Íslandsvinurinn OG Maco látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. desember 2024 10:24 Bandaríski rapparinn OG Maco lést fimmtudaginn 27. desember eftir að hafa verið í dái í tæpar tvær vikur. Getty Bandaríski rapparinn OG Maco er látinn 32 ára að aldri. Hann hafði verið í dái á sjúkrahúsi frá 12. desember eftir að hafa veitt sjálfum sér skotáverka á höfði. TMZ greinir frá andláti Maco, sem hét réttu nafni Chiajulam Ihesiba yngri og var frá bænum College Park í Georgíu-ríki. Maco var fluttur á sjúkrahús í Los Angeles 12. desember eftir að lögreglu hafði borist tilkynning frá nágrönnum hans um skothvell snemma morguns. Hann lést síðan fimmtudaginn 27. desember síðastliðinn, tæpum tveimur vikum síðar, umkringdur fjölskyldu sinni. Samkvæmt heimildamönnum TMZ hafði ástand Maco versnað til muna á undanförnum dögum og reyndist læknum ógerlegt að bjarga honum. Fjölskylda rapparans birti yfirlýsingu um andlátið á Instagram síðu hans á föstudag. View this post on Instagram A post shared by Maco Mattox (OG Maco) (@ogxmaco) „Meðan við syrgjum þennan mikla missi, fögnum við líka hans makalausa lífi sem mun halda áfram að verða fólki innblástur og upplyfting,“ skrifaði fjölskyldan í færslunni. „Áhrif Maco, sem listamanns og manneskju, verða að eilífu grafin í hjörtu okkar.“ Sótti Hlíðarenda og Gullinbrú heim Maco varð frægur árið 2014 fyrir smell sinn „U Guessed It“ sem gat af sér hið enn vinsælla „U Guessed it (Remix)“ með rapparanum 2 Chainz. Vinsældir laganna fleyttu honum á nýliðalista tímaritsins XXL árið 2015 en þangað rata ungir og upprennandi rapparar sem talið er að muni slái í gegn. The Wait Is Over: Here Is the 2015 XXL Freshman Class #xxlfreshmen http://t.co/rlPtlFii0a pic.twitter.com/2JRQHHJFcf— XXL Magazine (@XXL) June 3, 2015 Maco gaf í kjölfarið út þó nokkrar stuttskífur en náði ekki að fylgja vinsældum „U Guessed It“ eftir. Plöturnar The God of Rage og OG MACO komu út 2021 og 2023 en lítið fór fyrir þeim. Á meðan frægðarsól Maco skein skært kom hann til Íslands og spilaði á tvennum tónleikum. Annars vegar hélt hann tónleika á Hendrix á Gullinbrú 15. desember 2016 og hins vegar tróð hann upp með Schoolboy Q á tónleikum þess síðarnefnda í Valshöllinni fjórum dögum síðar, 19. desember. Hér fyrir neðan má heyra helsta slagara OG Maco: Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
TMZ greinir frá andláti Maco, sem hét réttu nafni Chiajulam Ihesiba yngri og var frá bænum College Park í Georgíu-ríki. Maco var fluttur á sjúkrahús í Los Angeles 12. desember eftir að lögreglu hafði borist tilkynning frá nágrönnum hans um skothvell snemma morguns. Hann lést síðan fimmtudaginn 27. desember síðastliðinn, tæpum tveimur vikum síðar, umkringdur fjölskyldu sinni. Samkvæmt heimildamönnum TMZ hafði ástand Maco versnað til muna á undanförnum dögum og reyndist læknum ógerlegt að bjarga honum. Fjölskylda rapparans birti yfirlýsingu um andlátið á Instagram síðu hans á föstudag. View this post on Instagram A post shared by Maco Mattox (OG Maco) (@ogxmaco) „Meðan við syrgjum þennan mikla missi, fögnum við líka hans makalausa lífi sem mun halda áfram að verða fólki innblástur og upplyfting,“ skrifaði fjölskyldan í færslunni. „Áhrif Maco, sem listamanns og manneskju, verða að eilífu grafin í hjörtu okkar.“ Sótti Hlíðarenda og Gullinbrú heim Maco varð frægur árið 2014 fyrir smell sinn „U Guessed It“ sem gat af sér hið enn vinsælla „U Guessed it (Remix)“ með rapparanum 2 Chainz. Vinsældir laganna fleyttu honum á nýliðalista tímaritsins XXL árið 2015 en þangað rata ungir og upprennandi rapparar sem talið er að muni slái í gegn. The Wait Is Over: Here Is the 2015 XXL Freshman Class #xxlfreshmen http://t.co/rlPtlFii0a pic.twitter.com/2JRQHHJFcf— XXL Magazine (@XXL) June 3, 2015 Maco gaf í kjölfarið út þó nokkrar stuttskífur en náði ekki að fylgja vinsældum „U Guessed It“ eftir. Plöturnar The God of Rage og OG MACO komu út 2021 og 2023 en lítið fór fyrir þeim. Á meðan frægðarsól Maco skein skært kom hann til Íslands og spilaði á tvennum tónleikum. Annars vegar hélt hann tónleika á Hendrix á Gullinbrú 15. desember 2016 og hins vegar tróð hann upp með Schoolboy Q á tónleikum þess síðarnefnda í Valshöllinni fjórum dögum síðar, 19. desember. Hér fyrir neðan má heyra helsta slagara OG Maco:
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira