Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. desember 2024 14:39 Mótmælendur krefjast þess að ný stjórnvöld standi við loforð um að standa vörð um réttindi kristinna og annarra minnihlutahópa. EPA/Hasan Belal Hundruðir mótmælenda marséruðu um kristin hverfi Damaskusborgar í Sýrlandi í dag til að mótmæla því að jólatré hafi verið brennt í norðanverðu landinu. Mótmælendur krefjast þess að ný ríkisstjórn standi vörð um réttindi kristinna og annarra minnihlutatrúarhópa. Myndband hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum sem sýnir hettuklædda vígamenn kveikja í jólatré sem sett hafði verið upp í bænum Suqaylabiyah en íbúar hans eru að mestu kristnir. Annað myndband hefur einnig verið birt á vegum Hayat Tahrir al-Sham, uppreisnarhópsins sem stepyti ríkisstjórn Assad-fjölskyldunnar af stóli fyrr í mánuðinum og fer nú með völdin í stærstum hluta Sýrlands, þar sem lofað er að þeim stóðu að verknaðinum verði refsað. Samkvæmt umfjöllun Guardian báru erlendir vígamenn á vegum íslamistasamtakanna Ansar al-Tawhid ábyrgð á ódæðinu. „Trénu verður komið aftur upp og það tendrað strax í fyrramálið,“ hefur Guardian eftir trúarleiðtoga innan hreyfingarinnar. Hayat Tahrir al-Sham, sem á rætur að rekja til hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hefur lofað að minnihlutahópar njóti verndar nýrra stjórnvalda. Sjá einnig: Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Ahmed al-Sharaa, leiðtogi Hayat Tahrir al-Sham, hefur sagst staðráðinn í því að sameina mismunandi fylkingar og hersveitir Sýrlands í eitt og heitið kosningum á næsta ári. Hann segir þó enn of snemmt að segja til um framtíð sýrlenskra stjórnvalda. Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum náðist samkomulag milli ýmsra stríðandi fylkinga í dag og er stefnt að því að leysa upp vígahópa víða um landið. Markmiðið sé að sameina hópana í varnarmálaráðuneyti en óvíst er með framhaldið. Margir vígahópanna hafa gjörólíka sýn á framtíð landsins og takist það markmið er langt uppbyggingarferli framundan eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Sýrland Tengdar fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann flúði til Rússlands. Þar segist hann ekki hafa ætlað sér að flýja land en hafi neyðst til þess þegar árásir voru gerðar á rússneska herstöð í Sýrlandi, þar sem hann var staddur. 16. desember 2024 14:09 Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Fleiri fréttir Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Sjá meira
Myndband hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum sem sýnir hettuklædda vígamenn kveikja í jólatré sem sett hafði verið upp í bænum Suqaylabiyah en íbúar hans eru að mestu kristnir. Annað myndband hefur einnig verið birt á vegum Hayat Tahrir al-Sham, uppreisnarhópsins sem stepyti ríkisstjórn Assad-fjölskyldunnar af stóli fyrr í mánuðinum og fer nú með völdin í stærstum hluta Sýrlands, þar sem lofað er að þeim stóðu að verknaðinum verði refsað. Samkvæmt umfjöllun Guardian báru erlendir vígamenn á vegum íslamistasamtakanna Ansar al-Tawhid ábyrgð á ódæðinu. „Trénu verður komið aftur upp og það tendrað strax í fyrramálið,“ hefur Guardian eftir trúarleiðtoga innan hreyfingarinnar. Hayat Tahrir al-Sham, sem á rætur að rekja til hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hefur lofað að minnihlutahópar njóti verndar nýrra stjórnvalda. Sjá einnig: Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Ahmed al-Sharaa, leiðtogi Hayat Tahrir al-Sham, hefur sagst staðráðinn í því að sameina mismunandi fylkingar og hersveitir Sýrlands í eitt og heitið kosningum á næsta ári. Hann segir þó enn of snemmt að segja til um framtíð sýrlenskra stjórnvalda. Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum náðist samkomulag milli ýmsra stríðandi fylkinga í dag og er stefnt að því að leysa upp vígahópa víða um landið. Markmiðið sé að sameina hópana í varnarmálaráðuneyti en óvíst er með framhaldið. Margir vígahópanna hafa gjörólíka sýn á framtíð landsins og takist það markmið er langt uppbyggingarferli framundan eftir þrettán ára borgarastyrjöld.
Sýrland Tengdar fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann flúði til Rússlands. Þar segist hann ekki hafa ætlað sér að flýja land en hafi neyðst til þess þegar árásir voru gerðar á rússneska herstöð í Sýrlandi, þar sem hann var staddur. 16. desember 2024 14:09 Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Fleiri fréttir Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Sjá meira
„Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11
Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann flúði til Rússlands. Þar segist hann ekki hafa ætlað sér að flýja land en hafi neyðst til þess þegar árásir voru gerðar á rússneska herstöð í Sýrlandi, þar sem hann var staddur. 16. desember 2024 14:09
Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51