Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifa 23. desember 2024 11:02 Jólin geta verið dásamlegur tími þrátt fyrir skammdegið, sem við lýsum þá upp með ljósaseríum eða kertum í faðmi fjölskyldu og vina. Þessum tíma geta líka fylgt áskoranir m.t.t loftgæði innandyra. Sem dæmi geta skert loftgæð haft áhrif á þurrk í hálsi og augum, nefstíflur eða jafnvel valdið höfuðverk. Við tengjum þessi einkenni oft við skammdegið, álag eða kulda, en á sama tíma er vert að hafa loftgæði á heimilinu í huga. Hátíðarljós og kerti Kertaljós skapa hlýja stemningu, en þau losa einnig mengandi efni eins og rokgjörn lífræn efni (VOC) og sót sem hafa áhrif á loftgæði. Ef kerti eru ilmandi eða lituð getur það aukið magn óæskilegra efna í loftinu. Þau fela einnig í sér brunahættu. Það er gott ráð að lofta reglulega út, veldu ólituð kerti úr náttúrulegum efnum, hafðu þau fjarri skreytingum og slökktu á þeim þegar þú yfirgefur herbergi. Jólatré og skraut Gervijólatré og nýhöggvin tré geta bæði haft áhrif á loftgæðin. Gervitré losa rokgjörn efni (VOC) og eru úðuð með eldtefjandi efnum, en náttúruleg tré geta borið með sér frjókorn og sveppagró. Viðrið gervitré í nokkra daga fyrir notkun, og skolaðu náttúruleg tré áður en þau fara inn. Veljið vistvænt skraut til að minnka innflutning skaðlegra efna. Gjafir og loftgæði Gjafir, sérstaklega frá löndum með minna eftirlit, geta stundum losað efni eins og þalöt, BPA og PFAS. Þessi efni geta verið hormónatruflandi og valdið ertingu í slímhúð. Ef mikil og sterk lykt er af hlutnum er ráð að setja hann ekki strax í svefnrými, og gott ef hægt er að strjúka af honum með rakri tusku og reyna svo að láta lofta um hann afsíðis. Reynið að opna gjafir í loftræstu rými, opna glugga og forðist vörur úr plasti án vottana. Veljið vistvænar eða sjálfbærar gjafir og notið umhverfisvænar umbúðir. Losið plast umbúðir um leið og hægt er í lokaðar sorptunnur/ílát. Þvoið fatnað áður en hann er notaður. Sjálfbærni og umhverfi Endurnýtið: Notið gjafapappír, merkimiða og skraut aftur. Gefið upplifanir: Gjafir sem stuðla að minni sóun og ánægju. Skipuleggið innkaup: Forðist matarsóun og nýtið afganga vel. Hagnýt lausn fyrir hátíðarnar Loftræstu reglulega, fylgstu með loftraka og tryggðu góð loftskipti. Lítill raki dregur úr líkum á myglu og bætir loftgæðin. Gott jafnvægi er lykillinn að heilbrigðu heimili. Með litlum breytingum getum við gert hátíðarnar notalegri, heilbrigðari og vistvænni. Gleðileg loftgæða jól! Höfundar er Heiða Mjöll Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá LSH og Sylgja Dögg lýðheilsu- og líffræðingur hjá VERKVIST verkfræðistofu báðar í stjórn IceIAQ samtök um loftgæði og ráðstefnustjórn Healthy buildings Iceland 2025 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Narfi frá JBT Marel til Kviku Árni Sæberg skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Jólin geta verið dásamlegur tími þrátt fyrir skammdegið, sem við lýsum þá upp með ljósaseríum eða kertum í faðmi fjölskyldu og vina. Þessum tíma geta líka fylgt áskoranir m.t.t loftgæði innandyra. Sem dæmi geta skert loftgæð haft áhrif á þurrk í hálsi og augum, nefstíflur eða jafnvel valdið höfuðverk. Við tengjum þessi einkenni oft við skammdegið, álag eða kulda, en á sama tíma er vert að hafa loftgæði á heimilinu í huga. Hátíðarljós og kerti Kertaljós skapa hlýja stemningu, en þau losa einnig mengandi efni eins og rokgjörn lífræn efni (VOC) og sót sem hafa áhrif á loftgæði. Ef kerti eru ilmandi eða lituð getur það aukið magn óæskilegra efna í loftinu. Þau fela einnig í sér brunahættu. Það er gott ráð að lofta reglulega út, veldu ólituð kerti úr náttúrulegum efnum, hafðu þau fjarri skreytingum og slökktu á þeim þegar þú yfirgefur herbergi. Jólatré og skraut Gervijólatré og nýhöggvin tré geta bæði haft áhrif á loftgæðin. Gervitré losa rokgjörn efni (VOC) og eru úðuð með eldtefjandi efnum, en náttúruleg tré geta borið með sér frjókorn og sveppagró. Viðrið gervitré í nokkra daga fyrir notkun, og skolaðu náttúruleg tré áður en þau fara inn. Veljið vistvænt skraut til að minnka innflutning skaðlegra efna. Gjafir og loftgæði Gjafir, sérstaklega frá löndum með minna eftirlit, geta stundum losað efni eins og þalöt, BPA og PFAS. Þessi efni geta verið hormónatruflandi og valdið ertingu í slímhúð. Ef mikil og sterk lykt er af hlutnum er ráð að setja hann ekki strax í svefnrými, og gott ef hægt er að strjúka af honum með rakri tusku og reyna svo að láta lofta um hann afsíðis. Reynið að opna gjafir í loftræstu rými, opna glugga og forðist vörur úr plasti án vottana. Veljið vistvænar eða sjálfbærar gjafir og notið umhverfisvænar umbúðir. Losið plast umbúðir um leið og hægt er í lokaðar sorptunnur/ílát. Þvoið fatnað áður en hann er notaður. Sjálfbærni og umhverfi Endurnýtið: Notið gjafapappír, merkimiða og skraut aftur. Gefið upplifanir: Gjafir sem stuðla að minni sóun og ánægju. Skipuleggið innkaup: Forðist matarsóun og nýtið afganga vel. Hagnýt lausn fyrir hátíðarnar Loftræstu reglulega, fylgstu með loftraka og tryggðu góð loftskipti. Lítill raki dregur úr líkum á myglu og bætir loftgæðin. Gott jafnvægi er lykillinn að heilbrigðu heimili. Með litlum breytingum getum við gert hátíðarnar notalegri, heilbrigðari og vistvænni. Gleðileg loftgæða jól! Höfundar er Heiða Mjöll Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá LSH og Sylgja Dögg lýðheilsu- og líffræðingur hjá VERKVIST verkfræðistofu báðar í stjórn IceIAQ samtök um loftgæði og ráðstefnustjórn Healthy buildings Iceland 2025
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun