Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að heildarflatarmál nýjustu hraunbreiðunnar séu 9 km2 og rúmmál um 49 milljón m3. Líkur á kvikuhlaupi fari að aukast eftir nokkrar vikur haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða.
Þykkasti hluti hraunbreiðunnar mældist við gíginn og varnargarða við Bláa lónið en meðalþykkt hraunbreiðunnar var 5,5 metrar. Í samanburði við fyrri eldgos á Sundhnúksgígaröðinni var gosið sem stóð yfir í átján daga, annað stærsta að rúmmáli frá desember 2023.
Stærsta gosið sem stóð yfir frá 22. ágúst til 5. september á þessu ári var 61,2 milljón m3 og 15,8 km2 að flatarmáli.
Frá því að fyrst gaus í Sundhnúksgígaröðinni í fyrra hafa orðið alls sjö eldgos. Þau stóðu yfir í alls 114 daga og um 216 milljón m3 af hraunbreiðum myndast.