Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 16:15 Michael van Gerwen og Chris Dobey eru komnir í undanúrslit. Vísir/Getty Chris Dobey og Michael van Gerwen tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir sigra í æsispennandi viðureignum í Alexandra Palace. Í fyrstu viðureign dagsins mættust „Ísmaðurinn“ Gerwyn Price og Englendingurinn Chris Dobey. Price varð heimsmeistari árið 2021 en Dobey var að freista þess að komast í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn á sínum ferli. Í upphafi leiks leit út fyrir að Dobey þyrfti að bíða lengur eftir tækifærinu til að komast í undanúrslit. Price vann fyrstu tvo settin nokkuð örugglega en fimm sett þarf til að fara með sigur af hólmi í leiknum. Chris Dobey fagnaði innilega þegar sigurinn var í höfn enda kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.Vísir/Getty Dobey sneri hins vegar leiknum sér í vil á augabragði. Price gekk hörmulega að hitta í tvöföldu reitina til að klára leggina og Dobey gekk á lagið. Hann vann fjögur sett í röð og komst í 4-2. Hann fékk gott tækifæri til að tryggja sér sigur í sjöunda settinu en klikkaði á fimm pílum í röð sem hefðu tryggt sigurinn. Price minnkaði muninn í 4-3 en í áttunda settinu náði Dobey að standast pressuna og tryggði sér 5-3 sigur í settum. Hæsti gæðaflokkur hjá Rydz og MVG Viðureign Callan Rydz og Michael van Gerwen sem fylgdi í kjölfarið var stórkostleg skemmtun. Leikurinn var jafn í upphafi og skiptust þeir Rydz og van Gerwen á að vinna leggi. Þegar staðan var 2-2 í settum skipti van Gerwen í næsta gír og sýndi takta sem hann hefur sýnt píluáhugamönnum áður. Hann raðaði inn stórum tölum og Rydz gat lítið að gert þrátt fyrir að vera að spila ágætlega sjálfur. Van Gerwen komst í 4-2 og var með leikinn í hendi sér. Þá vaknaði Rydz hins vegar á nýjan leik. Hann spilaði stórkostlega í sjöunda settinu og minnkaði muninn í 4-3. RYDZ NOT LYING DOWN!!This is real grit and determination from Rydz as he breaks Van Gerwen and now has the darts to stay in the match!📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/GOgcwuyeDN— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í áttunda settinu byrjaði Rydz betur en van Gerwen svaraði og settið fór í oddalegg. Þar fékk Rydz tvær pílur til að tryggja sér oddasett en klikkaði og það nýtti van Gerwen sér. Hann kláraði með því að hitta í tvöfaldan sextán með síðustu pílunni og tryggja sér þar með sæti í undanúrslitum. VAN GERWEN WINS AN ALL-TIME CLASSIC AGAINST RYDZ!! 🤯Both averaging over 103, with 31x180s hit between them but Michael van Gerwen gets over the line to keep hopes of a fourth world title alive!Pushed all the way by a magnificent Callan Rydz 👏#WCDarts pic.twitter.com/3dEDRgImTi— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Alls náðu þeir Rydz og van Gerwen að skora 180 stig í þrjátíu og eitt skipti í leiknum og voru báðir með meðaltal yfir 100 stig. Pílukast Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Í fyrstu viðureign dagsins mættust „Ísmaðurinn“ Gerwyn Price og Englendingurinn Chris Dobey. Price varð heimsmeistari árið 2021 en Dobey var að freista þess að komast í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn á sínum ferli. Í upphafi leiks leit út fyrir að Dobey þyrfti að bíða lengur eftir tækifærinu til að komast í undanúrslit. Price vann fyrstu tvo settin nokkuð örugglega en fimm sett þarf til að fara með sigur af hólmi í leiknum. Chris Dobey fagnaði innilega þegar sigurinn var í höfn enda kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.Vísir/Getty Dobey sneri hins vegar leiknum sér í vil á augabragði. Price gekk hörmulega að hitta í tvöföldu reitina til að klára leggina og Dobey gekk á lagið. Hann vann fjögur sett í röð og komst í 4-2. Hann fékk gott tækifæri til að tryggja sér sigur í sjöunda settinu en klikkaði á fimm pílum í röð sem hefðu tryggt sigurinn. Price minnkaði muninn í 4-3 en í áttunda settinu náði Dobey að standast pressuna og tryggði sér 5-3 sigur í settum. Hæsti gæðaflokkur hjá Rydz og MVG Viðureign Callan Rydz og Michael van Gerwen sem fylgdi í kjölfarið var stórkostleg skemmtun. Leikurinn var jafn í upphafi og skiptust þeir Rydz og van Gerwen á að vinna leggi. Þegar staðan var 2-2 í settum skipti van Gerwen í næsta gír og sýndi takta sem hann hefur sýnt píluáhugamönnum áður. Hann raðaði inn stórum tölum og Rydz gat lítið að gert þrátt fyrir að vera að spila ágætlega sjálfur. Van Gerwen komst í 4-2 og var með leikinn í hendi sér. Þá vaknaði Rydz hins vegar á nýjan leik. Hann spilaði stórkostlega í sjöunda settinu og minnkaði muninn í 4-3. RYDZ NOT LYING DOWN!!This is real grit and determination from Rydz as he breaks Van Gerwen and now has the darts to stay in the match!📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/GOgcwuyeDN— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í áttunda settinu byrjaði Rydz betur en van Gerwen svaraði og settið fór í oddalegg. Þar fékk Rydz tvær pílur til að tryggja sér oddasett en klikkaði og það nýtti van Gerwen sér. Hann kláraði með því að hitta í tvöfaldan sextán með síðustu pílunni og tryggja sér þar með sæti í undanúrslitum. VAN GERWEN WINS AN ALL-TIME CLASSIC AGAINST RYDZ!! 🤯Both averaging over 103, with 31x180s hit between them but Michael van Gerwen gets over the line to keep hopes of a fourth world title alive!Pushed all the way by a magnificent Callan Rydz 👏#WCDarts pic.twitter.com/3dEDRgImTi— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Alls náðu þeir Rydz og van Gerwen að skora 180 stig í þrjátíu og eitt skipti í leiknum og voru báðir með meðaltal yfir 100 stig.
Pílukast Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira