Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2025 07:30 Dagný Brynjarsdóttir með sonum sínum Brynjari Atla og Andreas Leó sem báðir eru Ómarssynir. Myndin er tekin eftir leik með West Ham. @dagnybrynjars Íslenska knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir þurfti að skilja syni sína eftir á Íslandi þegar hún fór aftur til vinnu sinnar í Englandi. Dagný er atvinnukona hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham og framundan er seinni hluti tímabilsins. Hún hefur lagt mikla vinnu á sig í endurkomunni eftir að hafa eignast sitt annað barn í febrúar. Nú er tími til að uppskera og skila mikilvægu hlutverki á miðjunni hjá West Ham. Dagný sagði frá því á samfélagsmiðlum hversu erfitt það var að skilja strákana sína eftir á Íslandi. Brynjar Atli er sex ára og Andreas Leó er tíu mánaða. „Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi. Þakklát fyrir að hafa varið nýársmorgni með fjölskyldunni en kveðjustundin í dag var erfið þrátt fyrir að ég hafi haft tvo mánuði til að undirbúa mig,“ skrifaði Dagný. „Málið er að það er oft bara ógeðslega erfitt að vera afreksíþrótta mamma og að búa í öðru landi gerir hlutina oft ennþá erfiðari,“ skrifaði Dagný. Hún er ein af mörgum íslenskum íþróttakonum sem hafa sýnt og það og sannað að það er möguleiki að komast aftur í fremstu röð eftir barnsburð. „Í dag flaug ég alein út. Strákarnir voru eftir á Íslandi með pabba sínum þar sem hann þarf líka að mæta til vinnu og stuðningsnetið okkar er þar,“ skrifaði Dagný. „Ég þarf á hjálp að halda í næsta mánuði og valdi að nýta aðstoðina frekar þá. Ég hef aldrei kvatt yngri son minn fyrr en í morgun. Hann fékk líka seinustu brjóstagjöfina í dag sem gerir allt örugglega miklu erfiðara enda er hann brjóstasjúkur og við höfum elskað þennan tíma saman,“ skrifaði Dagný. „Ég veit hins vegar að fyrir sjálfa mig og mína orku inn á vellinum að þá er það best að þessu ljúki núna þó að ég sé langt frá því tilbúin til þess,“ skrifaði Dagný. Dagný hefur sýnt mikinn styrk í að halda áfram á hæsta stigi fótboltans þrátt fyrir að hafa eignast barn númer tvö. Það sést samt á þessum pistli hennar að þetta kallar á miklar fórnir sem reyna gríðarlega mikið á móðurhjartað. Sjá má pistil hennar hér fyrir neðan. @dagnybrynjars Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Dagný er atvinnukona hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham og framundan er seinni hluti tímabilsins. Hún hefur lagt mikla vinnu á sig í endurkomunni eftir að hafa eignast sitt annað barn í febrúar. Nú er tími til að uppskera og skila mikilvægu hlutverki á miðjunni hjá West Ham. Dagný sagði frá því á samfélagsmiðlum hversu erfitt það var að skilja strákana sína eftir á Íslandi. Brynjar Atli er sex ára og Andreas Leó er tíu mánaða. „Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi. Þakklát fyrir að hafa varið nýársmorgni með fjölskyldunni en kveðjustundin í dag var erfið þrátt fyrir að ég hafi haft tvo mánuði til að undirbúa mig,“ skrifaði Dagný. „Málið er að það er oft bara ógeðslega erfitt að vera afreksíþrótta mamma og að búa í öðru landi gerir hlutina oft ennþá erfiðari,“ skrifaði Dagný. Hún er ein af mörgum íslenskum íþróttakonum sem hafa sýnt og það og sannað að það er möguleiki að komast aftur í fremstu röð eftir barnsburð. „Í dag flaug ég alein út. Strákarnir voru eftir á Íslandi með pabba sínum þar sem hann þarf líka að mæta til vinnu og stuðningsnetið okkar er þar,“ skrifaði Dagný. „Ég þarf á hjálp að halda í næsta mánuði og valdi að nýta aðstoðina frekar þá. Ég hef aldrei kvatt yngri son minn fyrr en í morgun. Hann fékk líka seinustu brjóstagjöfina í dag sem gerir allt örugglega miklu erfiðara enda er hann brjóstasjúkur og við höfum elskað þennan tíma saman,“ skrifaði Dagný. „Ég veit hins vegar að fyrir sjálfa mig og mína orku inn á vellinum að þá er það best að þessu ljúki núna þó að ég sé langt frá því tilbúin til þess,“ skrifaði Dagný. Dagný hefur sýnt mikinn styrk í að halda áfram á hæsta stigi fótboltans þrátt fyrir að hafa eignast barn númer tvö. Það sést samt á þessum pistli hennar að þetta kallar á miklar fórnir sem reyna gríðarlega mikið á móðurhjartað. Sjá má pistil hennar hér fyrir neðan. @dagnybrynjars
Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira