Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar 23. desember 2024 10:00 Landsvirkjun hefur dregið verulega úr sölu til gagnavera vegna þröngrar stöðu í raforkukerfinu en sala fyrirtækisins til gagnavera nemur nú aðeins þriðjungi af því sem hún var árið 2022. Gagnaverin hafa umbreytt starfsemi sinni undanfarið. Rafmyntir eru á hraðri útleið á meðan áherslan er nú á gervigreind og þjónustu við viðskiptavini sem þurfa gagnageymslu og mikla reiknigetu. Þessi umbreyting gagnaveranna er í takt við stefnu Landsvirkjunar um að styðja við stafræna vegferð samfélagsins. Gagnaversbyggingar með hátæknistarfsemi nota almennt um helmingi minni orku en rafmyntavinnsla og m.a. þess vegna felur þessi umbreyting í sér minni raforkunotkun. Þar að auki dregst raforkunotkun saman einfaldlega vegna umbreytinganna sjálfra en það tekur tíma fyrir gagnaverin að afla nýrra viðskiptavina og uppfæra aðstöðuna að ríkum kröfum þeirra. Opinberar tölur Orkustofnunar sýna þessa þróun svart á hvítu en raforkunotkun gagnavera á Íslandi hefur dregist saman um 60% á rúmu ári. Sala Landsvirkjunar til gagnavera hefur dregist ennþá meira saman. Tækniframfarir og vaxandi þörf fyrir stafræna innviði gera það að verkum að gagnaversstarfsemi er spennandi atvinnugrein sem væntingar standa til að muni vaxa margfalt samanborið við aðra geira á næstu árum. Gagnaver nota nú þegar um 1,5% af raforku í heiminum. Landsvirkjun er með skýra forgangsröðun í raforkusölu. Í forgangi er að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar og styðja við orkuskipti, Þá ætlar Landsvirkjun að styðja við aukna stafræna vegferð samfélagsins, m.a. í gagnaverum með hátæknistarfsemi. Loks verður svo lögð áhersla á að styðja við framþróun núverandi stórnotenda, en dæmi um slík verkefni er steypuskáli Norðuráls á Grundartanga Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Orkumál Gagnaver Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur dregið verulega úr sölu til gagnavera vegna þröngrar stöðu í raforkukerfinu en sala fyrirtækisins til gagnavera nemur nú aðeins þriðjungi af því sem hún var árið 2022. Gagnaverin hafa umbreytt starfsemi sinni undanfarið. Rafmyntir eru á hraðri útleið á meðan áherslan er nú á gervigreind og þjónustu við viðskiptavini sem þurfa gagnageymslu og mikla reiknigetu. Þessi umbreyting gagnaveranna er í takt við stefnu Landsvirkjunar um að styðja við stafræna vegferð samfélagsins. Gagnaversbyggingar með hátæknistarfsemi nota almennt um helmingi minni orku en rafmyntavinnsla og m.a. þess vegna felur þessi umbreyting í sér minni raforkunotkun. Þar að auki dregst raforkunotkun saman einfaldlega vegna umbreytinganna sjálfra en það tekur tíma fyrir gagnaverin að afla nýrra viðskiptavina og uppfæra aðstöðuna að ríkum kröfum þeirra. Opinberar tölur Orkustofnunar sýna þessa þróun svart á hvítu en raforkunotkun gagnavera á Íslandi hefur dregist saman um 60% á rúmu ári. Sala Landsvirkjunar til gagnavera hefur dregist ennþá meira saman. Tækniframfarir og vaxandi þörf fyrir stafræna innviði gera það að verkum að gagnaversstarfsemi er spennandi atvinnugrein sem væntingar standa til að muni vaxa margfalt samanborið við aðra geira á næstu árum. Gagnaver nota nú þegar um 1,5% af raforku í heiminum. Landsvirkjun er með skýra forgangsröðun í raforkusölu. Í forgangi er að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar og styðja við orkuskipti, Þá ætlar Landsvirkjun að styðja við aukna stafræna vegferð samfélagsins, m.a. í gagnaverum með hátæknistarfsemi. Loks verður svo lögð áhersla á að styðja við framþróun núverandi stórnotenda, en dæmi um slík verkefni er steypuskáli Norðuráls á Grundartanga Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar