Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2024 08:13 Deilurnar innan Repúblikanaflokksins um fjárlagafrumvarpið hafa veikt stöðu Mikes Johnson, þingforseta, verulega. AP/Jose Luis Magana Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það. Þannig hefur naumlega tekist að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins vestanhafs, sem átti að stöðvast í dag. Frumvarpið nær þó eingöngu til þriggja mánaða og felur það í sér að taka þarf nokkrar stórar ákvarðanir um fjárútlát snemma á kjörtímabili Donalds Trump á næsta ári. Þetta bráðabirgðafjárlagafrumvarp hefur leitt til mikilla deilna innan Repúblikanaflokksins og á þingi í vikunni. Upprunalega lagði Mike Johnson, þingforseti, fram umfangsmikið frumvarp sem byggði á samningaviðræðum við Demókrataflokkinn, sem eru enn með meirihluta í öldungadeildinni. Elon Musk, ríkasti maður heims, beitti sér þó gegn því frumvarpi og leiddi það til þess að Trump gerði það einnig. Við tóku miklar deilur og samningaviðræður milli Repúblikana sem skiluðu nýju strípuðu en svipuðu frumvarpi sem Trump lýsti því yfir að hann væri samþykkur. Þegar það frumvarp var borið fram brugðust margir Repúblikanar reiðir við og greiddu 38 þingmenn flokksins atkvæði gegn því. Frumvarpið sem Repúblikanar höfnuðu í vikunni var að miklu leyti sambærilegt því sem Repúblikanar og Demókratar höfðu samið áður samið um. Ýmis ákvæði höfðu þó verið fjarlægð, eins og fyrsta launahækkun þingmanna í rúman áratug, upp að mesta leyti 3,8 prósent, en Musk og aðrir hafa ranglega haldið því fram að launahækkunin samsvari fjörutíu prósentum. Einnig voru fjarlægð úr frumvarpinu ákvæði um lækkun lyfjakostnaðar og ákvæði um 190 milljóna dala fjárveitingu til rannsóknar barnakrabbameins, auk þess sem ákvæði um umhverfisvænu bætiefni við eldsneyti var fjarlægt. Þá hafði Johnson, að beiðni Trumps, bætt við ákvæði um að alfarið fella niður hið svokallaða skuldaþak, sem eru lög um hve miklar skuldir ríkissjóðs mega vera. Undanfarin ár hefur þakið verið hækkað reglulega og hafa Repúblikanar í hvert sinn mótmælt því harðlega. Allra nýjasta frumvarpið, sem samþykkt var í gærkvöldi, var nánast það sama og Trump hafði lýst yfir stuðningi við. Leiðtogar Repúblikanaflokksins höfðu þó fjarlægt ákvæðið um að fella niður skuldaþakið. Við það ákváðu Demókratar að styðja frumvarpið og var það samþykkt 366-34 í fulltrúadeildinni og 85-11 í öldungadeildinni. Skjóta á Repúblikana Deilurnar og óreiðan innan Repúblikanaflokksins hefur grafið verulega undan stöðu Johnson og hafa samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs vaknað spurningar um það hvort hann geti í raun haldið embætti sínu eftir að nýtt þing hefur störf þann 3. janúar. Fregnir hafa borist af því að þó nokkrir þingmenn hafi sagt við aðra að þeir styðji hann ekki. Kröfur Trumps og Musks settu Johnson í mjög erfiða stöðu en frá upphafi var ljóst að margir Repúblikanar, sem hafa um árabil kallað eftir niðurskurði og endurbótum þegar kemur að fjárútlátum ríkisins, gætu ekki greitt atkvæði með því að fella skuldaþakið niður. Þó Demókratar hafi ákveðið að samþykkja frumvarpið hafa leiðtogar flokksins og þingmenn eru þeir ósáttir við Repúblikana og hafa notað deilurnar til að skjóta á þá varðandi það hver stjórni flokknum í rauninni. Það sé ekki Donald Trump heldur Elon Musk sem geri það. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Þannig hefur naumlega tekist að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins vestanhafs, sem átti að stöðvast í dag. Frumvarpið nær þó eingöngu til þriggja mánaða og felur það í sér að taka þarf nokkrar stórar ákvarðanir um fjárútlát snemma á kjörtímabili Donalds Trump á næsta ári. Þetta bráðabirgðafjárlagafrumvarp hefur leitt til mikilla deilna innan Repúblikanaflokksins og á þingi í vikunni. Upprunalega lagði Mike Johnson, þingforseti, fram umfangsmikið frumvarp sem byggði á samningaviðræðum við Demókrataflokkinn, sem eru enn með meirihluta í öldungadeildinni. Elon Musk, ríkasti maður heims, beitti sér þó gegn því frumvarpi og leiddi það til þess að Trump gerði það einnig. Við tóku miklar deilur og samningaviðræður milli Repúblikana sem skiluðu nýju strípuðu en svipuðu frumvarpi sem Trump lýsti því yfir að hann væri samþykkur. Þegar það frumvarp var borið fram brugðust margir Repúblikanar reiðir við og greiddu 38 þingmenn flokksins atkvæði gegn því. Frumvarpið sem Repúblikanar höfnuðu í vikunni var að miklu leyti sambærilegt því sem Repúblikanar og Demókratar höfðu samið áður samið um. Ýmis ákvæði höfðu þó verið fjarlægð, eins og fyrsta launahækkun þingmanna í rúman áratug, upp að mesta leyti 3,8 prósent, en Musk og aðrir hafa ranglega haldið því fram að launahækkunin samsvari fjörutíu prósentum. Einnig voru fjarlægð úr frumvarpinu ákvæði um lækkun lyfjakostnaðar og ákvæði um 190 milljóna dala fjárveitingu til rannsóknar barnakrabbameins, auk þess sem ákvæði um umhverfisvænu bætiefni við eldsneyti var fjarlægt. Þá hafði Johnson, að beiðni Trumps, bætt við ákvæði um að alfarið fella niður hið svokallaða skuldaþak, sem eru lög um hve miklar skuldir ríkissjóðs mega vera. Undanfarin ár hefur þakið verið hækkað reglulega og hafa Repúblikanar í hvert sinn mótmælt því harðlega. Allra nýjasta frumvarpið, sem samþykkt var í gærkvöldi, var nánast það sama og Trump hafði lýst yfir stuðningi við. Leiðtogar Repúblikanaflokksins höfðu þó fjarlægt ákvæðið um að fella niður skuldaþakið. Við það ákváðu Demókratar að styðja frumvarpið og var það samþykkt 366-34 í fulltrúadeildinni og 85-11 í öldungadeildinni. Skjóta á Repúblikana Deilurnar og óreiðan innan Repúblikanaflokksins hefur grafið verulega undan stöðu Johnson og hafa samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs vaknað spurningar um það hvort hann geti í raun haldið embætti sínu eftir að nýtt þing hefur störf þann 3. janúar. Fregnir hafa borist af því að þó nokkrir þingmenn hafi sagt við aðra að þeir styðji hann ekki. Kröfur Trumps og Musks settu Johnson í mjög erfiða stöðu en frá upphafi var ljóst að margir Repúblikanar, sem hafa um árabil kallað eftir niðurskurði og endurbótum þegar kemur að fjárútlátum ríkisins, gætu ekki greitt atkvæði með því að fella skuldaþakið niður. Þó Demókratar hafi ákveðið að samþykkja frumvarpið hafa leiðtogar flokksins og þingmenn eru þeir ósáttir við Repúblikana og hafa notað deilurnar til að skjóta á þá varðandi það hver stjórni flokknum í rauninni. Það sé ekki Donald Trump heldur Elon Musk sem geri það.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira