Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 11:53 Leikskólinn Mánagarður er við Eggertsgötu í Reykjavík þar sem 45 börn veiktust, sum alvarlega, af völdum E.coli-gerla í hakkrétti. Vísir/Vilhelm Hakkið sem olli hópsýkingu tuga leikskólabarna á Mánagarði var blanda af þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu en bæði eldamennsku og geymslu á hakkinu var ábótavant. Embætti landlæknis hefur gefið út lokaskýrslu um E.coli-hópsýkingu sem blossaði upp á Mánagarði, leikskóla á vegum Félagsstofnunar stúdenta, í október. Leikskólanum var lokað tímabundið eftir að sýkingin kom upp. Alls greindust 49 einstaklingar með shiga-toxin myndandi E.coli-gerla, þar af 45 börn á Mánagarði, einn starfsmaður, eitt barn starfsmanns sem borðaði á leikskólanum þennan dag og tveir fjölskyldumeðlimir smitaðs barns. Tólf börn voru lögð inn á legudeild Barnaspítala Hringsins, fimm börn inn á gjörgæslu og tvö þurftu skilunarmeðferð vegna nýrnabilunar. Einkenni barnanna voru allt frá vægum niðurgangi upp í „svæsinn blóðugan niðurgang“ og alvarleg veikindi með nýrnabilun, að því er segir í skýrslunni. Öll börnin hafa nú verið útskrifuð af spítala en nokkur er sögð í eftirliti vegna fylgikvilla sýkingarinnar. Alls komu þó fleiri en tvö hundruð börn á bráðamóttöku barna vegna hópsýkingarinnar og 54 voru í þjónustu barnadeildar. Ekki eldað í gegn og geymt lengi við stofuhita Börnin reyndust hafa borðað hakk og spagettí eða veganrétt í hádeginu 17. október. Við skoðun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kom í ljós að meðferð matvælanna hefði ekki verið ákjósanleg. Þannig var talið líklegt að hakkið hefði ekki verið fullþiðnað þegar byrjað var að elda það sem jók líkur á að það næði ekki að steikjast í gegn. Frosinni papriku, frosnum lauk, tómötum úr dós, linsubaunum og grænmetiskrafti hafi verið bætt saman við hakkið. Suða hafi ekki verið látin koma upp á hakksósunni á meðan hún var elduð. Þá var henni leyft að kólna við stofuhita í allt að fimm til sex klukkustundir áður en hún var sett í kæli yfir nótt. E.coli-bakteríur eru sagðar fjölga sér auðveldlega við þessar aðstæður. Kjötsósan var svo hituð upp og borin fram í hádeginu daginn eftir með spagettíi. Fram hefur komið að matráður Mánagarðs lét af störfum eftir að hópsýkingin kom upp. Hluti kjötsins frá sláturhúsi á Blönduósi Örverudeild Matís rakti E.coli-bakteríunnar til kjöthakks frá Kjarnafæði. Hakkið var blanda af þýsku nautgripakjöti og kindakjöti frá sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi frá sláturvertíð 2023. Það hafði ekki farið í almenna sölu heldur aðeins til veitingastaða og mötuneyta, þar á meðal þriggja leikskóla. Þegar þetta varð ljóst hafði Kjarnafæði samband við alla kaupendur en hakkið reyndist þegar hafa verið notað. Engar vísbendingar voru um veikindi þeirra sem neyttu kjötsins hjá hinum kaupendunum. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að segja með vissu hvort nautgripakjötið eða kindakjötið hefði borið með sér gerlana í blandaða hakkið. Leikskólar Matur Matvælaframleiðsla E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðiseftirlit Skóla- og menntamál Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Embætti landlæknis hefur gefið út lokaskýrslu um E.coli-hópsýkingu sem blossaði upp á Mánagarði, leikskóla á vegum Félagsstofnunar stúdenta, í október. Leikskólanum var lokað tímabundið eftir að sýkingin kom upp. Alls greindust 49 einstaklingar með shiga-toxin myndandi E.coli-gerla, þar af 45 börn á Mánagarði, einn starfsmaður, eitt barn starfsmanns sem borðaði á leikskólanum þennan dag og tveir fjölskyldumeðlimir smitaðs barns. Tólf börn voru lögð inn á legudeild Barnaspítala Hringsins, fimm börn inn á gjörgæslu og tvö þurftu skilunarmeðferð vegna nýrnabilunar. Einkenni barnanna voru allt frá vægum niðurgangi upp í „svæsinn blóðugan niðurgang“ og alvarleg veikindi með nýrnabilun, að því er segir í skýrslunni. Öll börnin hafa nú verið útskrifuð af spítala en nokkur er sögð í eftirliti vegna fylgikvilla sýkingarinnar. Alls komu þó fleiri en tvö hundruð börn á bráðamóttöku barna vegna hópsýkingarinnar og 54 voru í þjónustu barnadeildar. Ekki eldað í gegn og geymt lengi við stofuhita Börnin reyndust hafa borðað hakk og spagettí eða veganrétt í hádeginu 17. október. Við skoðun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kom í ljós að meðferð matvælanna hefði ekki verið ákjósanleg. Þannig var talið líklegt að hakkið hefði ekki verið fullþiðnað þegar byrjað var að elda það sem jók líkur á að það næði ekki að steikjast í gegn. Frosinni papriku, frosnum lauk, tómötum úr dós, linsubaunum og grænmetiskrafti hafi verið bætt saman við hakkið. Suða hafi ekki verið látin koma upp á hakksósunni á meðan hún var elduð. Þá var henni leyft að kólna við stofuhita í allt að fimm til sex klukkustundir áður en hún var sett í kæli yfir nótt. E.coli-bakteríur eru sagðar fjölga sér auðveldlega við þessar aðstæður. Kjötsósan var svo hituð upp og borin fram í hádeginu daginn eftir með spagettíi. Fram hefur komið að matráður Mánagarðs lét af störfum eftir að hópsýkingin kom upp. Hluti kjötsins frá sláturhúsi á Blönduósi Örverudeild Matís rakti E.coli-bakteríunnar til kjöthakks frá Kjarnafæði. Hakkið var blanda af þýsku nautgripakjöti og kindakjöti frá sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi frá sláturvertíð 2023. Það hafði ekki farið í almenna sölu heldur aðeins til veitingastaða og mötuneyta, þar á meðal þriggja leikskóla. Þegar þetta varð ljóst hafði Kjarnafæði samband við alla kaupendur en hakkið reyndist þegar hafa verið notað. Engar vísbendingar voru um veikindi þeirra sem neyttu kjötsins hjá hinum kaupendunum. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að segja með vissu hvort nautgripakjötið eða kindakjötið hefði borið með sér gerlana í blandaða hakkið.
Leikskólar Matur Matvælaframleiðsla E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðiseftirlit Skóla- og menntamál Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“