„Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2024 08:02 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur skotist upp á stjörnuhimininn í alþjóðlegum heimi ólympískra lyftinga. Vísir/Bjarni Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hafnaði í fjórða sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum. Árangurinn er fram úr vonum en hátíðirnar munu hins vegar fara í að vinna upp verkefni í læknisfræðinni. Eygló var að keppa í A-flokki á HM í fyrsta sinn og óhætt að segja að frumraunin hafi gengið vel. Hún hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa lyft 267 kílóum samanlagt í snörun og jafnhendingu. Hún var best Evrópubúa í sínum flokki og setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet. „Ég er náttúrulega bara ótrúlega ánægð með þetta. Þetta var virkilega gaman og ég er mjög stolt af þessum árangri. Ég er ennþá aðeins að meðtaka og melta þetta, ég eiginlega skil ekki alveg hvað gerðist. En ég er mjög ánægð,“ segir Eygló. Í aðdraganda móts var hún ekki viss um aða hún ætti heima þar og þjáðist að svokölluðu imposter syndrome eða loddaralíðan. Líkt og árangurinn sýnir átti sú líðan ekki rétt á sér. „Ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta væri möguleiki. Þetta var aldrei markmiðið mitt að ná svona háu sæti. Ég vissi ekki að ég gæti þetta, í hreinskilni sagt. Ég kom inn í þetta og ætlaði að safna reynslu í bankann og standa mig eins vel og ég gæti,“ segir Eygló. Eygló sinnir læknisnámi samhliða lyftingunum og nú fara hátíðarnar í það að vinna upp í skólanum. „Beint í skólann, beint að taka upp lokapróf og verkefni sem ég missti af. Ég mun gera það yfir jólin. Það er lítill tími fyrir chill og pásu,“ segir Eygló sem þurfti að snúa sér að bókunum strax og hún kom heim af mótinu í Barein. „Það er erfitt, maður er ekki endilega í besta ástandinu til að setjast niður og læra í marga klukkutíma. En maður þarf að gera það sem maður þarf að gera.“ Hefurðu eitthvað getað keypt jólagjafir? „Ég er ekki búinn að kaupa eina einustu jólagjöf. Þetta er alveg hræðilegt sko,“ segir Eygló hlægjandi að lokum. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en viðtalið í heild hér fyrir neðan. Klippa: Bograr yfir skólabókum um hátíðarnar Lyftingar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Eygló var að keppa í A-flokki á HM í fyrsta sinn og óhætt að segja að frumraunin hafi gengið vel. Hún hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa lyft 267 kílóum samanlagt í snörun og jafnhendingu. Hún var best Evrópubúa í sínum flokki og setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet. „Ég er náttúrulega bara ótrúlega ánægð með þetta. Þetta var virkilega gaman og ég er mjög stolt af þessum árangri. Ég er ennþá aðeins að meðtaka og melta þetta, ég eiginlega skil ekki alveg hvað gerðist. En ég er mjög ánægð,“ segir Eygló. Í aðdraganda móts var hún ekki viss um aða hún ætti heima þar og þjáðist að svokölluðu imposter syndrome eða loddaralíðan. Líkt og árangurinn sýnir átti sú líðan ekki rétt á sér. „Ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta væri möguleiki. Þetta var aldrei markmiðið mitt að ná svona háu sæti. Ég vissi ekki að ég gæti þetta, í hreinskilni sagt. Ég kom inn í þetta og ætlaði að safna reynslu í bankann og standa mig eins vel og ég gæti,“ segir Eygló. Eygló sinnir læknisnámi samhliða lyftingunum og nú fara hátíðarnar í það að vinna upp í skólanum. „Beint í skólann, beint að taka upp lokapróf og verkefni sem ég missti af. Ég mun gera það yfir jólin. Það er lítill tími fyrir chill og pásu,“ segir Eygló sem þurfti að snúa sér að bókunum strax og hún kom heim af mótinu í Barein. „Það er erfitt, maður er ekki endilega í besta ástandinu til að setjast niður og læra í marga klukkutíma. En maður þarf að gera það sem maður þarf að gera.“ Hefurðu eitthvað getað keypt jólagjafir? „Ég er ekki búinn að kaupa eina einustu jólagjöf. Þetta er alveg hræðilegt sko,“ segir Eygló hlægjandi að lokum. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en viðtalið í heild hér fyrir neðan. Klippa: Bograr yfir skólabókum um hátíðarnar
Lyftingar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira