Packers komust inn á wild card reglunni, eftir að hafa misst af NFC norður titlinum, og eru á leið í úrslitakeppnina í fimmta sinn á sex árum. Þetta var níundi sigur liðsins í ellefu leikjum, báðir tapleikirnir voru gegn Detroit Lions sem unnu NFC norður deildina.
FIRST NFL SHUTOUT THIS SEASON
— Green Bay Packers (@packers) December 24, 2024
Saints voru án tveggja öflugra manna í nótt, leikstjórnandinn Derek Carr og hlauparinn Alvin Kamara voru meiddir. Nýliðinn Spencer Rattle var leikstjórnandi Saints í stað Carr.
Spencer Rattler letting it fly 🎯
— NFL (@NFL) December 24, 2024
📺: #NOvsGB on ESPN/ABC
📱: Stream on #NFLPlus pic.twitter.com/j5qMX6tbvU
Packers sáu sigurinn fljótt fyrir sér eftir að hafa skorað snertimark í fyrstu þremur sóknunum. Josh Jacobs græddi alls 107 jarda fyrir Packers og skoraði snertimark sjötta leikinn í röð meðan varnarmenn liðsins stöðvuðu allt sem þeim barst, þrátt fyrir að vera án fjögurra reglulegra byrjunarliðsmanna vegna meiðsla.
🔟 to 1️⃣ 1️⃣
— NFL (@NFL) December 24, 2024
📺: #NOvsGB on ESPN/ABC
📱: Stream on #NFLPlus pic.twitter.com/vp2TL2Un7a
"Punch that ticket!" @iAM_JoshJacobs is pumped to be going to the playoffs with the @Packers 🗣️ pic.twitter.com/zMPORtV4oF
— NFL (@NFL) December 24, 2024