri þurfi slíkt starf að vera leitt af fagmenntuðu fólki. Þriggja ára nám ekki svarið Hann telur ekki þriggja ára kennaranám endilega svarið. Náminu hafi verið breytt í fimm ár því það vantaði upp á þekkingu þegar það kom í skólana. Hann segir kennarasambandið standa fast við það að það hafi verið góð ákvörðun. Nú þurfi launakjörin að fylgja sambærilegum stéttum sem hafa farið í svipað langt nám. Magnús Þór segir enga fasta launatölu enn liggja fyrir en að það sé eitt af því sem hafi verið til umræðu. Deiluaðilar þurfi að komast að samkomulagi hverjir séu viðmiðunarhóparnir. „Talan er ekki hrein og klár en það er verkefni þessara daga að ákveða hverjir viðmiðunarhóparnir eru og þar mun lausn verkefnisins vera.“ Vilja koma í veg fyrir aðgerðir Magnús Þór segir að góð skref hafi verið stigin í desember og hann sé bjartsýnn á að það verði hægt að leysa úr deilunni. Það sé stórt verkefni eftir en það vilji allir koma í veg fyrir frekari aðgerðir og því muni þau reyna allt sem þau geta til að gera það. Magnús Þór segist ekki telja tilefni fyrir hann að hætta sem formaður. Þau hafi náð ákveðnum árangri en hann sé dæmdur eins og aðrir í kosningu. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Hann segir að í desember hafi verið farið í mikla bakgrunnsvinnu og rætt við hvert skólastig fyrir sig. Fyrsti formlegi samningafundur eftir þetta hlé hefst í dag klukkan 9. „Verkefnið er flókið og við notuðum desember til að brjóta það niður. Stóra verkefnið er að okkur vantar um fjögur þúsund fagmenntaða kennara í skólana okkar,“ segir Magnús Þór. Það hafi þannig verið stóra verkefnið í þessu deilumálum að sjá til þess að fjárhagslegur hvati til þess að vera sérfræðingur í fræðslugeiranum sé sá sami og að vera sérfræðingur á almennum markaði. Hann segir mikilvægt að það sé rætt almennt í samfélaginu hvort að kennaranámið eigi að vera fimm ár. Af þessum fjögur þúsund sem vantar séu 2.500 þeirra á leikskólastiginu. Rannsóknir sýni að mikilvægi kennarahlutverksins sé jafnvel mest hjá yngstu börnunum. Ef við viljum ná árangri þurfi slíkt starf að vera leitt af fagmenntuðu fólki. Þriggja ára nám ekki svarið Hann telur ekki þriggja ára kennaranám endilega svarið. Náminu hafi verið breytt í fimm ár því það vantaði upp á þekkingu þegar það kom í skólana. Hann segir kennarasambandið standa fast við það að það hafi verið góð ákvörðun. Nú þurfi launakjörin að fylgja sambærilegum stéttum sem hafa farið í svipað langt nám. Magnús Þór segir enga fasta launatölu enn liggja fyrir en að það sé eitt af því sem hafi verið til umræðu. Deiluaðilar þurfi að komast að samkomulagi hverjir séu viðmiðunarhóparnir. „Talan er ekki hrein og klár en það er verkefni þessara daga að ákveða hverjir viðmiðunarhóparnir eru og þar mun lausn verkefnisins vera.“ Vilja koma í veg fyrir aðgerðir Magnús Þór segir að góð skref hafi verið stigin í desember og hann sé bjartsýnn á að það verði hægt að leysa úr deilunni. Það sé stórt verkefni eftir en það vilji allir koma í veg fyrir frekari aðgerðir og því muni þau reyna allt sem þau geta til að gera það. Magnús Þór segist ekki telja tilefni fyrir hann að hætta sem formaður. Þau hafi náð ákveðnum árangri en hann sé dæmdur eins og aðrir í kosningu.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira