Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 11:53 Leikskólinn Mánagarður er við Eggertsgötu í Reykjavík þar sem 45 börn veiktust, sum alvarlega, af völdum E.coli-gerla í hakkrétti. Vísir/Vilhelm Hakkið sem olli hópsýkingu tuga leikskólabarna á Mánagarði var blanda af þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu en bæði eldamennsku og geymslu á hakkinu var ábótavant. Embætti landlæknis hefur gefið út lokaskýrslu um E.coli-hópsýkingu sem blossaði upp á Mánagarði, leikskóla á vegum Félagsstofnunar stúdenta, í október. Leikskólanum var lokað tímabundið eftir að sýkingin kom upp. Alls greindust 49 einstaklingar með shiga-toxin myndandi E.coli-gerla, þar af 45 börn á Mánagarði, einn starfsmaður, eitt barn starfsmanns sem borðaði á leikskólanum þennan dag og tveir fjölskyldumeðlimir smitaðs barns. Tólf börn voru lögð inn á legudeild Barnaspítala Hringsins, fimm börn inn á gjörgæslu og tvö þurftu skilunarmeðferð vegna nýrnabilunar. Einkenni barnanna voru allt frá vægum niðurgangi upp í „svæsinn blóðugan niðurgang“ og alvarleg veikindi með nýrnabilun, að því er segir í skýrslunni. Öll börnin hafa nú verið útskrifuð af spítala en nokkur er sögð í eftirliti vegna fylgikvilla sýkingarinnar. Alls komu þó fleiri en tvö hundruð börn á bráðamóttöku barna vegna hópsýkingarinnar og 54 voru í þjónustu barnadeildar. Ekki eldað í gegn og geymt lengi við stofuhita Börnin reyndust hafa borðað hakk og spagettí eða veganrétt í hádeginu 17. október. Við skoðun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kom í ljós að meðferð matvælanna hefði ekki verið ákjósanleg. Þannig var talið líklegt að hakkið hefði ekki verið fullþiðnað þegar byrjað var að elda það sem jók líkur á að það næði ekki að steikjast í gegn. Frosinni papriku, frosnum lauk, tómötum úr dós, linsubaunum og grænmetiskrafti hafi verið bætt saman við hakkið. Suða hafi ekki verið látin koma upp á hakksósunni á meðan hún var elduð. Þá var henni leyft að kólna við stofuhita í allt að fimm til sex klukkustundir áður en hún var sett í kæli yfir nótt. E.coli-bakteríur eru sagðar fjölga sér auðveldlega við þessar aðstæður. Kjötsósan var svo hituð upp og borin fram í hádeginu daginn eftir með spagettíi. Fram hefur komið að matráður Mánagarðs lét af störfum eftir að hópsýkingin kom upp. Hluti kjötsins frá sláturhúsi á Blönduósi Örverudeild Matís rakti E.coli-bakteríunnar til kjöthakks frá Kjarnafæði. Hakkið var blanda af þýsku nautgripakjöti og kindakjöti frá sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi frá sláturvertíð 2023. Það hafði ekki farið í almenna sölu heldur aðeins til veitingastaða og mötuneyta, þar á meðal þriggja leikskóla. Þegar þetta varð ljóst hafði Kjarnafæði samband við alla kaupendur en hakkið reyndist þegar hafa verið notað. Engar vísbendingar voru um veikindi þeirra sem neyttu kjötsins hjá hinum kaupendunum. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að segja með vissu hvort nautgripakjötið eða kindakjötið hefði borið með sér gerlana í blandaða hakkið. Leikskólar Matur Matvælaframleiðsla E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðiseftirlit Skóla- og menntamál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
Embætti landlæknis hefur gefið út lokaskýrslu um E.coli-hópsýkingu sem blossaði upp á Mánagarði, leikskóla á vegum Félagsstofnunar stúdenta, í október. Leikskólanum var lokað tímabundið eftir að sýkingin kom upp. Alls greindust 49 einstaklingar með shiga-toxin myndandi E.coli-gerla, þar af 45 börn á Mánagarði, einn starfsmaður, eitt barn starfsmanns sem borðaði á leikskólanum þennan dag og tveir fjölskyldumeðlimir smitaðs barns. Tólf börn voru lögð inn á legudeild Barnaspítala Hringsins, fimm börn inn á gjörgæslu og tvö þurftu skilunarmeðferð vegna nýrnabilunar. Einkenni barnanna voru allt frá vægum niðurgangi upp í „svæsinn blóðugan niðurgang“ og alvarleg veikindi með nýrnabilun, að því er segir í skýrslunni. Öll börnin hafa nú verið útskrifuð af spítala en nokkur er sögð í eftirliti vegna fylgikvilla sýkingarinnar. Alls komu þó fleiri en tvö hundruð börn á bráðamóttöku barna vegna hópsýkingarinnar og 54 voru í þjónustu barnadeildar. Ekki eldað í gegn og geymt lengi við stofuhita Börnin reyndust hafa borðað hakk og spagettí eða veganrétt í hádeginu 17. október. Við skoðun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kom í ljós að meðferð matvælanna hefði ekki verið ákjósanleg. Þannig var talið líklegt að hakkið hefði ekki verið fullþiðnað þegar byrjað var að elda það sem jók líkur á að það næði ekki að steikjast í gegn. Frosinni papriku, frosnum lauk, tómötum úr dós, linsubaunum og grænmetiskrafti hafi verið bætt saman við hakkið. Suða hafi ekki verið látin koma upp á hakksósunni á meðan hún var elduð. Þá var henni leyft að kólna við stofuhita í allt að fimm til sex klukkustundir áður en hún var sett í kæli yfir nótt. E.coli-bakteríur eru sagðar fjölga sér auðveldlega við þessar aðstæður. Kjötsósan var svo hituð upp og borin fram í hádeginu daginn eftir með spagettíi. Fram hefur komið að matráður Mánagarðs lét af störfum eftir að hópsýkingin kom upp. Hluti kjötsins frá sláturhúsi á Blönduósi Örverudeild Matís rakti E.coli-bakteríunnar til kjöthakks frá Kjarnafæði. Hakkið var blanda af þýsku nautgripakjöti og kindakjöti frá sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi frá sláturvertíð 2023. Það hafði ekki farið í almenna sölu heldur aðeins til veitingastaða og mötuneyta, þar á meðal þriggja leikskóla. Þegar þetta varð ljóst hafði Kjarnafæði samband við alla kaupendur en hakkið reyndist þegar hafa verið notað. Engar vísbendingar voru um veikindi þeirra sem neyttu kjötsins hjá hinum kaupendunum. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að segja með vissu hvort nautgripakjötið eða kindakjötið hefði borið með sér gerlana í blandaða hakkið.
Leikskólar Matur Matvælaframleiðsla E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðiseftirlit Skóla- og menntamál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira