Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. desember 2024 22:54 Mál Gisele Pelicot hefur vakið heimsathygli en hún fór fram á að málið yrði flutt í heyranda hljóði. Aðgerðasinnar í Frakklandi hafa gert ákall eftir harðari lögum vegna kynferðisbrota í kjölfar þess. EPA Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. Pelicot var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni á níu ára tímabili. Dómar yfir mönnunum féllu fyrir rúmri viku og þeir hafa til mánudags til að ákveða hvort þeir ætla að áfrýja. Mennirnir eiga yfir höfði sér þriggja til tuttugu ára fangelsisdóma. Mál þeirra fimmtán manna sem hafa áfrýjað verða flutt á ný fyrir dómstól í borginni Nimes, að því er kemur fram í frétt Guardian. Dómstóll í Avignon dæmdi 47 menn fyrir nauðgun, tvo menn fyrir tilraun til nauðgunar og tvo fyrir annars konar kynferðisbrot. Að Pelicot undanskildum fengu þeir allir vægari dóm en saksóknarar fóru fram á, en þeir hafa sama frest og hinir dæmdu til að áfrýja dómunum. Meðal þeirra sem hafa áfrýjað dómum sínum er hinn þrítugi Charly Arbo, starfsmaður á vínekru, sem heimsótti Pelicot sex sinnum og hlaut þrettán ára dóm. Redouan El Farihi, fyrrverandi svæfingahjúkrunarfræðingur á sextugsaldri, fékk átta ára dóm og ætlar að áfrýja. Hann sakar Dominique um að hafa platað sig og að hann hafi ekki vitað að Gisele hafi verið byrlað, þrátt fyrir að myndbandsupptökur af verknaðinum sýndu að hún væri bersýnilega meðvitundarlaus. Stéphane Babonneau, lögmaður Gisele Pelicot, segir umbjóðanda sinn munu mæta við réttarhöld þeirra mála sem búið er að áfrýja. Mál Dominique Pelicot Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. 20. desember 2024 10:38 Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. 16. desember 2024 11:31 Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27. nóvember 2024 18:10 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Pelicot var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni á níu ára tímabili. Dómar yfir mönnunum féllu fyrir rúmri viku og þeir hafa til mánudags til að ákveða hvort þeir ætla að áfrýja. Mennirnir eiga yfir höfði sér þriggja til tuttugu ára fangelsisdóma. Mál þeirra fimmtán manna sem hafa áfrýjað verða flutt á ný fyrir dómstól í borginni Nimes, að því er kemur fram í frétt Guardian. Dómstóll í Avignon dæmdi 47 menn fyrir nauðgun, tvo menn fyrir tilraun til nauðgunar og tvo fyrir annars konar kynferðisbrot. Að Pelicot undanskildum fengu þeir allir vægari dóm en saksóknarar fóru fram á, en þeir hafa sama frest og hinir dæmdu til að áfrýja dómunum. Meðal þeirra sem hafa áfrýjað dómum sínum er hinn þrítugi Charly Arbo, starfsmaður á vínekru, sem heimsótti Pelicot sex sinnum og hlaut þrettán ára dóm. Redouan El Farihi, fyrrverandi svæfingahjúkrunarfræðingur á sextugsaldri, fékk átta ára dóm og ætlar að áfrýja. Hann sakar Dominique um að hafa platað sig og að hann hafi ekki vitað að Gisele hafi verið byrlað, þrátt fyrir að myndbandsupptökur af verknaðinum sýndu að hún væri bersýnilega meðvitundarlaus. Stéphane Babonneau, lögmaður Gisele Pelicot, segir umbjóðanda sinn munu mæta við réttarhöld þeirra mála sem búið er að áfrýja.
Mál Dominique Pelicot Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. 20. desember 2024 10:38 Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. 16. desember 2024 11:31 Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27. nóvember 2024 18:10 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. 20. desember 2024 10:38
Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. 16. desember 2024 11:31
Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27. nóvember 2024 18:10