Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. desember 2024 08:54 Á myndinni sjást öryggisverðir nýrrar ríkisstjórnar standa vaktina fyrir framan mótmælendahóp alavíta. AP Starfandi ríkisstjórn uppreisnarmanna í Sýrlandi segir að stuðningsmenn forsetans fyrrverandi Bashar al-Assad, hafi drepið fjórtán hermenn innanríkisráðuneytisins í skyndiárás í vesturhluta landsins seint í gær. Sagt er að tíu aðrir hermenn hafi slasast í átökunum í nágrenni Tartous, þar sem alavítar ráða ríkjum. Alavítar eru valdamikill trúarhópur múslima sem Assad fyrrverandi forseti tilheyrir. Hópurinn er í minnihluta í landinu. Samkvæmt heimildum BBC var árásin gerð þegar ríkisstjórn uppreisnarmanna ætlaði að handtaka fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Assads, og sækja hann til saka fyrir framferði sitt í málefnum Saydnaya fangelsis. Frekari upplýsingar um árásina liggja fyrir. Ríkisstjórn Bashar al-Assads var steypt af stóli fyrir tveimur vikum síðan og uppreisnarmenn stjórna nú landinu. Sitjandi forsætisráðherra er Mohammed al-Bashir, en valdamesti maðurinn í landinu er uppreisnarmaðurinn Ahmed al-Sharaa. Hann var á árum áður nátengdur al-Qaeda. Sjá: Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Töluverð óvissa ríkir um framhaldið í Sýrlandi. Alavítar óttast um afdrif sín undir nýrri ríkisstjórn, sumir Sýrlendingar vilja sækja þá til saka fyrir stríðsglæpina sem framdir voru í ríkisstjórn Assads, sem var alavíti. Þá brutust út mikil mótmæli um jólin í höfuðborginni Damaskus, þegar kristnir Sýrlendingar mótmæltu því að jólatré hefði verið brennt í norðanverðu landinu. Þeir kröfðust þess að ný ríkisstjórn stæði vörð um réttindi kristinna og annarra minnihlutahópa í landinu. Sýrland Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Sjá meira
Sagt er að tíu aðrir hermenn hafi slasast í átökunum í nágrenni Tartous, þar sem alavítar ráða ríkjum. Alavítar eru valdamikill trúarhópur múslima sem Assad fyrrverandi forseti tilheyrir. Hópurinn er í minnihluta í landinu. Samkvæmt heimildum BBC var árásin gerð þegar ríkisstjórn uppreisnarmanna ætlaði að handtaka fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Assads, og sækja hann til saka fyrir framferði sitt í málefnum Saydnaya fangelsis. Frekari upplýsingar um árásina liggja fyrir. Ríkisstjórn Bashar al-Assads var steypt af stóli fyrir tveimur vikum síðan og uppreisnarmenn stjórna nú landinu. Sitjandi forsætisráðherra er Mohammed al-Bashir, en valdamesti maðurinn í landinu er uppreisnarmaðurinn Ahmed al-Sharaa. Hann var á árum áður nátengdur al-Qaeda. Sjá: Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Töluverð óvissa ríkir um framhaldið í Sýrlandi. Alavítar óttast um afdrif sín undir nýrri ríkisstjórn, sumir Sýrlendingar vilja sækja þá til saka fyrir stríðsglæpina sem framdir voru í ríkisstjórn Assads, sem var alavíti. Þá brutust út mikil mótmæli um jólin í höfuðborginni Damaskus, þegar kristnir Sýrlendingar mótmæltu því að jólatré hefði verið brennt í norðanverðu landinu. Þeir kröfðust þess að ný ríkisstjórn stæði vörð um réttindi kristinna og annarra minnihlutahópa í landinu.
Sýrland Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Sjá meira