Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum Lovísa Arnardóttir skrifar 3. janúar 2025 08:28 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins segir alla vilja koma í veg fyrir frekari aðgerðir. Vísir/Anton Brink Verkfall kennara hefst að nýju um næstu mánaðamót verði ekki samið. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir deiluaðila hafa fundað þétt síðan í nóvember desember þegar verkfalli var frestað. Magnús Þór fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann segir að í desember hafi verið farið í mikla bakgrunnsvinnu og rætt við hvert skólastig fyrir sig. Fyrsti formlegi samningafundur eftir þetta hlé hefst í dag klukkan 9. „Verkefnið er flókið og við notuðum desember til að brjóta það niður. Stóra verkefnið er að okkur vantar um fjögur þúsund fagmenntaða kennara í skólana okkar,“ segir Magnús Þór. Það hafi þannig verið stóra verkefnið í þessu deilumálum að sjá til þess að fjárhagslegur hvati til þess að vera sérfræðingur í fræðslugeiranum sé sá sami og að vera sérfræðingur á almennum markaði. Hann segir mikilvægt að það sé rætt almennt í samfélaginu hvort að kennaranámið eigi að vera fimm ár. Af þessum fjögur þúsund sem vantar séu 2.500 þeirra á leikskólastiginu. Rannsóknir sýni að mikilvægi kennarahlutverksins sé jafnvel mest hjá yngstu börnunum. Ef við viljum ná árangri þurfi slíkt starf að vera leitt af fagmenntuðu fólki. Þriggja ára nám ekki svarið Hann telur ekki þriggja ára kennaranám endilega svarið. Náminu hafi verið breytt í fimm ár því það vantaði upp á þekkingu þegar það kom í skólana. Hann segir kennarasambandið standa fast við það að það hafi verið góð ákvörðun. Nú þurfi launakjörin að fylgja sambærilegum stéttum sem hafa farið í svipað langt nám. Magnús Þór segir enga fasta launatölu enn liggja fyrir en að það sé eitt af því sem hafi verið til umræðu. Deiluaðilar þurfi að komast að samkomulagi hverjir séu viðmiðunarhóparnir. „Talan er ekki hrein og klár en það er verkefni þessara daga að ákveða hverjir viðmiðunarhóparnir eru og þar mun lausn verkefnisins vera.“ Vilja koma í veg fyrir aðgerðir Magnús Þór segir að góð skref hafi verið stigin í desember og hann sé bjartsýnn á að það verði hægt að leysa úr deilunni. Það sé stórt verkefni eftir en það vilji allir koma í veg fyrir frekari aðgerðir og því muni þau reyna allt sem þau geta til að gera það. Magnús Þór segist ekki telja tilefni fyrir hann að hætta sem formaður. Þau hafi náð ákveðnum árangri en hann sé dæmdur eins og aðrir í kosningu. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Hann segir að í desember hafi verið farið í mikla bakgrunnsvinnu og rætt við hvert skólastig fyrir sig. Fyrsti formlegi samningafundur eftir þetta hlé hefst í dag klukkan 9. „Verkefnið er flókið og við notuðum desember til að brjóta það niður. Stóra verkefnið er að okkur vantar um fjögur þúsund fagmenntaða kennara í skólana okkar,“ segir Magnús Þór. Það hafi þannig verið stóra verkefnið í þessu deilumálum að sjá til þess að fjárhagslegur hvati til þess að vera sérfræðingur í fræðslugeiranum sé sá sami og að vera sérfræðingur á almennum markaði. Hann segir mikilvægt að það sé rætt almennt í samfélaginu hvort að kennaranámið eigi að vera fimm ár. Af þessum fjögur þúsund sem vantar séu 2.500 þeirra á leikskólastiginu. Rannsóknir sýni að mikilvægi kennarahlutverksins sé jafnvel mest hjá yngstu börnunum. Ef við viljum ná árangri þurfi slíkt starf að vera leitt af fagmenntuðu fólki. Þriggja ára nám ekki svarið Hann telur ekki þriggja ára kennaranám endilega svarið. Náminu hafi verið breytt í fimm ár því það vantaði upp á þekkingu þegar það kom í skólana. Hann segir kennarasambandið standa fast við það að það hafi verið góð ákvörðun. Nú þurfi launakjörin að fylgja sambærilegum stéttum sem hafa farið í svipað langt nám. Magnús Þór segir enga fasta launatölu enn liggja fyrir en að það sé eitt af því sem hafi verið til umræðu. Deiluaðilar þurfi að komast að samkomulagi hverjir séu viðmiðunarhóparnir. „Talan er ekki hrein og klár en það er verkefni þessara daga að ákveða hverjir viðmiðunarhóparnir eru og þar mun lausn verkefnisins vera.“ Vilja koma í veg fyrir aðgerðir Magnús Þór segir að góð skref hafi verið stigin í desember og hann sé bjartsýnn á að það verði hægt að leysa úr deilunni. Það sé stórt verkefni eftir en það vilji allir koma í veg fyrir frekari aðgerðir og því muni þau reyna allt sem þau geta til að gera það. Magnús Þór segist ekki telja tilefni fyrir hann að hætta sem formaður. Þau hafi náð ákveðnum árangri en hann sé dæmdur eins og aðrir í kosningu.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira