Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. janúar 2025 11:00 Það býður enginn upp á meiri skemmtun og meiri spennu á nýársdag heldur en strákarnir í Blökastinu. Nýársbingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 15:00 í dag nýársdag. Vinningarnir eru risa stórir og strákarnir lofa stuði og stemningu á degi þar sem hingað til hefur aldrei verið neitt að gera. Þetta er í annað skipti sem þríeykið heldur bingó á nýársdag. Horfa má á útsendinguna í beinni hér fyrir neðan en til að taka þátt þarf að vera áskrifandi að Blökastinu líkt og útskýrt er betur neðar í fréttinni. „Það hefur alltaf vantað eitthvað að gera á nýársdag, allt lokað og allir heima. Nú getur fólk hent sér í sófann á nýju ári og spilað bingó! Þetta er stemnings-bingó, við erum í gír og vonandi áhorfendur líka, ég sé það allavega fyrir mér þegar fólk fær bingó að það standi upp í sófanum og öskri BINGÓ,“ segir Steindi jr. Stórglæsilegir vinningar 150.000 kr. inneign frá Nettó í Nettó-appinu 100.000 kr. gjafabréf frá PLAY Playstation 5 pro Árskort í Lúxus-salinn frá Sambíóunum Úlpa frá 66° Norður Gjafabréf frá Hótel Selfoss Ársbirgðir af Lite bjór eða Pepsi Max frá Ölgerðinni Heilsupakki sem inniheldur árskort í Sporthúsið, 50.000 kr. Gjafabréf í Fitness Sport & árskort í appþjálfun hjá Fjarþjálfun.is Ársbirgðir af Happy Hydrate Ársáskrift af Stöð 2+ Rúm frá Dorma Svona tekurðu þátt Allir geta horft á útsendinguna en til þess að fá bingóspjöld þarf að gerast áskrifandi að hlaðvarpi þeirra félaga, Blökastinu. Það er gert með því að fara á fm95blo.is, gerast áskrifandi og smella svo á rauða bingótakkann sem birtist efst á síðunni 27. desember. Áskrifendur Blökastsins skrá sig inn á fm95blö.is, smella á "SÆKJA BINGÓ SPJÖLD" takkann sem fer með þá á hlekk þar sem þeir geta sótt sér þrjú spjöld. Þeir sem vilja taka þátt fara á hlekkinn, skrifa fullt nafn og slá inn símanúmer. Síðan skrá þeir sig inn með tölunum sem sendar eru með smáskilaboðum í það símanúmer. Þá eru spjöldin orðin virk. Athugið að spjöldum er úthlutað á símanúmer, hægt er að skrá sama símanúmer í fleiri en eitt tæki en þá koma sömu spjöld. Tækin muna eftir innskráningunni þannig að hægt er að fara af síðunni og koma aftur. Hægt er að sækja spjöld með öllum símanúmerum. Ýttu á Bingó-takkann Síðan er um að gera að fylgjast vandlega með því þegar strákarnir draga út tölurnar. Ef þú skyldir fá bingó áttu að ýta á Bingó-takkann neðst á spjaldinu um leið. Ef þú ert í stuði er gott að gera eins og Steindi segir, standa upp í sófanum og kalla „BINGÓ!“ Eins og áður sagði má finna nánari upplýsingar á vef Tals hér á Vísi. FM95BLÖ Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Þetta er í annað skipti sem þríeykið heldur bingó á nýársdag. Horfa má á útsendinguna í beinni hér fyrir neðan en til að taka þátt þarf að vera áskrifandi að Blökastinu líkt og útskýrt er betur neðar í fréttinni. „Það hefur alltaf vantað eitthvað að gera á nýársdag, allt lokað og allir heima. Nú getur fólk hent sér í sófann á nýju ári og spilað bingó! Þetta er stemnings-bingó, við erum í gír og vonandi áhorfendur líka, ég sé það allavega fyrir mér þegar fólk fær bingó að það standi upp í sófanum og öskri BINGÓ,“ segir Steindi jr. Stórglæsilegir vinningar 150.000 kr. inneign frá Nettó í Nettó-appinu 100.000 kr. gjafabréf frá PLAY Playstation 5 pro Árskort í Lúxus-salinn frá Sambíóunum Úlpa frá 66° Norður Gjafabréf frá Hótel Selfoss Ársbirgðir af Lite bjór eða Pepsi Max frá Ölgerðinni Heilsupakki sem inniheldur árskort í Sporthúsið, 50.000 kr. Gjafabréf í Fitness Sport & árskort í appþjálfun hjá Fjarþjálfun.is Ársbirgðir af Happy Hydrate Ársáskrift af Stöð 2+ Rúm frá Dorma Svona tekurðu þátt Allir geta horft á útsendinguna en til þess að fá bingóspjöld þarf að gerast áskrifandi að hlaðvarpi þeirra félaga, Blökastinu. Það er gert með því að fara á fm95blo.is, gerast áskrifandi og smella svo á rauða bingótakkann sem birtist efst á síðunni 27. desember. Áskrifendur Blökastsins skrá sig inn á fm95blö.is, smella á "SÆKJA BINGÓ SPJÖLD" takkann sem fer með þá á hlekk þar sem þeir geta sótt sér þrjú spjöld. Þeir sem vilja taka þátt fara á hlekkinn, skrifa fullt nafn og slá inn símanúmer. Síðan skrá þeir sig inn með tölunum sem sendar eru með smáskilaboðum í það símanúmer. Þá eru spjöldin orðin virk. Athugið að spjöldum er úthlutað á símanúmer, hægt er að skrá sama símanúmer í fleiri en eitt tæki en þá koma sömu spjöld. Tækin muna eftir innskráningunni þannig að hægt er að fara af síðunni og koma aftur. Hægt er að sækja spjöld með öllum símanúmerum. Ýttu á Bingó-takkann Síðan er um að gera að fylgjast vandlega með því þegar strákarnir draga út tölurnar. Ef þú skyldir fá bingó áttu að ýta á Bingó-takkann neðst á spjaldinu um leið. Ef þú ert í stuði er gott að gera eins og Steindi segir, standa upp í sófanum og kalla „BINGÓ!“ Eins og áður sagði má finna nánari upplýsingar á vef Tals hér á Vísi.
FM95BLÖ Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira