Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. desember 2024 22:54 Mál Gisele Pelicot hefur vakið heimsathygli en hún fór fram á að málið yrði flutt í heyranda hljóði. Aðgerðasinnar í Frakklandi hafa gert ákall eftir harðari lögum vegna kynferðisbrota í kjölfar þess. EPA Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. Pelicot var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni á níu ára tímabili. Dómar yfir mönnunum féllu fyrir rúmri viku og þeir hafa til mánudags til að ákveða hvort þeir ætla að áfrýja. Mennirnir eiga yfir höfði sér þriggja til tuttugu ára fangelsisdóma. Mál þeirra fimmtán manna sem hafa áfrýjað verða flutt á ný fyrir dómstól í borginni Nimes, að því er kemur fram í frétt Guardian. Dómstóll í Avignon dæmdi 47 menn fyrir nauðgun, tvo menn fyrir tilraun til nauðgunar og tvo fyrir annars konar kynferðisbrot. Að Pelicot undanskildum fengu þeir allir vægari dóm en saksóknarar fóru fram á, en þeir hafa sama frest og hinir dæmdu til að áfrýja dómunum. Meðal þeirra sem hafa áfrýjað dómum sínum er hinn þrítugi Charly Arbo, starfsmaður á vínekru, sem heimsótti Pelicot sex sinnum og hlaut þrettán ára dóm. Redouan El Farihi, fyrrverandi svæfingahjúkrunarfræðingur á sextugsaldri, fékk átta ára dóm og ætlar að áfrýja. Hann sakar Dominique um að hafa platað sig og að hann hafi ekki vitað að Gisele hafi verið byrlað, þrátt fyrir að myndbandsupptökur af verknaðinum sýndu að hún væri bersýnilega meðvitundarlaus. Stéphane Babonneau, lögmaður Gisele Pelicot, segir umbjóðanda sinn munu mæta við réttarhöld þeirra mála sem búið er að áfrýja. Mál Dominique Pelicot Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. 20. desember 2024 10:38 Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. 16. desember 2024 11:31 Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27. nóvember 2024 18:10 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Pelicot var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni á níu ára tímabili. Dómar yfir mönnunum féllu fyrir rúmri viku og þeir hafa til mánudags til að ákveða hvort þeir ætla að áfrýja. Mennirnir eiga yfir höfði sér þriggja til tuttugu ára fangelsisdóma. Mál þeirra fimmtán manna sem hafa áfrýjað verða flutt á ný fyrir dómstól í borginni Nimes, að því er kemur fram í frétt Guardian. Dómstóll í Avignon dæmdi 47 menn fyrir nauðgun, tvo menn fyrir tilraun til nauðgunar og tvo fyrir annars konar kynferðisbrot. Að Pelicot undanskildum fengu þeir allir vægari dóm en saksóknarar fóru fram á, en þeir hafa sama frest og hinir dæmdu til að áfrýja dómunum. Meðal þeirra sem hafa áfrýjað dómum sínum er hinn þrítugi Charly Arbo, starfsmaður á vínekru, sem heimsótti Pelicot sex sinnum og hlaut þrettán ára dóm. Redouan El Farihi, fyrrverandi svæfingahjúkrunarfræðingur á sextugsaldri, fékk átta ára dóm og ætlar að áfrýja. Hann sakar Dominique um að hafa platað sig og að hann hafi ekki vitað að Gisele hafi verið byrlað, þrátt fyrir að myndbandsupptökur af verknaðinum sýndu að hún væri bersýnilega meðvitundarlaus. Stéphane Babonneau, lögmaður Gisele Pelicot, segir umbjóðanda sinn munu mæta við réttarhöld þeirra mála sem búið er að áfrýja.
Mál Dominique Pelicot Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. 20. desember 2024 10:38 Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. 16. desember 2024 11:31 Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27. nóvember 2024 18:10 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. 20. desember 2024 10:38
Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. 16. desember 2024 11:31
Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27. nóvember 2024 18:10
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent