Innlent

Snjó­flóð féll á Súða­víkur­hlíð og ró­legt í Kvenna­at­hvarfinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.

Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíðina í nótt og var ófært um veginn. Þung færð er enn víða um landið þó jólaveðrið hafi að mestu gengið niður. Öxnadalsheiðin er enn lokuð og óvíst hvort takist að opna fyrir umferð um hana í dag. 

Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við rekstrarstjóra skíðasvæðisins í Bláfjöllum meðal annarrs, en minniháttar skemmdir urðu á búnaði þar í óveðrinu. Hann segist bjartsýnn en veðurspá bendi til að ekki verði hægt að opna svæðið fyrr en um miðja næstu viku.

Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að það hafi verið rólegt í athvarfinu á aðfangadagskvöld. Mikil aðsókn hafi þó verið í viðtalstíma í desember. 

Grunur er um að Rússar hafi unnið skemmdarverk á sæstreng milli Finnlands og Eistlands í gær. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 26. desember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×