Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2025 12:00 Saquon Barkley verður hvíldur í síðasta deildarleik Philadelphia Eagles en framundan er úrslitakeppnin þar sem liðið ætlar sér að ná langt. Getty/Mitchell Leff Saquon Barkley, hlaupari Philadelphia Eagles, á möguleika á því að bæta eitt virtasta og eftirsóttasta metið í NFL-deildinni en nú lítur út fyrir það að hann fái hreinlega ekki tækifæri til þess. Það eru þó ekki meiðsli, leikbann eða annað slíkt sem kemur í veg fyrr það. Nick Sirianni, þjálfari Eagles, hefur tekið þá ákvörðun að hvíla alla lykilmenn liðsins og Barkley er að sjálfsögðu í þeim hópi. Liðið hefur þegar tryggt sér sæti og stöðu í úrslitakeppninni og ekkert breytir því í lokaumferðinni. Barkley, sem hefur átt magnað fyrsta tímabil með Eagles, varð í síðasta leik aðeins níundi leikmaður sögunnar til að komast yfir tvö þúsund hlaupajarda á einu tímabili. Barkley hefur alls farið 2005 jarda með boltann í höndunum í leikjum sextán og er nú aðeins 101 jarda frá metinu sem er í eigu Eric Dickerson og var sett árið 1984. Dickerson spilaði bara sextán leiki en það voru fleiri leikir í tímabilinu þá. Dickerson bætti þá met O. J. Simpson sem var sá fyrsti i sögunni til að komast yfir tvö þúsund jarda. Simpson náði því í aðeins fjórtán leikjum. Barkley hefur náð að fara yfir hundrað jarda í ellefu af sextán leikjum sínum. Það ættu því að vera góðar líkur á því að hann myndi slá metið fengi hann að spila. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) NFL Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Það eru þó ekki meiðsli, leikbann eða annað slíkt sem kemur í veg fyrr það. Nick Sirianni, þjálfari Eagles, hefur tekið þá ákvörðun að hvíla alla lykilmenn liðsins og Barkley er að sjálfsögðu í þeim hópi. Liðið hefur þegar tryggt sér sæti og stöðu í úrslitakeppninni og ekkert breytir því í lokaumferðinni. Barkley, sem hefur átt magnað fyrsta tímabil með Eagles, varð í síðasta leik aðeins níundi leikmaður sögunnar til að komast yfir tvö þúsund hlaupajarda á einu tímabili. Barkley hefur alls farið 2005 jarda með boltann í höndunum í leikjum sextán og er nú aðeins 101 jarda frá metinu sem er í eigu Eric Dickerson og var sett árið 1984. Dickerson spilaði bara sextán leiki en það voru fleiri leikir í tímabilinu þá. Dickerson bætti þá met O. J. Simpson sem var sá fyrsti i sögunni til að komast yfir tvö þúsund jarda. Simpson náði því í aðeins fjórtán leikjum. Barkley hefur náð að fara yfir hundrað jarda í ellefu af sextán leikjum sínum. Það ættu því að vera góðar líkur á því að hann myndi slá metið fengi hann að spila. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore)
NFL Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira