Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Lillý Valgerður Pétursdóttir og Jón Ísak Ragnarsson skrifa 27. desember 2024 20:07 Þorgerður Katrín segir ljóst að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að gera betur þegar kemur að varnarmálum. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt fyrir Íslendinga að efla varnir þegar kemur að neðansjávarstrengjum. Atlantshafsbandalagið ætlar að auka varnarbúnað sinn á Eystrasaltinu eftir að sæstrengur skemmdist á jóladag. Eftir að bilun varð í sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands vaknaði grunur um að flutingaskip sem sem var á leið frá Pétursborg í Rússlandi hafi unnið skemmdarverk á honum en olíuflutningaskipið Eagel S hefur verið kyrrsett vegna atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem grunur er um að Rússar hafi unnið skemmdaverk á svæðinu því tveir aðrir sæstrengir skemmdust fyrir rúmum mánuði. Þorgerður Katrín segir Íslendinga fylgjast vel með gangi mála á svæðinu. „Við þurfum að sjálfsögðu að fylgjast vel með þessum málum í Eystrasaltshafinu og erum í sambandi við bæði Finna og Eista sem eru að skoða þessi tilvik. Við erum að sjá það að kannski frekar illa útbúin skip er að fara frá Rússlandi með olíu og aðrar vörur og það er að gerast of oft að það er verið að skemma sæstrengi.“ „Oft er talað um að þetta sé ákveðinn skuggafloti frá Rússum og það er sérstaklega verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir meðal annars af hálfu Evrópusambandsins hvað þetta viðkemur. Allavega fyrir okkur skiptir máli, sem að reiðum okkur mjög mikið á fjarskiptainnviði neðansjávarstrengi, að við förum í það að efla enn frekar upplýsingaskipti og viðbrögð og varnir þegar að þessu kemur.“ Hún segir varnarmálin hafa verið rædd í stjórnarmyndunarviðræðum ríkisstjórnarflokkanna. „Við ræddum það að efla meðal annars öryggi og varnir landsins hér innan utanríkisráðuneytisins, varnarmálaskrifstofuna, og samþætta þetta enn betur. Það er mikið í húfi fyrir okkur Íslendinga, en við reiðum okkur mikið á fjarskiptainnviði, strengina í sjónum. Við þurfum við að tryggja þessi samskipti við aðrar þjóðir, sérstaklega nágrannaþjóðir okkar mun betur.“ „En ég vil líka undirstrika það að samskiptin hafa verið aukin, sérstaklega við þau nágrannaríki okkar sem tengjast neðansjávarstrengjunum. Skipaeftirlit hefur verið aukið, en það er alveg ljóst á þessum tilvikum núna í Eystrasaltinu að allt Atlantshafsbandalagið verður að gera mun betur og Evrópusambandið líka þegar kemur að þvingunaraðgerðum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sæstrengir NATO Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Eftir að bilun varð í sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands vaknaði grunur um að flutingaskip sem sem var á leið frá Pétursborg í Rússlandi hafi unnið skemmdarverk á honum en olíuflutningaskipið Eagel S hefur verið kyrrsett vegna atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem grunur er um að Rússar hafi unnið skemmdaverk á svæðinu því tveir aðrir sæstrengir skemmdust fyrir rúmum mánuði. Þorgerður Katrín segir Íslendinga fylgjast vel með gangi mála á svæðinu. „Við þurfum að sjálfsögðu að fylgjast vel með þessum málum í Eystrasaltshafinu og erum í sambandi við bæði Finna og Eista sem eru að skoða þessi tilvik. Við erum að sjá það að kannski frekar illa útbúin skip er að fara frá Rússlandi með olíu og aðrar vörur og það er að gerast of oft að það er verið að skemma sæstrengi.“ „Oft er talað um að þetta sé ákveðinn skuggafloti frá Rússum og það er sérstaklega verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir meðal annars af hálfu Evrópusambandsins hvað þetta viðkemur. Allavega fyrir okkur skiptir máli, sem að reiðum okkur mjög mikið á fjarskiptainnviði neðansjávarstrengi, að við förum í það að efla enn frekar upplýsingaskipti og viðbrögð og varnir þegar að þessu kemur.“ Hún segir varnarmálin hafa verið rædd í stjórnarmyndunarviðræðum ríkisstjórnarflokkanna. „Við ræddum það að efla meðal annars öryggi og varnir landsins hér innan utanríkisráðuneytisins, varnarmálaskrifstofuna, og samþætta þetta enn betur. Það er mikið í húfi fyrir okkur Íslendinga, en við reiðum okkur mikið á fjarskiptainnviði, strengina í sjónum. Við þurfum við að tryggja þessi samskipti við aðrar þjóðir, sérstaklega nágrannaþjóðir okkar mun betur.“ „En ég vil líka undirstrika það að samskiptin hafa verið aukin, sérstaklega við þau nágrannaríki okkar sem tengjast neðansjávarstrengjunum. Skipaeftirlit hefur verið aukið, en það er alveg ljóst á þessum tilvikum núna í Eystrasaltinu að allt Atlantshafsbandalagið verður að gera mun betur og Evrópusambandið líka þegar kemur að þvingunaraðgerðum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sæstrengir NATO Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira