„Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2024 08:02 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur skotist upp á stjörnuhimininn í alþjóðlegum heimi ólympískra lyftinga. Vísir/Bjarni Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hafnaði í fjórða sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum. Árangurinn er fram úr vonum en hátíðirnar munu hins vegar fara í að vinna upp verkefni í læknisfræðinni. Eygló var að keppa í A-flokki á HM í fyrsta sinn og óhætt að segja að frumraunin hafi gengið vel. Hún hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa lyft 267 kílóum samanlagt í snörun og jafnhendingu. Hún var best Evrópubúa í sínum flokki og setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet. „Ég er náttúrulega bara ótrúlega ánægð með þetta. Þetta var virkilega gaman og ég er mjög stolt af þessum árangri. Ég er ennþá aðeins að meðtaka og melta þetta, ég eiginlega skil ekki alveg hvað gerðist. En ég er mjög ánægð,“ segir Eygló. Í aðdraganda móts var hún ekki viss um aða hún ætti heima þar og þjáðist að svokölluðu imposter syndrome eða loddaralíðan. Líkt og árangurinn sýnir átti sú líðan ekki rétt á sér. „Ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta væri möguleiki. Þetta var aldrei markmiðið mitt að ná svona háu sæti. Ég vissi ekki að ég gæti þetta, í hreinskilni sagt. Ég kom inn í þetta og ætlaði að safna reynslu í bankann og standa mig eins vel og ég gæti,“ segir Eygló. Eygló sinnir læknisnámi samhliða lyftingunum og nú fara hátíðarnar í það að vinna upp í skólanum. „Beint í skólann, beint að taka upp lokapróf og verkefni sem ég missti af. Ég mun gera það yfir jólin. Það er lítill tími fyrir chill og pásu,“ segir Eygló sem þurfti að snúa sér að bókunum strax og hún kom heim af mótinu í Barein. „Það er erfitt, maður er ekki endilega í besta ástandinu til að setjast niður og læra í marga klukkutíma. En maður þarf að gera það sem maður þarf að gera.“ Hefurðu eitthvað getað keypt jólagjafir? „Ég er ekki búinn að kaupa eina einustu jólagjöf. Þetta er alveg hræðilegt sko,“ segir Eygló hlægjandi að lokum. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en viðtalið í heild hér fyrir neðan. Klippa: Bograr yfir skólabókum um hátíðarnar Lyftingar Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sjá meira
Eygló var að keppa í A-flokki á HM í fyrsta sinn og óhætt að segja að frumraunin hafi gengið vel. Hún hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa lyft 267 kílóum samanlagt í snörun og jafnhendingu. Hún var best Evrópubúa í sínum flokki og setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet. „Ég er náttúrulega bara ótrúlega ánægð með þetta. Þetta var virkilega gaman og ég er mjög stolt af þessum árangri. Ég er ennþá aðeins að meðtaka og melta þetta, ég eiginlega skil ekki alveg hvað gerðist. En ég er mjög ánægð,“ segir Eygló. Í aðdraganda móts var hún ekki viss um aða hún ætti heima þar og þjáðist að svokölluðu imposter syndrome eða loddaralíðan. Líkt og árangurinn sýnir átti sú líðan ekki rétt á sér. „Ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta væri möguleiki. Þetta var aldrei markmiðið mitt að ná svona háu sæti. Ég vissi ekki að ég gæti þetta, í hreinskilni sagt. Ég kom inn í þetta og ætlaði að safna reynslu í bankann og standa mig eins vel og ég gæti,“ segir Eygló. Eygló sinnir læknisnámi samhliða lyftingunum og nú fara hátíðarnar í það að vinna upp í skólanum. „Beint í skólann, beint að taka upp lokapróf og verkefni sem ég missti af. Ég mun gera það yfir jólin. Það er lítill tími fyrir chill og pásu,“ segir Eygló sem þurfti að snúa sér að bókunum strax og hún kom heim af mótinu í Barein. „Það er erfitt, maður er ekki endilega í besta ástandinu til að setjast niður og læra í marga klukkutíma. En maður þarf að gera það sem maður þarf að gera.“ Hefurðu eitthvað getað keypt jólagjafir? „Ég er ekki búinn að kaupa eina einustu jólagjöf. Þetta er alveg hræðilegt sko,“ segir Eygló hlægjandi að lokum. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en viðtalið í heild hér fyrir neðan. Klippa: Bograr yfir skólabókum um hátíðarnar
Lyftingar Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sjá meira