Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 16:15 Michael van Gerwen og Chris Dobey eru komnir í undanúrslit. Vísir/Getty Chris Dobey og Michael van Gerwen tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir sigra í æsispennandi viðureignum í Alexandra Palace. Í fyrstu viðureign dagsins mættust „Ísmaðurinn“ Gerwyn Price og Englendingurinn Chris Dobey. Price varð heimsmeistari árið 2021 en Dobey var að freista þess að komast í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn á sínum ferli. Í upphafi leiks leit út fyrir að Dobey þyrfti að bíða lengur eftir tækifærinu til að komast í undanúrslit. Price vann fyrstu tvo settin nokkuð örugglega en fimm sett þarf til að fara með sigur af hólmi í leiknum. Chris Dobey fagnaði innilega þegar sigurinn var í höfn enda kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.Vísir/Getty Dobey sneri hins vegar leiknum sér í vil á augabragði. Price gekk hörmulega að hitta í tvöföldu reitina til að klára leggina og Dobey gekk á lagið. Hann vann fjögur sett í röð og komst í 4-2. Hann fékk gott tækifæri til að tryggja sér sigur í sjöunda settinu en klikkaði á fimm pílum í röð sem hefðu tryggt sigurinn. Price minnkaði muninn í 4-3 en í áttunda settinu náði Dobey að standast pressuna og tryggði sér 5-3 sigur í settum. Hæsti gæðaflokkur hjá Rydz og MVG Viðureign Callan Rydz og Michael van Gerwen sem fylgdi í kjölfarið var stórkostleg skemmtun. Leikurinn var jafn í upphafi og skiptust þeir Rydz og van Gerwen á að vinna leggi. Þegar staðan var 2-2 í settum skipti van Gerwen í næsta gír og sýndi takta sem hann hefur sýnt píluáhugamönnum áður. Hann raðaði inn stórum tölum og Rydz gat lítið að gert þrátt fyrir að vera að spila ágætlega sjálfur. Van Gerwen komst í 4-2 og var með leikinn í hendi sér. Þá vaknaði Rydz hins vegar á nýjan leik. Hann spilaði stórkostlega í sjöunda settinu og minnkaði muninn í 4-3. RYDZ NOT LYING DOWN!!This is real grit and determination from Rydz as he breaks Van Gerwen and now has the darts to stay in the match!📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/GOgcwuyeDN— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í áttunda settinu byrjaði Rydz betur en van Gerwen svaraði og settið fór í oddalegg. Þar fékk Rydz tvær pílur til að tryggja sér oddasett en klikkaði og það nýtti van Gerwen sér. Hann kláraði með því að hitta í tvöfaldan sextán með síðustu pílunni og tryggja sér þar með sæti í undanúrslitum. VAN GERWEN WINS AN ALL-TIME CLASSIC AGAINST RYDZ!! 🤯Both averaging over 103, with 31x180s hit between them but Michael van Gerwen gets over the line to keep hopes of a fourth world title alive!Pushed all the way by a magnificent Callan Rydz 👏#WCDarts pic.twitter.com/3dEDRgImTi— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Alls náðu þeir Rydz og van Gerwen að skora 180 stig í þrjátíu og eitt skipti í leiknum og voru báðir með meðaltal yfir 100 stig. Pílukast Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Í fyrstu viðureign dagsins mættust „Ísmaðurinn“ Gerwyn Price og Englendingurinn Chris Dobey. Price varð heimsmeistari árið 2021 en Dobey var að freista þess að komast í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn á sínum ferli. Í upphafi leiks leit út fyrir að Dobey þyrfti að bíða lengur eftir tækifærinu til að komast í undanúrslit. Price vann fyrstu tvo settin nokkuð örugglega en fimm sett þarf til að fara með sigur af hólmi í leiknum. Chris Dobey fagnaði innilega þegar sigurinn var í höfn enda kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.Vísir/Getty Dobey sneri hins vegar leiknum sér í vil á augabragði. Price gekk hörmulega að hitta í tvöföldu reitina til að klára leggina og Dobey gekk á lagið. Hann vann fjögur sett í röð og komst í 4-2. Hann fékk gott tækifæri til að tryggja sér sigur í sjöunda settinu en klikkaði á fimm pílum í röð sem hefðu tryggt sigurinn. Price minnkaði muninn í 4-3 en í áttunda settinu náði Dobey að standast pressuna og tryggði sér 5-3 sigur í settum. Hæsti gæðaflokkur hjá Rydz og MVG Viðureign Callan Rydz og Michael van Gerwen sem fylgdi í kjölfarið var stórkostleg skemmtun. Leikurinn var jafn í upphafi og skiptust þeir Rydz og van Gerwen á að vinna leggi. Þegar staðan var 2-2 í settum skipti van Gerwen í næsta gír og sýndi takta sem hann hefur sýnt píluáhugamönnum áður. Hann raðaði inn stórum tölum og Rydz gat lítið að gert þrátt fyrir að vera að spila ágætlega sjálfur. Van Gerwen komst í 4-2 og var með leikinn í hendi sér. Þá vaknaði Rydz hins vegar á nýjan leik. Hann spilaði stórkostlega í sjöunda settinu og minnkaði muninn í 4-3. RYDZ NOT LYING DOWN!!This is real grit and determination from Rydz as he breaks Van Gerwen and now has the darts to stay in the match!📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/GOgcwuyeDN— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í áttunda settinu byrjaði Rydz betur en van Gerwen svaraði og settið fór í oddalegg. Þar fékk Rydz tvær pílur til að tryggja sér oddasett en klikkaði og það nýtti van Gerwen sér. Hann kláraði með því að hitta í tvöfaldan sextán með síðustu pílunni og tryggja sér þar með sæti í undanúrslitum. VAN GERWEN WINS AN ALL-TIME CLASSIC AGAINST RYDZ!! 🤯Both averaging over 103, with 31x180s hit between them but Michael van Gerwen gets over the line to keep hopes of a fourth world title alive!Pushed all the way by a magnificent Callan Rydz 👏#WCDarts pic.twitter.com/3dEDRgImTi— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Alls náðu þeir Rydz og van Gerwen að skora 180 stig í þrjátíu og eitt skipti í leiknum og voru báðir með meðaltal yfir 100 stig.
Pílukast Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira