Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Aron Guðmundsson skrifar 30. desember 2024 11:32 Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands og Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Samsett mynd Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, segir þrjú landslið vera líklegri en önnur til að standa uppi sem heimsmeistari á komandi stórmóti í janúar. Alfreð setur Ísland og Þýskaland í sama flokk. Lið sem geta strítt þeim líklegustu. Þjóðverjar enduðu í fjórða sæti á Evrópumótinu fyrir rétt tæpu ári síðan og nældu sér svo í silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í París í sumar og spurði blaðamaður Bild Alfreð að því hvort það þýddi að gullverðlaunin kæmu á komandi heimsmeistaramóti. Alfreð svaraði því hlæjandi: „Nei það eru þrjú landslið sem eru á toppnum. Danska landsliðið er sem stendur á undan öðrum, meira að segja án Niklas landin og Mikkel Hansen (sem hættu eftir Ólympíuleikana). Frakkarnir gætu þurft að finna leið án Dika Mem en ég sé þá þarna við toppinn rétt eins og sænska landsliðið. Á eftir þessum liðum ertu með fjögur til sex lið sem geta strítt þessum topp þremur liðum. Við erum eitt þeirra liða.“ Alfreð var þá inntur eftir svörum varðandi það hvaða önnur lið væru á sama stað og Þýskaland. „Króatía, Ísland, Noregur og jafnvel Egyptaland. Ég sé króatíska landsliðið sem eitt af líklegustu liðunum til afreka. Þeirra lið býr yfir mikilli reynslu,“ svaraði Alfreð en Íslendingurinn Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Króatíu.“ Aðspurður um markmið þýska landsliðsins á komandi heimsmeistaramóti hafði Alfreð þetta að segja en Þýskaland er í Evrópuriðli með landsliðum Tékklands, Póllands og Sviss: „Fyrsta markmið er að við vinnum okkar riðil og tökum svo stöðuna. Auðvitað langar okkur að komast í undanúrslit aftur. Vonir okkar standa til þess. Árangur okkar á Ólympíuleikunum sýndi mínum leikmönnum að þeir geta unnið þessi svokölluðu stóru lið. Það gefur þeim meira sjálfstraust. En þessa frammistöðu þurfum við að sýna aftur og aftur.“ HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira
Þjóðverjar enduðu í fjórða sæti á Evrópumótinu fyrir rétt tæpu ári síðan og nældu sér svo í silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í París í sumar og spurði blaðamaður Bild Alfreð að því hvort það þýddi að gullverðlaunin kæmu á komandi heimsmeistaramóti. Alfreð svaraði því hlæjandi: „Nei það eru þrjú landslið sem eru á toppnum. Danska landsliðið er sem stendur á undan öðrum, meira að segja án Niklas landin og Mikkel Hansen (sem hættu eftir Ólympíuleikana). Frakkarnir gætu þurft að finna leið án Dika Mem en ég sé þá þarna við toppinn rétt eins og sænska landsliðið. Á eftir þessum liðum ertu með fjögur til sex lið sem geta strítt þessum topp þremur liðum. Við erum eitt þeirra liða.“ Alfreð var þá inntur eftir svörum varðandi það hvaða önnur lið væru á sama stað og Þýskaland. „Króatía, Ísland, Noregur og jafnvel Egyptaland. Ég sé króatíska landsliðið sem eitt af líklegustu liðunum til afreka. Þeirra lið býr yfir mikilli reynslu,“ svaraði Alfreð en Íslendingurinn Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Króatíu.“ Aðspurður um markmið þýska landsliðsins á komandi heimsmeistaramóti hafði Alfreð þetta að segja en Þýskaland er í Evrópuriðli með landsliðum Tékklands, Póllands og Sviss: „Fyrsta markmið er að við vinnum okkar riðil og tökum svo stöðuna. Auðvitað langar okkur að komast í undanúrslit aftur. Vonir okkar standa til þess. Árangur okkar á Ólympíuleikunum sýndi mínum leikmönnum að þeir geta unnið þessi svokölluðu stóru lið. Það gefur þeim meira sjálfstraust. En þessa frammistöðu þurfum við að sýna aftur og aftur.“
HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira