Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2025 07:30 Dagný Brynjarsdóttir með sonum sínum Brynjari Atla og Andreas Leó sem báðir eru Ómarssynir. Myndin er tekin eftir leik með West Ham. @dagnybrynjars Íslenska knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir þurfti að skilja syni sína eftir á Íslandi þegar hún fór aftur til vinnu sinnar í Englandi. Dagný er atvinnukona hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham og framundan er seinni hluti tímabilsins. Hún hefur lagt mikla vinnu á sig í endurkomunni eftir að hafa eignast sitt annað barn í febrúar. Nú er tími til að uppskera og skila mikilvægu hlutverki á miðjunni hjá West Ham. Dagný sagði frá því á samfélagsmiðlum hversu erfitt það var að skilja strákana sína eftir á Íslandi. Brynjar Atli er sex ára og Andreas Leó er tíu mánaða. „Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi. Þakklát fyrir að hafa varið nýársmorgni með fjölskyldunni en kveðjustundin í dag var erfið þrátt fyrir að ég hafi haft tvo mánuði til að undirbúa mig,“ skrifaði Dagný. „Málið er að það er oft bara ógeðslega erfitt að vera afreksíþrótta mamma og að búa í öðru landi gerir hlutina oft ennþá erfiðari,“ skrifaði Dagný. Hún er ein af mörgum íslenskum íþróttakonum sem hafa sýnt og það og sannað að það er möguleiki að komast aftur í fremstu röð eftir barnsburð. „Í dag flaug ég alein út. Strákarnir voru eftir á Íslandi með pabba sínum þar sem hann þarf líka að mæta til vinnu og stuðningsnetið okkar er þar,“ skrifaði Dagný. „Ég þarf á hjálp að halda í næsta mánuði og valdi að nýta aðstoðina frekar þá. Ég hef aldrei kvatt yngri son minn fyrr en í morgun. Hann fékk líka seinustu brjóstagjöfina í dag sem gerir allt örugglega miklu erfiðara enda er hann brjóstasjúkur og við höfum elskað þennan tíma saman,“ skrifaði Dagný. „Ég veit hins vegar að fyrir sjálfa mig og mína orku inn á vellinum að þá er það best að þessu ljúki núna þó að ég sé langt frá því tilbúin til þess,“ skrifaði Dagný. Dagný hefur sýnt mikinn styrk í að halda áfram á hæsta stigi fótboltans þrátt fyrir að hafa eignast barn númer tvö. Það sést samt á þessum pistli hennar að þetta kallar á miklar fórnir sem reyna gríðarlega mikið á móðurhjartað. Sjá má pistil hennar hér fyrir neðan. @dagnybrynjars Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
Dagný er atvinnukona hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham og framundan er seinni hluti tímabilsins. Hún hefur lagt mikla vinnu á sig í endurkomunni eftir að hafa eignast sitt annað barn í febrúar. Nú er tími til að uppskera og skila mikilvægu hlutverki á miðjunni hjá West Ham. Dagný sagði frá því á samfélagsmiðlum hversu erfitt það var að skilja strákana sína eftir á Íslandi. Brynjar Atli er sex ára og Andreas Leó er tíu mánaða. „Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi. Þakklát fyrir að hafa varið nýársmorgni með fjölskyldunni en kveðjustundin í dag var erfið þrátt fyrir að ég hafi haft tvo mánuði til að undirbúa mig,“ skrifaði Dagný. „Málið er að það er oft bara ógeðslega erfitt að vera afreksíþrótta mamma og að búa í öðru landi gerir hlutina oft ennþá erfiðari,“ skrifaði Dagný. Hún er ein af mörgum íslenskum íþróttakonum sem hafa sýnt og það og sannað að það er möguleiki að komast aftur í fremstu röð eftir barnsburð. „Í dag flaug ég alein út. Strákarnir voru eftir á Íslandi með pabba sínum þar sem hann þarf líka að mæta til vinnu og stuðningsnetið okkar er þar,“ skrifaði Dagný. „Ég þarf á hjálp að halda í næsta mánuði og valdi að nýta aðstoðina frekar þá. Ég hef aldrei kvatt yngri son minn fyrr en í morgun. Hann fékk líka seinustu brjóstagjöfina í dag sem gerir allt örugglega miklu erfiðara enda er hann brjóstasjúkur og við höfum elskað þennan tíma saman,“ skrifaði Dagný. „Ég veit hins vegar að fyrir sjálfa mig og mína orku inn á vellinum að þá er það best að þessu ljúki núna þó að ég sé langt frá því tilbúin til þess,“ skrifaði Dagný. Dagný hefur sýnt mikinn styrk í að halda áfram á hæsta stigi fótboltans þrátt fyrir að hafa eignast barn númer tvö. Það sést samt á þessum pistli hennar að þetta kallar á miklar fórnir sem reyna gríðarlega mikið á móðurhjartað. Sjá má pistil hennar hér fyrir neðan. @dagnybrynjars
Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira