Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 15:42 Hjúkrunarfræðingar hafa nú einnig undirritað stofnanasamninga við tvo af stærstu vinnuveitendum stéttarinnar á Íslandi, þeirra á meðal Landspítalann. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Til viðbótar við 3,25 til 3,5 prósenta launahækkun, sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum hjúkrunarfræðinga við ríki og sveitarfélög, hækka laun hjúkrunarfræðinga í gegnum breytingar á launatöflu. Breytingarnar fela í sér samræmi við launatöflur margra stétta innan BHM. Þá hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga undirritað stofnanasamninga við Landspítalann og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tvo stærstu vinnuveitendur stéttarinnar á landinu. Samtöl eru einnig hafin við aðrar heilbrigðisstofnanir. Formaður Félags hjúkurnarfræðinga fagnar mjög þeim áfanga sem náðst hafi í kjaraviðræðunum, en í fyrsta sinn í rúman áratug hafi hjúkrunarfræðingar samþykkt miðlæga kjarasamninga með yfirgnæfandi meirihluta, en launataflan sem nú er stuðst við er sú sama og í kjarasamningum BHM. „Það að vera loksins komin í sömu launatöflu, það eykur þá möguleikana á samanburði á virði starfa og milli starfa,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, forðmaður félagsins í samtali við Vísi. Upp um tvo launaflokka en engin framlög í vísindasjóð Nýr kjarasamningur FÍH við ríkið var samþykktur með með 85,63% atkvæða í lok nóvember og gildir afturvirkt frá 1. apríl á þessu ári til 31. mars 2028. Samningurinn kveður meðal annars á um 3,25% hækkun launa í ár og svo um 3,5% á ári út samningstímann. Þá eigi sér stað vörpun á launatöflu félagsins sem er í samræmi við launatöflur háskólamenntaðra stétta innan BHM. „Til að enginn lækki í launum við vörpun í nýja launatöflu skulu störf raðast 2 launaflokkum ofar en röðun segir til um í stofnanasamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Frá 1. nóvember 2024 mun framlag í vísindasjóð hjúkrunarfræðinga skv. grein 10.4 falla niður. Vörpunin er liður í samræmingu og með þeirri aðgerð telst viljayfirlýsing fjármála- og efnahagsráðherra, dagsett 13. júní 2024 gagnvart hjúkrunarfræðingum, um seinna áfangasamkomulag um jöfnun launa og kjara á milli markaða að fullu uppfyllt,“ segir um þetta efni í nýjum kjarasamningi við ríkið. Þetta felur í sér frekari hækkun umfram þá árlegu hlutfallshækkun launa sem kveðið er á um í nýgerðum samningum. „Það er auðvitað þegar breytt er um launatöflu þá getur það falið það í sér. En það er bara eins og öll BHM félögin sem núna eru þegar í þessari launatöflu fóru í gegnum, hvenær svo sem það hefur verið og í hvaða samningum, af því það verða breytingar á grunnstrúktúrnum að þá getur það haft eitthvað að segja,“ segir Guðbjörg. Hún tjáir sig ekki frekar um hve mikla raunhækkun launa hjúkrunarfræðinga er að ræða en segir ljóst að tekið hafi verið mikilvægt skref í átt að mögulegum samanburði hjúkrunarfræðinga við aðra háskólamenntaða sérfræðinga í sambærilegum störfum. Stofnanasamningar undirritaðir fyrir jól Kjarasamningar FÍH við ríkið og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eru tvískiptir, annars vegar miðlægir kjarasamningar sem kveða almennt á um réttindi og skyldur á borð við orlof, veikindi, vinnutíma og miðlægar launahækkanir, og hins vegar stofnanasamningar við einstaka stofnanir þar sem er að finna röðun starfa hjúkrunarfræðinga í launaflokka, mat á viðbótarmenntun, starfsreynslu og fleira. Nú hefur félagið einnig undirritað stofnanasamninga við tvo af stærstu vinnuveitendum hjúkrunarfræðinga á Íslandi að sögn Guðbjargar. „Við gerðum það fyrir jól, þá endurnýjuðum við hann bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem er mjög stórt. Þannig að við erum búin að skrifa undir nýja stofnanasamninga nú þegar, bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og erum í samtölum við aðrar heilbrigðisstofnanir,“ segir Guðbjörg. „Samtalið er hafið við stofnanirnar að fullum krafti eins og við töluðum um eftir að hafa undirritað samning.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Heilsugæsla Heilbrigðismál Stéttarfélög Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Formaður Félags hjúkurnarfræðinga fagnar mjög þeim áfanga sem náðst hafi í kjaraviðræðunum, en í fyrsta sinn í rúman áratug hafi hjúkrunarfræðingar samþykkt miðlæga kjarasamninga með yfirgnæfandi meirihluta, en launataflan sem nú er stuðst við er sú sama og í kjarasamningum BHM. „Það að vera loksins komin í sömu launatöflu, það eykur þá möguleikana á samanburði á virði starfa og milli starfa,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, forðmaður félagsins í samtali við Vísi. Upp um tvo launaflokka en engin framlög í vísindasjóð Nýr kjarasamningur FÍH við ríkið var samþykktur með með 85,63% atkvæða í lok nóvember og gildir afturvirkt frá 1. apríl á þessu ári til 31. mars 2028. Samningurinn kveður meðal annars á um 3,25% hækkun launa í ár og svo um 3,5% á ári út samningstímann. Þá eigi sér stað vörpun á launatöflu félagsins sem er í samræmi við launatöflur háskólamenntaðra stétta innan BHM. „Til að enginn lækki í launum við vörpun í nýja launatöflu skulu störf raðast 2 launaflokkum ofar en röðun segir til um í stofnanasamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Frá 1. nóvember 2024 mun framlag í vísindasjóð hjúkrunarfræðinga skv. grein 10.4 falla niður. Vörpunin er liður í samræmingu og með þeirri aðgerð telst viljayfirlýsing fjármála- og efnahagsráðherra, dagsett 13. júní 2024 gagnvart hjúkrunarfræðingum, um seinna áfangasamkomulag um jöfnun launa og kjara á milli markaða að fullu uppfyllt,“ segir um þetta efni í nýjum kjarasamningi við ríkið. Þetta felur í sér frekari hækkun umfram þá árlegu hlutfallshækkun launa sem kveðið er á um í nýgerðum samningum. „Það er auðvitað þegar breytt er um launatöflu þá getur það falið það í sér. En það er bara eins og öll BHM félögin sem núna eru þegar í þessari launatöflu fóru í gegnum, hvenær svo sem það hefur verið og í hvaða samningum, af því það verða breytingar á grunnstrúktúrnum að þá getur það haft eitthvað að segja,“ segir Guðbjörg. Hún tjáir sig ekki frekar um hve mikla raunhækkun launa hjúkrunarfræðinga er að ræða en segir ljóst að tekið hafi verið mikilvægt skref í átt að mögulegum samanburði hjúkrunarfræðinga við aðra háskólamenntaða sérfræðinga í sambærilegum störfum. Stofnanasamningar undirritaðir fyrir jól Kjarasamningar FÍH við ríkið og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eru tvískiptir, annars vegar miðlægir kjarasamningar sem kveða almennt á um réttindi og skyldur á borð við orlof, veikindi, vinnutíma og miðlægar launahækkanir, og hins vegar stofnanasamningar við einstaka stofnanir þar sem er að finna röðun starfa hjúkrunarfræðinga í launaflokka, mat á viðbótarmenntun, starfsreynslu og fleira. Nú hefur félagið einnig undirritað stofnanasamninga við tvo af stærstu vinnuveitendum hjúkrunarfræðinga á Íslandi að sögn Guðbjargar. „Við gerðum það fyrir jól, þá endurnýjuðum við hann bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem er mjög stórt. Þannig að við erum búin að skrifa undir nýja stofnanasamninga nú þegar, bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og erum í samtölum við aðrar heilbrigðisstofnanir,“ segir Guðbjörg. „Samtalið er hafið við stofnanirnar að fullum krafti eins og við töluðum um eftir að hafa undirritað samning.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Heilsugæsla Heilbrigðismál Stéttarfélög Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira