Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2025 07:48 Edmundo González, forsetaframbjóðandi venesúelsku stjórnarandstöðunnar, þegar hann hlaut Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins sem eru veitt baráttufólki fyrir mannréttindum og hugsunarfrelsi í desember. Vísir/EPA Ríkisstjórn Venesúela býður hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar á annan tug milljóna króna í verðlaun. Frambjóðandinn hefur heitið því að snúa aftur úr útlegð fyrir embættistöku Nicolás Maduro forseta. Edmundo González hlaut pólitískt hæli á Spáni eftir að hann flúði heimalandið í kjölfar umdeildra forsetakosninga síðasta sumar. Stjórnarandstaðan sakaði Maduro um að hafa rangt við og lagði fram gögn sem véfengdu opinber kosningaúrslit. Alþjóðlegir eftirlitsmenn gagnrýndu framkvæmd kosninganna og skort á gegnsæi í talningu atkvæða. Stjórn Maduro brást við með því að reyna að handtaka González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. González sá sér þann kost vænstan að flýja land í september eftir að hann var ákærður fyrir samsæri og skjalafals. González boðaði að hann ætlaði að snúa aftur til Venesúela fyrir embættistöku Maduro sem fer fram næsta föstudag. Venesúelönsk stjórnvöld bjóða nú 100.000 dollara verðlaunafé til höfuðs honum, jafnvirði rúmra fjórtán milljóna íslenskra króna, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna skipaði stjórnvöldum í Caracas að eyða engum kjörgögnum frá forsetakosningunum í síðasta mánuði. Stjórnarandstaðan í Venesúela segir að González hafi verið raunverulegur sigurvegari kosninganna. Hún lagði fram gögn um 80 prósent talningarskráa úr kosningunum sem hún sagði sýna þetta svart á hvítu. Venesúela Mannréttindi Tengdar fréttir Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. 23. september 2024 09:01 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Edmundo González hlaut pólitískt hæli á Spáni eftir að hann flúði heimalandið í kjölfar umdeildra forsetakosninga síðasta sumar. Stjórnarandstaðan sakaði Maduro um að hafa rangt við og lagði fram gögn sem véfengdu opinber kosningaúrslit. Alþjóðlegir eftirlitsmenn gagnrýndu framkvæmd kosninganna og skort á gegnsæi í talningu atkvæða. Stjórn Maduro brást við með því að reyna að handtaka González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. González sá sér þann kost vænstan að flýja land í september eftir að hann var ákærður fyrir samsæri og skjalafals. González boðaði að hann ætlaði að snúa aftur til Venesúela fyrir embættistöku Maduro sem fer fram næsta föstudag. Venesúelönsk stjórnvöld bjóða nú 100.000 dollara verðlaunafé til höfuðs honum, jafnvirði rúmra fjórtán milljóna íslenskra króna, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna skipaði stjórnvöldum í Caracas að eyða engum kjörgögnum frá forsetakosningunum í síðasta mánuði. Stjórnarandstaðan í Venesúela segir að González hafi verið raunverulegur sigurvegari kosninganna. Hún lagði fram gögn um 80 prósent talningarskráa úr kosningunum sem hún sagði sýna þetta svart á hvítu.
Venesúela Mannréttindi Tengdar fréttir Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. 23. september 2024 09:01 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. 23. september 2024 09:01
Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49
SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent