Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2024 13:05 Rósa Guðbjartsdóttir hefur gegnt embætti bæjarstjóra Hafnarfjarðar frá árinu 2018. Hún sest á þing á nýju ári. Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði og verðandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir dapurlegt að fylgjast með óvæginni orðræðu og dómhörku í kjölfar úttektar Deloitte á Skessunni, knatthúsi FH-inga. Viðræður standa yfir milli Hafnarfjarðarbæjar og FH um að bærinn kaupi knatthúsið af FH. Bærinn ákvað í tengslum við þá ákvörðun að fá Deloitte til að gera úttekt á skiptingu framkvæmdakostnaðar og ráðstöfun fjármuna stjórnar FH við byggingu hússins. Í skýrslunni sem var afhent fjölmiðlum á dögunum kom meðal annars fram að um fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við Skessuna hefðu farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. Þá eru spurningar uppi um hvort að allt að 120-130 milljónir hafi verið réttilega færðar sem hluti af byggingarkostnaðinum. Mikil umræða hefur skapast í kjölfarið á útgáfu skýrslunnar en deilur um uppbyggingu knatthúsa í bænum hafa verið áberandi í áratug. Þær hafa leitt til brottvikningar bæjarfulltrúa auk þess sem forsvarsmenn Hauka og FH hafa skotið föstum skotum hver á aðra í baráttu um stuðning bæjaryfirvalda við uppbyggingu. Fyrrverandi bæjar- og varabæjarfulltrúar í Hafnarfirði skutu föstum skotum á Rósu í gær. Var hún hvött til að fara betur með opinbert fé í störfum sínum sem þingmaður en sem bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Sýnum stillingu,“ segir Rósa í færslu á Facebook. „Það er dapurlegt að sjá þá óvægnu orðræðu og dómhörku sem sprottið hefur upp á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum síðustu daga vegna úttektar sem Hafnarfjarðarbær lét gera á skiptingu framkvæmdakostnaðar og ráðstöfun fjármuna stjórnar FH við byggingu á knatthúsinu Skessunni,“ segir Rósa. „Úttektin var gerð til að fá sem gleggsta mynd af kostnaði við framkvæmdina því Hafnarfjarðarbær hefur verið í samningaviðræðum við félagið um kaup á knatthúsinu sem sannarlega er í eigu FH. Óháður endurskoðandi var fenginn í verkið og ýmsar athugasemdir og spurningar komu þar upp um hvernig bókhaldið hefur verið fært á framkvæmdatímanum sem á köflum virðist hafa verið ónákvæmt.“ Blöskrar orðræðan Eftir að úttektin hafi orðið opinber hafi fjölmargir stokkið fram á ritvöllinn og dæmt harkalega þá sem hafi komið að stjórn og uppbyggingu innan FH á tímabilinu. Vísar hún þar til Viðars Halldórssonar, formanns FH, og Jóns Rúnar Halldórssonar bróður hans og fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar félagsins. „Virðist sem að algjört skotleyfi sé komið á hlutaðeigandi. Og það áður en þeir hafa lagt fram sínar skýringar, þá einkum gagnvart aðalstjórn félagsins. Aðalstjórn FH ber ábyrgð á framkvæmdinni og þarf að útkljá hvernig fjármunum félagsins var ráðstafað á framkvæmdatímanum. Niðurstaða þess er þó alveg óháð því hverjar lyktir málsins verða varðandi kaup bæjarins á húsinu. Mér blöskrar þessi orðræða; hve mjög það hlakkar í fjölmörgum yfir þessari stöðu og hvernig dómstóll götunnar hefur tekið völdin. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð! Höfum það hugfast.“ Hafnarfjörður FH Haukar Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Sjá meira
Viðræður standa yfir milli Hafnarfjarðarbæjar og FH um að bærinn kaupi knatthúsið af FH. Bærinn ákvað í tengslum við þá ákvörðun að fá Deloitte til að gera úttekt á skiptingu framkvæmdakostnaðar og ráðstöfun fjármuna stjórnar FH við byggingu hússins. Í skýrslunni sem var afhent fjölmiðlum á dögunum kom meðal annars fram að um fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við Skessuna hefðu farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. Þá eru spurningar uppi um hvort að allt að 120-130 milljónir hafi verið réttilega færðar sem hluti af byggingarkostnaðinum. Mikil umræða hefur skapast í kjölfarið á útgáfu skýrslunnar en deilur um uppbyggingu knatthúsa í bænum hafa verið áberandi í áratug. Þær hafa leitt til brottvikningar bæjarfulltrúa auk þess sem forsvarsmenn Hauka og FH hafa skotið föstum skotum hver á aðra í baráttu um stuðning bæjaryfirvalda við uppbyggingu. Fyrrverandi bæjar- og varabæjarfulltrúar í Hafnarfirði skutu föstum skotum á Rósu í gær. Var hún hvött til að fara betur með opinbert fé í störfum sínum sem þingmaður en sem bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Sýnum stillingu,“ segir Rósa í færslu á Facebook. „Það er dapurlegt að sjá þá óvægnu orðræðu og dómhörku sem sprottið hefur upp á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum síðustu daga vegna úttektar sem Hafnarfjarðarbær lét gera á skiptingu framkvæmdakostnaðar og ráðstöfun fjármuna stjórnar FH við byggingu á knatthúsinu Skessunni,“ segir Rósa. „Úttektin var gerð til að fá sem gleggsta mynd af kostnaði við framkvæmdina því Hafnarfjarðarbær hefur verið í samningaviðræðum við félagið um kaup á knatthúsinu sem sannarlega er í eigu FH. Óháður endurskoðandi var fenginn í verkið og ýmsar athugasemdir og spurningar komu þar upp um hvernig bókhaldið hefur verið fært á framkvæmdatímanum sem á köflum virðist hafa verið ónákvæmt.“ Blöskrar orðræðan Eftir að úttektin hafi orðið opinber hafi fjölmargir stokkið fram á ritvöllinn og dæmt harkalega þá sem hafi komið að stjórn og uppbyggingu innan FH á tímabilinu. Vísar hún þar til Viðars Halldórssonar, formanns FH, og Jóns Rúnar Halldórssonar bróður hans og fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar félagsins. „Virðist sem að algjört skotleyfi sé komið á hlutaðeigandi. Og það áður en þeir hafa lagt fram sínar skýringar, þá einkum gagnvart aðalstjórn félagsins. Aðalstjórn FH ber ábyrgð á framkvæmdinni og þarf að útkljá hvernig fjármunum félagsins var ráðstafað á framkvæmdatímanum. Niðurstaða þess er þó alveg óháð því hverjar lyktir málsins verða varðandi kaup bæjarins á húsinu. Mér blöskrar þessi orðræða; hve mjög það hlakkar í fjölmörgum yfir þessari stöðu og hvernig dómstóll götunnar hefur tekið völdin. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð! Höfum það hugfast.“
Hafnarfjörður FH Haukar Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent