Sport

Dag­skráin í dag: Grinda­vík hefur göngu sína

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimildaþáttaröðin Grindavík hefst í kvöld.
Heimildaþáttaröðin Grindavík hefst í kvöld. stöð 2 sport

Ýmislegt verður í boði á sportrásum Stöðvar 2 á þriðja síðasta degi ársins 2024. Meðal annars verður fyrsti þátturinn af Grindavík, nýrri þáttaröð úr smiðju Stöðvar 2 Sports um náttúruhamfarirnar í Grindavík og körfuboltalið bæjarins, sýndur.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19:30 hefst fyrsti þáttur Grindavíkur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Þættirnir eru sex talsins og verða á dagskrá næstu sunnudaga.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 17:55 er komið að beinni útsendingu frá leik Philadelphia Eagles og Dallas Cowboys í NFL-deildinni.

Klukkan 20:20 verður leikur Minnesota Vikings og Green Bay Packers í NFL-deildinni sýndur beint.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 17:55 hefst bein útsending frá NFL Red Zone.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 20:30 verður leikur Orlando Magic og Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta sýndur beint.

Vodafone Sport

Klukkan 12:25 hefst bein útsending frá fyrri þremur leikjum dagsins á heimsmeistaramótinu í pílukasti.

Klukkan 18:55 hefst bein útsending frá seinni þremur leikjum dagsins á HM í pílukasti.

Klukkan 23:05 er svo komið að beinni útsendingu frá leik St. Louis Blues og Buffalo Sabres í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×