Komust með flugvélinni á ögurstundu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2024 19:32 Lítill ferfætlingur til vinstri á mynd beið eftir því að komast heim til nýrrar fjölskyldu sinnar á Egilsstöðum í dag. Georg Tumi Jónsson (t.h.) var spenntur að eyða jólunum með ömmu og afa á Egilsstöðum. Vísir/bjarni Næstum öllu innanlandsflugi var aflýst í dag vegna veðurs og annar jólastormur er í kortunum. Fjöldi örvæntingarfullra símtala barst Icelandair, sem mun bæta við ferðum á morgun ef þörf krefur. Fréttastofa ræddi við farþega sem komust heim fyrir jól, með einu innanlandsvélinni sem tók á loft í dag. Áætlanatöflur á Reykjavíkurflugvelli voru rauðar á að líta í dag; næstum öllu aflýst. Grænlandsflugið var reyndar á áætlun - og farþegar til Egilsstaða komust loks leiðar sinnar í einu innanlandsflugferð dagsins, Flugvélin fór í loftið rétt fyrir fjögur þegar aðstæður bötnuðu um stundarsakir. Eruð þið búin að fá mörg örvæntingarfull símtöl í dag? „Já, það fylgir þessu alltaf. En við höfum staðið vaktina vel og reynum að svara eftir bestu getu,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri hjá Icelandair. Komið verður til móts við strandaglópa á morgun ef veður leyfir. „Þá sjáum við fram á að setja upp eitt til tvö, mögulega þrjú, aukaflug, eftir því hver þörfin er. Við reynum að sjá til þess að allir komist heim fyrir jól,“ segir Guðmundur. Þegar fréttamann bar að garði síðdegis var verið að undirbúa Egilsstaðaflugvélina til brottfarar. Ansi hvasst var á flugbrautinni en það hafðist, vélin fór í loftið. Hér fyrir neðan má sjá viðtöl við farþega sem biðu eftir að komast um borð í flugvélina, þau Pálu Geirsdóttur, Sigrúnu Höllu Einarsdóttur, Georg Tuma Jónsson og Ástu, sem var í forsvari fyrir einstaklega krúttlegan farþega úr dýraríkinu, sem átti spennandi ferðalag fyrir höndum. Veður Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Múlaþing Tengdar fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Icelandair sá ekki annað í stöðunni en að aflýsa flugferðum innanlands í dag vegna vindagangs og ókyrrðar í lofti. Eina flugferð dagsins er frá Egilsstöðum klukkan fjögur. 23. desember 2024 15:09 „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn. 23. desember 2024 11:58 Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Eitt lítið snjóflóð féll niður í Raknadalshlíð í morgun. Vegur að Patreksfirði er lokaður. 23. desember 2024 10:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Áætlanatöflur á Reykjavíkurflugvelli voru rauðar á að líta í dag; næstum öllu aflýst. Grænlandsflugið var reyndar á áætlun - og farþegar til Egilsstaða komust loks leiðar sinnar í einu innanlandsflugferð dagsins, Flugvélin fór í loftið rétt fyrir fjögur þegar aðstæður bötnuðu um stundarsakir. Eruð þið búin að fá mörg örvæntingarfull símtöl í dag? „Já, það fylgir þessu alltaf. En við höfum staðið vaktina vel og reynum að svara eftir bestu getu,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri hjá Icelandair. Komið verður til móts við strandaglópa á morgun ef veður leyfir. „Þá sjáum við fram á að setja upp eitt til tvö, mögulega þrjú, aukaflug, eftir því hver þörfin er. Við reynum að sjá til þess að allir komist heim fyrir jól,“ segir Guðmundur. Þegar fréttamann bar að garði síðdegis var verið að undirbúa Egilsstaðaflugvélina til brottfarar. Ansi hvasst var á flugbrautinni en það hafðist, vélin fór í loftið. Hér fyrir neðan má sjá viðtöl við farþega sem biðu eftir að komast um borð í flugvélina, þau Pálu Geirsdóttur, Sigrúnu Höllu Einarsdóttur, Georg Tuma Jónsson og Ástu, sem var í forsvari fyrir einstaklega krúttlegan farþega úr dýraríkinu, sem átti spennandi ferðalag fyrir höndum.
Veður Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Múlaþing Tengdar fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Icelandair sá ekki annað í stöðunni en að aflýsa flugferðum innanlands í dag vegna vindagangs og ókyrrðar í lofti. Eina flugferð dagsins er frá Egilsstöðum klukkan fjögur. 23. desember 2024 15:09 „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn. 23. desember 2024 11:58 Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Eitt lítið snjóflóð féll niður í Raknadalshlíð í morgun. Vegur að Patreksfirði er lokaður. 23. desember 2024 10:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Icelandair sá ekki annað í stöðunni en að aflýsa flugferðum innanlands í dag vegna vindagangs og ókyrrðar í lofti. Eina flugferð dagsins er frá Egilsstöðum klukkan fjögur. 23. desember 2024 15:09
„Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn. 23. desember 2024 11:58
Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Eitt lítið snjóflóð féll niður í Raknadalshlíð í morgun. Vegur að Patreksfirði er lokaður. 23. desember 2024 10:14