Innlent

Appel­sínu­gular við­varanir og jóla­boð hjá Hjálp­ræðis­hernum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.

Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu og gular viðvaranir víða annars staðar. Fólk er varað við því að halda í óþarfa ferðalög, sér í lagi milli landshluta, vegna blindhríðar. 

Í hádegisfréttum á Bylgjunni heyrum við frá framkvæmdastjóra Hjálpræðishersins, sem hélt aðfangadagsboð í fyrsta sinn í nokkur ár. Fjöldi fólks nýtti sér þjónustuna og kom saman við kvöldverðarborðið.

Guðrún Helgu Karlsdóttir, biskup Íslands, segir kirkjuna hafa dregið lappirnar óhóflega í að bjóða hinseginsamfélagið velkomið. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 25. desember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×