Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2024 21:32 Svona var um að litast við hús eitt í Augusta í Georgíuríki eftir að Helene reið yfir. Ljóst er að kraftur óveðursins var mikill. Svo mikill að stærðarinnar tré rifnuðu upp með rótum. Joe Raedle/Getty Áhrifa fellibyljarins Helene, sem reið yfir Norður-Ameríku í september, gætir enn meðal bænda en uppskerubrestur varð vegna veðurofsans. Bændur óttast að þeir nái ekki að framleiða eins og þeir þurfa á næsta ári. Bændur um öll Suðurríki Bandaríkjanna urðu fyrir miklu áfalli í kjölfar þess að fellibylurinn Helene reið yfir. Talið er að tjónið nemi um 5,5 milljörðum bandaríkjadala í Georgíuríki einu, sem nemur um 770 milljörðum íslenskra króna. Tjón upp á 60 milljónir Chris Hopkins er einn þeirra bænda sem varð fyrir miklu tjóni, um helmingur bómullar-uppskeru hans bjargðaðist en tjón hans er metið á um 430 þúsund dali, eða um 60 milljónir króna. „Ég tapaði um helmingi uppskerunnar. Hún ýmist fauk í burtu eða plantan var svo löskuð og veðurbarin að við gátum ekki nýtt hana. Helmingur uppskerunanr er farinn. Helene tróð okkur ekki bara um tær, hún hryggbraut okkur,“ segir Hopkins. Hopkins hefur enn ekki náð að klára hreinsunaraðgerðir á býlinu sínu, þar sem hann ræktar bómull, maís og pekanhnetur. Þar má enn sjá ónýtan búnað og tré, sem rifnuðu upp með rótum, liggja sem hráviði á víð og dreif. „Áður en Helene reið yfir stóð hérna lóðrétt geymsla með losunarsnigli. Ég stend hérna þar sem dyrnar voru til að fara inn í korntankinn til að hreinsa hann og vinna við snigilinn. Nú er þetta allt horfið, það má enn sjá brak úr því en korntankurinn sjálfur er lengst í burtu.“ Þurfa aðstoð sem fyrst Hann óttast að framleiðslan verði ekki komin á eðlilegt skrið fyrir næstu uppskerutíð. „Við munum bíta á jaxlinn og gera okkar besta til að reyna að standa við skuldbindingar okkar fyrir '24 og halda áfram '25 í þeirri von að það ár verði betra, með betra afurðaverð og kannski fá eðlilega uppskeru. Við verðum að fá aðstoð og það tímanlega.“ Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Bændur um öll Suðurríki Bandaríkjanna urðu fyrir miklu áfalli í kjölfar þess að fellibylurinn Helene reið yfir. Talið er að tjónið nemi um 5,5 milljörðum bandaríkjadala í Georgíuríki einu, sem nemur um 770 milljörðum íslenskra króna. Tjón upp á 60 milljónir Chris Hopkins er einn þeirra bænda sem varð fyrir miklu tjóni, um helmingur bómullar-uppskeru hans bjargðaðist en tjón hans er metið á um 430 þúsund dali, eða um 60 milljónir króna. „Ég tapaði um helmingi uppskerunnar. Hún ýmist fauk í burtu eða plantan var svo löskuð og veðurbarin að við gátum ekki nýtt hana. Helmingur uppskerunanr er farinn. Helene tróð okkur ekki bara um tær, hún hryggbraut okkur,“ segir Hopkins. Hopkins hefur enn ekki náð að klára hreinsunaraðgerðir á býlinu sínu, þar sem hann ræktar bómull, maís og pekanhnetur. Þar má enn sjá ónýtan búnað og tré, sem rifnuðu upp með rótum, liggja sem hráviði á víð og dreif. „Áður en Helene reið yfir stóð hérna lóðrétt geymsla með losunarsnigli. Ég stend hérna þar sem dyrnar voru til að fara inn í korntankinn til að hreinsa hann og vinna við snigilinn. Nú er þetta allt horfið, það má enn sjá brak úr því en korntankurinn sjálfur er lengst í burtu.“ Þurfa aðstoð sem fyrst Hann óttast að framleiðslan verði ekki komin á eðlilegt skrið fyrir næstu uppskerutíð. „Við munum bíta á jaxlinn og gera okkar besta til að reyna að standa við skuldbindingar okkar fyrir '24 og halda áfram '25 í þeirri von að það ár verði betra, með betra afurðaverð og kannski fá eðlilega uppskeru. Við verðum að fá aðstoð og það tímanlega.“
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira