Innlent

Stunguárás og á­lag á bráða­mót­töku vegna ofbeldismála

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12:00. vísir

Tveir eru alvarlega særðir og annar þeirra í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. Þrír voru handteknir á vettvangi.

Mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á nýársnótt, sem einkum má rekja til ölvunar og áverka vegna ofbeldis. Tveir leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa í nótt sem er minna en oft áður.

Svifryksmengun vegna flugelda mældist langt yfir hættumörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma.

Þetta og fleira í Hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×