Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. desember 2024 20:14 Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar, fór á kostum. Viðreisn/Skjáskot Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar, stal senunni á síðustu tónleikum Jólagesta Björgvins Halldórssonar á laugardaginn. Guðmundur ofpeppaðist að eigin sögn og reif sig á kassann á meðan hann söng lagið I Want It That Way, eftir Backstreet Boys, ásamt karlakórnum Esju. „Það er eitthvað sem að gerist þegar að við erum saman karlakórinn. Þá á maður það til að ofpeppast í söngnum. Við vorum með í fyrra líka og þetta voru lokatónleikarnir og þá náttúrulega fer maður alla leið og við skemmtum okkur alltaf ótrúlega vel. Okkur finnst það hápunkturinn á árinu.“ Að sögn Guðmundar hefur hann fengið gífurlega jákvæð viðbrögð við gjörningnum. Eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan fór Guðmundur svo sannarlega á kostum. Voru þessi tilþrif skipulögð fyrir fram? „Það var gríðarlega mikil hvatning frá kórstjóranum okkar áður en við fórum upp á svið að það myndi ekki skaða ef það væri smá nekt. Hann var búinn að hvetja okkur alla og sagði að það væri allt í lagi að sýna smá hold. Jólatónleikar mættu alveg við því. Það var nú ekki sama svarið frá öllum í kórnum, mér skilst að ég hafi verið eini sem svaraði kallinu. Ég er bara mjög hlýðinn maður og þegar mér er skipað af mínum listræna yfirmanni um að gera eitthvað þá auðvitað hlýði ég því,“ segir Guðmundur einkar kíminn. Þrettán ára dóttir Guðmundar hafi þó ekki verið eins ánægð með gjörninginn og margir aðrir. „Hún var á æfingu og hún var búin að biðja mig vinsamlegast um að fara helst ekki niður á hnén og jafnvel að hoppa minna en það var ekkert minnst á að sýna hold. Svo þetta var allt innan þeirra marka sem mér var uppálagt.“ Jól Tónleikar á Íslandi Kórar Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
„Það er eitthvað sem að gerist þegar að við erum saman karlakórinn. Þá á maður það til að ofpeppast í söngnum. Við vorum með í fyrra líka og þetta voru lokatónleikarnir og þá náttúrulega fer maður alla leið og við skemmtum okkur alltaf ótrúlega vel. Okkur finnst það hápunkturinn á árinu.“ Að sögn Guðmundar hefur hann fengið gífurlega jákvæð viðbrögð við gjörningnum. Eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan fór Guðmundur svo sannarlega á kostum. Voru þessi tilþrif skipulögð fyrir fram? „Það var gríðarlega mikil hvatning frá kórstjóranum okkar áður en við fórum upp á svið að það myndi ekki skaða ef það væri smá nekt. Hann var búinn að hvetja okkur alla og sagði að það væri allt í lagi að sýna smá hold. Jólatónleikar mættu alveg við því. Það var nú ekki sama svarið frá öllum í kórnum, mér skilst að ég hafi verið eini sem svaraði kallinu. Ég er bara mjög hlýðinn maður og þegar mér er skipað af mínum listræna yfirmanni um að gera eitthvað þá auðvitað hlýði ég því,“ segir Guðmundur einkar kíminn. Þrettán ára dóttir Guðmundar hafi þó ekki verið eins ánægð með gjörninginn og margir aðrir. „Hún var á æfingu og hún var búin að biðja mig vinsamlegast um að fara helst ekki niður á hnén og jafnvel að hoppa minna en það var ekkert minnst á að sýna hold. Svo þetta var allt innan þeirra marka sem mér var uppálagt.“
Jól Tónleikar á Íslandi Kórar Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira