Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 20. desember 2024 07:31 Með ákvörðun Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og matvælaráðherra, um að afgreiða umsóknir um hvalveiðileyfi fyrr í þessum mánuði var ekki tekin stefnumótandi ákvörðun heldur einungis framfylgt gildandi lögum. Með öðrum orðum var um að ræða ákvörðun í fullu samræmi við það hlutverk starfsstjórna að sinna þeim verkefnum sem þurfi að sinna. Eitt af því er að umsóknir séu afgreiddar af stjórnsýslunni. Mikilvægt er þó að hafa í huga að engum skýrum stjórnskipunarreglum er fyrir að fara sem takmarka valdheimildir ráðherra í starfsstjórn umfram það sem gildir um ráðherra í öðrum ríkisstjórnum. Enn fremur er vert að hafa í huga að hefði ráðherrann ákveðið að bíða með afgreiðsluna þar til ný ríkisstjórn hefði verið mynduð, sem engan veginn var ljóst hvernær yrði, hefði það farið gegn stjórnsýslulögum. Til dæmis segir þannig í 9. grein stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um málshraða: „Ákvarðanir í málum skulu teknar svo fljótt sem unnt er.“ Sem fyrr segir var alls óvíst hvenær ný ríkisstjórn tæki við völdum þegar ákvörðunin var tekin og er raunar enn ekki endanlega ljóst. Miðað við forsöguna hefði það getað tekið vikur og jafnvel mánuði. Ljóst er að ákvörðun um að bíða með afgreiðsluna á þeim forsendum gat aldrei samrýmst lögunum. Hefði starfandi ríkisstjórn hins vegar ákveðið að fara ekki að stjórnsýslulögum og bíða með afgreiðslu umsóknanna hefði ný ríkisstjórn alltaf þurft að afgreiða þær á grundvelli þeirra laga sem í gildi voru þegar þær voru sendar inn. Það er að segja núgildandi laga. Ef sett yrðu ný lög eða núgildandi lögum breytt og umsóknirnar síðan afgreiddar á grundvelli þeirra væri ljóslega um afturvirkni að ræða sem er óheimil. Varla getur það talizt ásættanlegt að stjórnvöld geti breytt lögum eftir að umsóknum frá borgurunum hefur verið skilað inn og hafnað þeim síðan á þeim forsendum. Við þær aðstæður hefði sannarlega mátt tala um valdníðslu og gerræðisleg vinnubrögð. Hins vegar verður að teljast afar ólíklegt að þeir sem gagnrýnt hafa afgreiðslu umsóknanna á grundvelli gildandi laga mest hefðu gert nokkra athugasemd við það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Með ákvörðun Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og matvælaráðherra, um að afgreiða umsóknir um hvalveiðileyfi fyrr í þessum mánuði var ekki tekin stefnumótandi ákvörðun heldur einungis framfylgt gildandi lögum. Með öðrum orðum var um að ræða ákvörðun í fullu samræmi við það hlutverk starfsstjórna að sinna þeim verkefnum sem þurfi að sinna. Eitt af því er að umsóknir séu afgreiddar af stjórnsýslunni. Mikilvægt er þó að hafa í huga að engum skýrum stjórnskipunarreglum er fyrir að fara sem takmarka valdheimildir ráðherra í starfsstjórn umfram það sem gildir um ráðherra í öðrum ríkisstjórnum. Enn fremur er vert að hafa í huga að hefði ráðherrann ákveðið að bíða með afgreiðsluna þar til ný ríkisstjórn hefði verið mynduð, sem engan veginn var ljóst hvernær yrði, hefði það farið gegn stjórnsýslulögum. Til dæmis segir þannig í 9. grein stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um málshraða: „Ákvarðanir í málum skulu teknar svo fljótt sem unnt er.“ Sem fyrr segir var alls óvíst hvenær ný ríkisstjórn tæki við völdum þegar ákvörðunin var tekin og er raunar enn ekki endanlega ljóst. Miðað við forsöguna hefði það getað tekið vikur og jafnvel mánuði. Ljóst er að ákvörðun um að bíða með afgreiðsluna á þeim forsendum gat aldrei samrýmst lögunum. Hefði starfandi ríkisstjórn hins vegar ákveðið að fara ekki að stjórnsýslulögum og bíða með afgreiðslu umsóknanna hefði ný ríkisstjórn alltaf þurft að afgreiða þær á grundvelli þeirra laga sem í gildi voru þegar þær voru sendar inn. Það er að segja núgildandi laga. Ef sett yrðu ný lög eða núgildandi lögum breytt og umsóknirnar síðan afgreiddar á grundvelli þeirra væri ljóslega um afturvirkni að ræða sem er óheimil. Varla getur það talizt ásættanlegt að stjórnvöld geti breytt lögum eftir að umsóknum frá borgurunum hefur verið skilað inn og hafnað þeim síðan á þeim forsendum. Við þær aðstæður hefði sannarlega mátt tala um valdníðslu og gerræðisleg vinnubrögð. Hins vegar verður að teljast afar ólíklegt að þeir sem gagnrýnt hafa afgreiðslu umsóknanna á grundvelli gildandi laga mest hefðu gert nokkra athugasemd við það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar