Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. janúar 2025 10:48 Hægt sé að spara milljónir með að skipta yfir í LED götulýsingu. Vísir/Vilhelm Ráðgjafi sveitarfélaga og Vegagerðarinnar segir sveitarfélög geti sparað milljónir með því að nota LED ljós í götulýsingu. Mörg sveitarfélög vinna að því að skipta út götulýsingunni. „Það sem gerist eins og með götulýsinguna að ef þú skiptir yfir í LED þá spara þú orku, að meðaltali 70%,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, stofnandi Liska ehf. og ráðgjafi sveitarfélaga og Vegagerðarinnar, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir það margborga sig fyrir sveitarfélög að skipta yfir í LED ljósgjafa í götulýsingu. Ljósgæðin og birtan sé sú sama og jafnvel betri. „Eins og ef við tökum til dæmis Reykjavík sem ég hef unnið mest fyrir,“ segir Guðjón. „Þeir eiga eftir að endurnýja um einn þriðja af gatnalýsingunni og ef þeir gerðu það gætu þeir sparað hundrað milljónir á ári.“ Guðjón telur að ef að öll sveitarfélög á landinu myndu skipta yfir í LED gatnalýsingu væri hægt að spara um 700 milljónir á ári. Með hækkandi raforkuverði gæti sparnaðurinn verið enn meiri. „Það margborgar sig. Þegar við vorum að byrja á þessu fyrir sex, sjö árum þá var endurgreiðslutíminn í kringum fimm til sjö ár. Núna með hækkandi raforkuverði og svona stöðnun í verði á lömpum þá er þessi tími kominn í kringum tvö til fjögur ár,“ segir Guðjón. „Svona lampar eiga að endast í tuttugu til 25 ár.“ Sveitarfélögin klára mishratt Sveitarfélögin leggi mismikla áherslu á að klára skiptin. Reykjavíkurborg hefur skipt út um þriðjung ljósgjafanna. Þá stefna Akranesbær, Kópavogsbær og Seltjarnarnesbær að klára breytingarnar á þessu ári. Garðabær stefnir á að klára á næstu þremur árum. Mosfellsbær er á svipuðu róli og Reykjavíkurborg, hefur klárað að skipta út um þriðjung. Áherslan núna sé hins vegar að taka alla hvítasilfurslampa og skipta þeim út. Það séu þrjú til fjögur ár að verkefnið klárast. Búið sé að skipta út gatnalýsingunni á Reykjanesbrautinni en breytingin hefur ekki átt sér stað á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru flestir á fullu,“ segir Guðjón. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar segir að LED ljósgjafar séu ekki perur heldur glóandi rafrás eða hálfleiðari. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bítið Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Mosfellsbær Akranes Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
„Það sem gerist eins og með götulýsinguna að ef þú skiptir yfir í LED þá spara þú orku, að meðaltali 70%,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, stofnandi Liska ehf. og ráðgjafi sveitarfélaga og Vegagerðarinnar, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir það margborga sig fyrir sveitarfélög að skipta yfir í LED ljósgjafa í götulýsingu. Ljósgæðin og birtan sé sú sama og jafnvel betri. „Eins og ef við tökum til dæmis Reykjavík sem ég hef unnið mest fyrir,“ segir Guðjón. „Þeir eiga eftir að endurnýja um einn þriðja af gatnalýsingunni og ef þeir gerðu það gætu þeir sparað hundrað milljónir á ári.“ Guðjón telur að ef að öll sveitarfélög á landinu myndu skipta yfir í LED gatnalýsingu væri hægt að spara um 700 milljónir á ári. Með hækkandi raforkuverði gæti sparnaðurinn verið enn meiri. „Það margborgar sig. Þegar við vorum að byrja á þessu fyrir sex, sjö árum þá var endurgreiðslutíminn í kringum fimm til sjö ár. Núna með hækkandi raforkuverði og svona stöðnun í verði á lömpum þá er þessi tími kominn í kringum tvö til fjögur ár,“ segir Guðjón. „Svona lampar eiga að endast í tuttugu til 25 ár.“ Sveitarfélögin klára mishratt Sveitarfélögin leggi mismikla áherslu á að klára skiptin. Reykjavíkurborg hefur skipt út um þriðjung ljósgjafanna. Þá stefna Akranesbær, Kópavogsbær og Seltjarnarnesbær að klára breytingarnar á þessu ári. Garðabær stefnir á að klára á næstu þremur árum. Mosfellsbær er á svipuðu róli og Reykjavíkurborg, hefur klárað að skipta út um þriðjung. Áherslan núna sé hins vegar að taka alla hvítasilfurslampa og skipta þeim út. Það séu þrjú til fjögur ár að verkefnið klárast. Búið sé að skipta út gatnalýsingunni á Reykjanesbrautinni en breytingin hefur ekki átt sér stað á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru flestir á fullu,“ segir Guðjón. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar segir að LED ljósgjafar séu ekki perur heldur glóandi rafrás eða hálfleiðari. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bítið Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Mosfellsbær Akranes Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira