Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2024 17:30 Syrgjendur hella mjólk og kasta blómum í hafið í Chennai á Indlandi. AP Photo/Mahesh Kumar A. Minningarathafnir voru haldnar víða í Suður-Asíu í dag til að minnast þeirra sem fórust þegar skjálftaflóðbylgjur gengu á land þennan dag árið 2004. Þetta eru mannskæðustu náttúruhamfarir þessarar aldar en tæplega 230 þúsund fórust. Þar af dóu um 170 þúsund í Indónesíu en jarðskjálftinn sem hratt flóðbylgjunum af stað varð skammt frá indónesísku eyjunni Súmötru og var 9,1 að stærð. Jarðskjálftinn var svo öflugur að áhrifa hans gætti alla leið á austurströnd Afríku. Um 1,7 milljónir manna misstu heimili sín, flestir í Indónesíu, Srí Lanka, Indlandi og Taílandi. Aðstandendur þeirra, sem fórust í skjálftaflóðbylgjunni sem reið yfir í Indlandshafi 26. desember 2004, kveikja á kertum við minnisvarða í Ban Nam Khem í Taílandi.AP Photo/Wason Wanichakorn Syrgjendur söfnuðust víða í Indónesíu, til að mnda í Baiturrahman moskunni í borginni Banda í Aceh héraði, sem varð hvað verst úti. Morguninn byrjaði þar á þriggja mínútna sírenuspili í moskum borgarinnar, sem er jafn langur tími og jarðskjálftinn varði, áður en fólk hélt til bænagjörðar. Innviðir í Aceh hafa verið byggðir upp og héraðið er mun betur undirbúið fyrir aðrar eins hamfarir en það var áður. Til að mynda hefur viðvörunarkerfi verið komið upp við strandbyggðir til þess að íbúum gefist nægur tími til að leita skjóls skelli flóðbylgjur aftur á. Fólk biður bænir við fjöldagröf í Banda Aceh í Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Í Taílandi safnaðist mikill fjöldi saman í Ban Nam Khem, litlu sjávarþorpi í Phang Nga héraði, sem varð verst úti þar í landi. Þar bað fólk að kristnum- og íslömskum sið og að sið búddista. Meira en átta þúsund tíndu lífi í Taílandi og er líkamsleifa margra þeirra enn saknað. Aldrei voru borin kennsl á 400 þeirra líka sem fundust. Kona grætur við bænagjörð í Banda Aceh á Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Mörg hundruð komu eins saman á ströndinni í borginni Chennai í Tamil Nadu-héraði á suðurströnd Indlands. Syrgjendur þar helltu mjólk í sjóinn til þess að friða guði sína og færðu hinum látnu blóm og bænir. 10.749 fórust í Indlandi, þar af sjö þúsund í Tamil Nadu. Syrgjendur í Sri Lanka komu saman í strandbænum Pereliya og lögðu blóm að minnisvarða um nærri tvö þúsund farþega lestarinnar Queen of the Sea, sem varð fyrir flóðbylgju, sem létust nær allir. Meira en 35 þúsund fórust í Sri Lanka og tóku íbúar um allt land þátt í tveggja mínútna þögn í dag. Ættingjar fórnarlambs skjálftaflóðbylgjunnar horfa á haf út á suðrhluta Taílands.AP Photo/Wason Wanichakorn Náttúruhamfarir Indónesía Taíland Indland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Þar af dóu um 170 þúsund í Indónesíu en jarðskjálftinn sem hratt flóðbylgjunum af stað varð skammt frá indónesísku eyjunni Súmötru og var 9,1 að stærð. Jarðskjálftinn var svo öflugur að áhrifa hans gætti alla leið á austurströnd Afríku. Um 1,7 milljónir manna misstu heimili sín, flestir í Indónesíu, Srí Lanka, Indlandi og Taílandi. Aðstandendur þeirra, sem fórust í skjálftaflóðbylgjunni sem reið yfir í Indlandshafi 26. desember 2004, kveikja á kertum við minnisvarða í Ban Nam Khem í Taílandi.AP Photo/Wason Wanichakorn Syrgjendur söfnuðust víða í Indónesíu, til að mnda í Baiturrahman moskunni í borginni Banda í Aceh héraði, sem varð hvað verst úti. Morguninn byrjaði þar á þriggja mínútna sírenuspili í moskum borgarinnar, sem er jafn langur tími og jarðskjálftinn varði, áður en fólk hélt til bænagjörðar. Innviðir í Aceh hafa verið byggðir upp og héraðið er mun betur undirbúið fyrir aðrar eins hamfarir en það var áður. Til að mynda hefur viðvörunarkerfi verið komið upp við strandbyggðir til þess að íbúum gefist nægur tími til að leita skjóls skelli flóðbylgjur aftur á. Fólk biður bænir við fjöldagröf í Banda Aceh í Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Í Taílandi safnaðist mikill fjöldi saman í Ban Nam Khem, litlu sjávarþorpi í Phang Nga héraði, sem varð verst úti þar í landi. Þar bað fólk að kristnum- og íslömskum sið og að sið búddista. Meira en átta þúsund tíndu lífi í Taílandi og er líkamsleifa margra þeirra enn saknað. Aldrei voru borin kennsl á 400 þeirra líka sem fundust. Kona grætur við bænagjörð í Banda Aceh á Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Mörg hundruð komu eins saman á ströndinni í borginni Chennai í Tamil Nadu-héraði á suðurströnd Indlands. Syrgjendur þar helltu mjólk í sjóinn til þess að friða guði sína og færðu hinum látnu blóm og bænir. 10.749 fórust í Indlandi, þar af sjö þúsund í Tamil Nadu. Syrgjendur í Sri Lanka komu saman í strandbænum Pereliya og lögðu blóm að minnisvarða um nærri tvö þúsund farþega lestarinnar Queen of the Sea, sem varð fyrir flóðbylgju, sem létust nær allir. Meira en 35 þúsund fórust í Sri Lanka og tóku íbúar um allt land þátt í tveggja mínútna þögn í dag. Ættingjar fórnarlambs skjálftaflóðbylgjunnar horfa á haf út á suðrhluta Taílands.AP Photo/Wason Wanichakorn
Náttúruhamfarir Indónesía Taíland Indland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira