Rúnar Pálmason upplýsingafulltrúi Landsbankans segir að atburðarásin hafi öll náðst skýrt og greinilega á öryggismyndavél. Maðurinn hafi bakkað jeppanum í gegnum glervegg á útibúinu, klöngrast gegnum brotið glerið með keðju og fest hana við einn hraðbankann. Að því búnu reyndi maðurinn að aka á brott með hraðbankann í eftirdragi en hraðbankinn setið pikkfastur.
Fréttamaður fór á vettvang, sýndi skemmdirnar og lýsti atburðarásinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 hér fyrir neðan:
Atlagan hafi aðeins tekið nokkrar mínútur og maðurinn ekið burt strax og ljóst var að ránstilraunin hefði mistekist. Hann reyndi semsagt ekki aftur. Þá segir Rúnar ljóst að maðurinn hafi komið undirbúinn, hann hafi verið með keðjuna meðferðis eins og áður segir og hulið andlit sitt.
Maðurinn var enn ófundinn á sjötta tímanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var maðurinn á stolnum bíl, nýlegum Landrover defender.
